Föstudagur, 26. júní 2020
Veiran sem margir fengu en vissu ekki af því
Það er fátt eins mikilvægt og rannsaka vel alla króka og kima kórónuveirunnar svo koma megi í veg fyrir nýja bylgju fasisma þegar hún fer á stjá aftur, sennilega með haustinu.
Margt er vitað með sæmilegri vissu nú þegar:
- Börn smitast síður og smita síður. Það er því óhætt að halda skólum og leikskólum opnum í næstu bylgju veirunnar.
- Fæstir undir áttrætt eða án undirliggjandi sjúkdóma veikjast alvarlega og flestir taka hreinlega ekki eftir því að líkami þeirra er að vinna á veiru og drepa. Það er því óhætt að leyfa flestu fólki að ferðast, mæta til vinnu, stunda líkamsrækt og skemmta sér á kaffihúsum. Fullorðið fólk á að fá að taka sénsinn, ef svo má að orði komast
- Ákveðin vítamín virðast hjálpa fólki að sigrast á veirunni. Fólk frá menningarsvæðum þar sem D-vítamín er sjaldgæft í mataræðinu virðist veikjast verr en aðrir. Raunar á það við um mjög marga sjúkdóma.
- Það er alltaf góð hugmynd að vera heima þegar maður er lasinn, og það er alltaf góð hugmynd að þvo sér vel og reglulega um hendurnar. Þetta tvennt heldur mörgum sjúkdómum í skefjum, þar á meðal hinni árlegu inflúensu. Og auðvitað á alltaf að hnerra í ermina.
- Með því að hlífa hinum fáu og litlu áhættuhópum gegn þessari veiru og öðrum má tryggja að heilbrigðiskerfið ráði við álagið í næstu bylgju, en staðreyndin er líka sú að heilbrigðiskerfið lendir óumflýjanlega í álagspunktum. Það hefur bara ekki talist fréttnæmt hingað til. Ef ríkisvaldið telur sig þurfa að loka samfélaginu til að verja einokunarrekstur sinn gegn álagi ætti það að hugleiða að gefast upp og hleypa einkaaðilum að í staðinn.
- Bóluefni eru vissulega góð en finnist ekki bóluefni er það ekki réttlæting á innleiðingu fasisma. Lokanir kórónuveirunnar hafa rústað hagkerfum, eyðilagt lífsviðurværi, lengt biðlista eftir lækningu á öllu mögulegu öðru, hafa víða leitt til örvæntingar og fjölgunar sjálfsmorða og í stuttu máli verið lækning sem er verri en sjúkdómurinn.
Aldrei aftur, takk.
Rúm 40% íbúa Ischgl með mótefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:06 | Facebook
Athugasemdir
Tökum hér Svía til fyrirmyndar og lokum þar að auki inni fasistann Ómar Ragnarsson með æðiberið í rassinum, hendum lyklinum og málið er dautt!
Þorsteinn Briem, 26.6.2020 kl. 09:56
Þorsteinn,
Það er a.m.k. jákvætt að Svíar buðu upp á tilbreytingu. Það eykur flóru þeirrar reynslu sem er svo hægt að skoða þegar næsta bylgja gýs upp. Það þarf bara að passa sig aðeins þegar kemur að samanburði:
- Mótefnamælingar eru að sýna að víða hafi miklu fleiri sýkst (og jafnað sig) en opinberar tölur um fjölda smitaðra gefa til kynna
- Þeir sem prófa mikið greina mikið, og lítið um handahófskenndar prófanir með stóru úrtaki til að mæla raunverulega útbreiðslu (auðvitað greinast mörg smit ef allir sem eru sýktir og vita það eru prófaðir en fáir aðrir)
- Fasisminn hefur tekið á sig mismunandi myndir og þar sem harðast hefur verið gengið fram hefur auðvitað tekist að hemja vírusinn, en á kostnað hagkerfisins og samfélagsins. Það er því varhugavert að taka til fyrirmyndar þá sem hafa haldið veirunni mest í skefjum. T.d. lokuðu Danir skólum en ekki Svíar eða Íslendingar. Í ljós hefur komið að skólalokanir voru tilgangslausar
Þú og Ómar Ragnarsson finnið vonandi út úr ykkar ágreiningi!
Geir Ágústsson, 26.6.2020 kl. 10:28
Ríki ráða þessu sjálf og öll ríki í Evrópusambandinu eru sjálfstæð ríki, þar sem kosið er í lýðræðislegum kosningum.
