Fólk og vindmyllur

Fleiri og fleiri aðilar á Íslandi eru að skoða þann kost að reista vindorkuver. Að einhverju leyti er það skiljanlegt. Vindmyllurnar eru orðnar sæmilega öflugar og kannski byrjaðar að fást á góðum kjörum. Á Íslandi blæs oft vel.

Að vísu þurfa vindmyllur mikið viðhald og brotna stundum í spað, jafnvel með alvarlegum afleiðingum. Þær eiga það líka til að rota fugla, sérstaklega þá stærri, enda leitar bráð þeirra í skjól undir vindmyllunum sem um leið dregur að sér fuglana. Framleiðsla þeirra er líka hráefnaþyrst, og þegar hráefnin koma frá Kína á náttúran það til að deyja.

En gott og vel, eru vindmyllur ekki eftir sem áður góð hugmynd?

Nei, segir fólk sem spurt hvort það vilji vindmyllu í nærumhverfi sitt.

wmFólk nennir ekki að horfa á vindmyllur né heyra í þeim. Ég var að vinna að verkefni hérna í Danmörku þar sem menn lögðu mikið á sig til að þurfa ekki að höggva nokkur tré sem hefði þar með opnað á útsýni á vindmyllur úr glugga dansks bónda. Bóndinn lagði fram skriflegar kvartanir til að trén fengju að standa. Nei takk við útsýni á vindmyllur!

Ég þekki annan sem réði sig í þróunarverkefni hjá vindmylluframleiðanda sem snérist um að minnka hljóðmengun frá þeim. Já, menn segja að þær séu hljóðlátar þar til þær eru reistar í bakgarði þínum.

Á Íslandi eru frekar fáar vindmyllur en menn mótmæla engu að síður áformum um að reisa slíkar með dramatískum hætti. Það er því ekki skrýtið að viðhorfskannanir séu nú að verða fastur liður í slíkum áformum.

Það hljómar kannski vel að láta vindinn framleiða orkuna en það nennir enginn að horfa á þær hvað sem öðru líður.


mbl.is Kanna viðhorf íbúa til nýtingar vindorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.8.2019:

"Sex vís­inda­menn og fjór­ir sér­fræðing­ar á sviði orku­mála hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að í Evr­ópu er pláss fyr­ir 11,6 millj­ón­ir vind­mylla sem gætu fram­leitt 139 þúsund tera­vött stund­ir á ári, eða 497 exajoule, sem myndi mæta allri áætlaðri orkuþörf jarðar árið 2050, sem tal­in er verða 430 exajoule.

Þetta kem­ur fram í vís­inda­grein sem birt hef­ur verið á vef Science direct og í tíma­rit­inu Energy Policy.

Til­gang­ur grein­ar­inn­ar er ekki að leggja til að þess­um fjölda vind­mylla verði komið fyr­ir í Evr­ópu, held­ur að kort­leggja mögu­lega fram­leiðslu­getu vindorku, einkum á landi.

Grein­in er rituð með hliðsjón af mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins um að koma fyr­ir 100 þúsund vind­myll­um fyr­ir árið 2050." cool

Hægt að mæta allri orkuþörf heimsins með vindorku

Þorsteinn Briem, 24.6.2020 kl. 09:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"About 323 GW of cumulative wind energy capacity would be installed in the European Union (EU) by 2030, 253 GW onshore and 70 GW offshore.

With this capacity, wind energy would produce 888 TWh of electricity, equivalent to 30% of the EU power demand."

Wind energy in Europe: Scenarios for 2030 - WindEurope - September 2017

Þorsteinn Briem, 24.6.2020 kl. 09:20

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2020 (síðastliðinn miðvikudag):

How Elon Musk aims to revolutionise battery technology - BBC

Þorsteinn Briem, 24.6.2020 kl. 09:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Denmark was a pioneer in developing commercial wind power during the 1970s, and today a substantial share of the wind turbines around the world are produced by Danish manufacturers such as Vestas and Siemens Wind Power along with many component suppliers.

In Denmark electricity sector wind power produced the equivalent of 47% of Denmark total electricity consumption in 2019, increased from 43.4% in 2017, 39% in 2014, and 33% in 2013. cool

In 2012, the Danish government adopted a plan to increase the share of electricity production from wind to 50% by 2020, and to 84% by 2035.

Denmark had the 4th best energy architecture performance in the world in 2017 according to the World Economic Forum, and the second best energy security in the world in 2019 according to the World Energy Council." cool

Þorsteinn Briem, 24.6.2020 kl. 09:38

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Þú ert kannski að rugla saman perum og appelsínum.