Það er nú allur "fasisminn" og að sjálfsögðu eru ekki öll ríki heimsins fasistaríki, þar á meðal Bandaríkin og Evrópusambandsríkin.
Ungverjaland, sem er í Evrópusambandinu, á landamæri að sjö ríkjum og þau hafa öll verið opnuð, nema landamærin að Úkraínu, sem er ekki í Evrópusambandinu, en þau verða opnuð á mánudaginn.
Landamærum Íslands hefur aldrei verið lokað alveg vegna Covid-19 og Íslendingar geta til að mynda flogið með Wizz Air til Ungverjalands.
Þar er allt opið og öll þjónusta veitt eins og venjulega en menn verða að vera með grímur í verslunum og þegar þeir nota almenningssamgöngur.
Engir tveir menn hafa nákvæmlega sömu skoðanir á öllum málum, allir geta að sjálfsögðu verið "kóvitar" en ríkjum er stjórnað af viðkomandi stjórnvöldum.
Þorsteinn Briem, 26.6.2020 kl. 13:28
Ég get alveg tekið undir þetta en þú slærð kannski á ótta minn um fordæmisgildi þessara fordæmislausu tíma. Það þurfti frekar lítinn hræðsluáróður til að drepa heilu atvinnugreinarnar, sökkva ríkissjóði í skuldir og samhliða innleiða ríkis"aðstoð" við hina og þessa.
Er ferðagjöfin að fara stoppa? Ríkisábyrgðir á fyrirtækjalánum? Ríkisaðstoð við uppsagnarfresti? Tíminn leiðir það auðvitað í ljós en það má óttast.
Geir Ágústsson, 26.6.2020 kl. 13:42
Þessi er viss um að tjónið af seinagangi við opnanir á vesturlöndum sé orðið margfalt á við tjónið af Covit19.
https://www.youtube.com/watch?v=kZqGSnVt8c8&t=759s
Guðmundur Jónsson, 26.6.2020 kl. 14:28
Þorsteinn Briem, er þér guðdómlega sammála um Ómar kallinn.
Hvað varðar Svía, þá verð ég að segja það að Íslendingar ættu að taka stóra bróður til fyrirmyndar. Svíþjóð er land þekkingar og vísinda, ekki ofstopa morðóðra morðingja eins og BNA. Hér er tekið á öpum sem sprikla á götum úti, ekki eins og í BNA, þar sem sjálfur forsetinn situr í sófanum og horfir á imbakassann með popkorn í lófanum og segir "vá" eins og sá hálfviti sem hann er, meðan apar ganga um og lemja konur og börn til dauða á götum úti.
Þetta er landið, sem Íslenskar skræfur halda að komi og bjargi sér ef Rússar koma ... betra að líta til Svíþjóðar, því þar er hjálp að fá þegar hennar er þörf.
Örn Einar Hansen, 26.6.2020 kl. 16:56
"Dag skal að kvöldi lofa". Ekki er enn farið að sjá fyrir endann á þessum veirufaraldri og of snemmt að meta dánartíðnina af völdum hans.
Svo eru afleiðingarnar fyrir þá sem lifa af mjög misjafnar. Margir ná sér fljótlega, en aðrir, jafnvel fullfrískir, sem fengu veikina fyrir mörgum mánuðum, eru enn ekki búnir að ná sér, enda getur veiran lagst á ýmis líffæri, svo sem taugakerfi og heila.
Eflaust má segja að kostnaður heilbrigðiskerfisins, vegna sjúklinga og gamlingja, muni lækka ef drjúgur hluti þeirra "hreinsast út" við faraldurinn, en það er skammgóður vermir, það koma svo fljótt nýir í staðinn.
Vonandi finnast lyf og bóluefni gegn þessari veiru, en hún mun væntanlega vera viðloðandi um ófyrirsjáanlega framtíð.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.6.2020 kl. 22:46
Sæll Geir karlinn,
Eins og gefur að skilja þá hef ég eitthvað að efasemdum varðandi þessa covid farsótt, sjá hérna:
CV-19 – HOW A FRAUD BROUGHT THE WORLD TO A STANDSTILL
CDC coronavirus test kits were likely contaminated, federal review confirms
Britain's Covid-19 death toll HALF of the 50,000 already recorded? Expert claims official tally may be too high because doctors are too keen to name the virus on death certificates and most victims were going to die anyway because they were elderly
Tens of thousands of coronavirus tests have been double-counted, officials admit
Cash4Covid – How hospitals are making money off the coronavirus
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 27.6.2020 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.