Hver einasta vindmylla sem Danir byggja í dag er úti á sjó, fjarri augsýn.

Íslendingar eru að hugsa um að troða þessum turnum í bakgarðinn hjá fólki.

Geir Ágústsson, 24.6.2020 kl. 09:59

6 Smámynd: Geir Ágústsson

"Der er lige nu lidt over 4.000 landvindmøller i Danmark, men det tal skal i løbet af de næste ti år mere end halveres."

https://www.dr.dk/nyheder/viden/klima/klimaraadet-vil-have-flere-vindmoeller-paa-land-men-der-maa-ikke-saettes-flere

Geir Ágústsson, 24.6.2020 kl. 10:11

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við framleiðum nú þegar ódýrt rafmagn með stíflum. Hvað höfum við að gera við dýrt rafmagn úr vindmillum?

Ásgrímur Hartmannsson, 24.6.2020 kl. 12:19

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Verður þetta ekki bara niðurgreitt eins og öll hin "grænu" gæluverkefnin?

Geir Ágústsson, 24.6.2020 kl. 13:18

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Auðveitað verður þetta niðurgreitt.  En ég hef spurt, og þá á ég það á skrá að ég hafði efasemdir.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.6.2020 kl. 15:22

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Stíflurnar eru niðurgreiddar. Hvers vegna þá ekki að niðurgreiða líka vindmyllurnar? Og ástæðulaust að láta þar við sitja. Niðugreiða bara sem allra mest, enda getur ríkið endalaust látið prenta peninga eins og vissir hagfræðingar hafa haldið fram!

Þorsteinn Siglaugsson, 24.6.2020 kl. 15:47

11 identicon

Eitt sem ég get ekki skilið er að sama fólkið sem dásamar vindmyllur

hefur barist hatramlega gegn lagningu háspennulínu yfir hálendið vegna hugsanlegrar sjónmengunar 

Grímur (IP-tala skráð) 24.6.2020 kl. 17:30

12 identicon

Endalaus prentun seðla endar bara með alsherjar hruni og engu öðru.

leifur bjarnason (IP-tala skráð) 25.6.2020 kl. 03:25

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Frábær punktur Grímur!

Og menn æsa sig líka yfir miðlunarlónunum þótt þau leiði til hærri grunnvatnsstöðu og betri skilyrða fyrir allskyns líf á hálendinu.

Geir Ágústsson, 25.6.2020 kl. 06:21

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vindmyllur og virkjanir framleiða orku. Vindmyllur hafa sjónræn áhrif, en eru afturkræfar, vatnsaflsvirkjanir hafa einnig sjónræn áhrif en eru ekki afturkræfar. Jarðstrengir og loftlínur flytja orku. Loftlínur hafa sjónræn áhrif en eru afturkræfar. Jarðstrengir hafa ekki sjónræn áhrif, eða mjög takmörkuð, en eru tæpast afturkræfir.

Það er ósköp eðlilegt ef fólk kýs fremur jarðstrengi en háspennulínur, vegna sjónrænu áhrifanna, en kýs á sama tíma fremur vindmyllur en vatnsaflsvirkjanir vegna afturkræfni. Í þessu er engin mótsögn fólgin. Aðrir gætu svo fremur valið vatnsaflsvirkjanir en vindmyllur, til dæmis vegna þess að þeir búa í nágrenni vindmyllanna, og á sama tíma valið háspennulínur umfram jarðstrengi vegna þess að þær kosta minna og þeir sjá ekki í þær sjálfir. Engin mótsögn í því fólgin heldur.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.6.2020 kl. 12:50

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Að eitthvað sé afturkræft fyllir varla mjög mikið í höfði fólks sem sér fram á að góna á vindmyllu næstu 20-30 ár í bakgarði sínum. Að hana megi auðveldlega taka niður, eftir 30 ár, er lítill plástur á sárið.

En auðvitað er það rétt að fólk hefur bæði mismunandi forsendur og mismunandi smekk. Persónulega finnst mér uppistöðulón hálendisins vera augnayndi og mun betri en sandauðnir. Og ekki dóu gæsirnar út norðan Vatnajökuls þótt nokkur hreiðurstæði hafi farið undir Kárahnjúkalón (en vissulega hurfu falleg gil sem örfáir einstaklingar höfðu tæki og tól til að heimsækja, og vissulega var traðkað á landeigendum með smánarlegum skaðabótagreiðslum fyrir landmissi - nokkuð sem sósíalistar hafa ekkert lært af og vilja enn efla ríkisvaldið á kostnað samfélagsins).

Geir Ágústsson, 26.6.2020 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband