Þegar yfirvöld standa í vegi fyrir nýsköpun

Hið opinbera stendur á mörgum stöðum í vegi fyrir nýsköpun. 

Til dæmis eru settar margar hömlur á nýsköpun í fyrirtækjarekstri. Fyrirtæki stækka ekki bara og minnka. Stundum sameinast þau eða eru klofin upp. Sameining fyrirtækja ætti að vera sjálfsagt mál en þess í stað þarft slíkt að hljóta blessun yfirvalda. Oft fæst þessi blessun ekki eða fæst gegn allskyns hamlandi skilyrðum. Þetta heitir að standa í vegi fyrir nýsköpun.

Skattgreiðslur á hagnað fyrirtækja hamla nýsköpun. Fé sem að hluta hefði farið í nýsköpun er í staðinn sent í ríkissjóð. Þetta heitir að standa í vegi fyrir nýsköpun. 

Allskyns löggjöf kæfir nýsköpun í fæðingu. Augljóst dæmi er rekstur leigubíla. Nýjar lausnir í slíku eru beint eða óbeint bannaðar. Þetta heitir að standa í vegi fyrir nýsköpun.

En auðvitað er gaman fyrir stjórnmálamenn að setja á stofn sjóði sem bjóða skattfé til fyrirtækja sem flest fara á hausinn. Þá er jú verið að styðja við nýsköpun og blaðamenn koma hlaupandi til að taka myndir.


mbl.is Sigríður og Sigurður létu sig ekki vanta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.5.2019:

"Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir í Bakþönkum Fréttablaðsins að ef Ísland gengur úr EES [Evrópska efnahagssvæðinu] finnist honum augljóst að Ísland verði að ganga í Evrópusambandið.

Því séu andstæðingar EES að pissa í skóinn sinn með því að gera þriðja orkupakkann að deiluefni."

"Það er t.d. EES að þakka að við erum ekki með gjaldeyrishöft, ekki með einokun á framleiðslu og sölu á rafmagni og að til stendur að afnema bann við innflutningi á fersku kjöti og fjöldatakmarkanir á leigubílum." cool

Þorsteinn Briem, 22.6.2020 kl. 15:31

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.2.2018:

"Einar Þorsteinsson, þáttastjórnandi Kastljóss, spurði Ásgeir [Þorsteinsson, formann leigubílstjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubílstjóra,] að því hvort leigubílstjórar sæju ekki tækifæri í að bjóða upp á að panta leigubíl með lítilli fyrirhöfn, á fyrirsjáanlegu verði og biðtíma, líkt og hjá Uber og Lyft.

Ásgeir sagði að starfshópur væri að störfum til að aðlaga leigubíla að reglum Evrópusambandsins, sem væri í vinnslu á öllum Norðurlöndunum." cool

Viðreisn segir ótækt að takmarka framboð á leigubílum

Þorsteinn Briem, 22.6.2020 kl. 15:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Alþingi 29.5.2017:

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar:

"Ég legg fram fyrirspurn til hæstvirts samgönguráðherra. Ég er sannfærður um að núgildandi lög og reglur um leigubíla eru ekki að fullu í takt við tímann.

Álit Eftirlitsstofnunar EFTA frá 22. febrúar síðastliðnum, þar sem norsk löggjöf um leigubíla er gagnrýnd, er eitthvað sem við ættum að lesa vel, enda er norska löggjöfin keimlík þeirri íslensku." cool

Alþingi: Viðbrögð við áliti Eftirlitsstofnunar EFTA um löggjöf um leyfi til leigubílaaksturs

Þorsteinn Briem, 22.6.2020 kl. 15:37

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leigubílar hér á Íslandi eru víðar en í Reykjavík og gamall leigubíll á Akureyri var til að mynda fyrsti bíllinn sem undirritaður eignaðist, 17 ára gamall.

En öfgahægrikarlarnir halda náttúrlega að stuðningsmenn Borgarlínunnar séu allir á móti bifreiðum. cool

Og Reykvíkingar eru "einungis" um 56% þeirra sem búa hér á höfuðborgarsvæðinu, frá Hafnarfirði til Kjalarness.

Viðreisn er einn af flokkunum sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur og Pawel Bartoszek er nú annar af tveimur borgarfulltrúum Viðreisnar.

Og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir eru í ríkisstjórn sem hefur samþykkt að ráðast í gerð Borgarlínunnar frá Hafnarfirði í Mosfellsbæ. cool

Þorsteinn Briem, 22.6.2020 kl. 15:40

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.10.2006:

"Fram­kvæmdaráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur samþykkt að feng­inni um­sögn Lög­reglu­stjór­ans í Reykja­vík að leigu­bíl­um sé heim­ilað að aka á sérak­rein­um Strætó.

Það skil­yrði er sett að leigu­bíl­stjór­ar nýti ein­göngu ak­rein­arn­ar þegar um farþega­flutn­inga gegn gjaldi er að ræða. Samþykkt­in tek­ur gildi eft­ir birt­ingu í Lög­birt­ing­a­blaðinu."

Þorsteinn Briem, 22.6.2020 kl. 15:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Akstur einkabíla er einungis lítill hluti umferðar í evrópskum borgum. cool

Langstærsti hluti umferðarinnar er akstur strætisvagna, sporvagna, jarðlesta, leigubifreiða, sendibíla, vörubifreiða og annarra flutningabíla, gangandi og hjólandi fólk.

Í evrópskum borgum fer fólk yfirleitt gangandi í næstu matvöruverslun, veitingahús, kaffihús, krá eða almenningsgarð, og börn, unglingar og háskólanemar fara gangandi, hjólandi eða með strætisvagni í skólann. cool

Ellilífeyrisþegar fara ekki lengur í vinnuna og í langflestum Evrópulöndum fær fólk ellilífeyri mörgum árum fyrr en hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 22.6.2020 kl. 16:22

7 identicon

Er verið að leggja til hér að fækka opinberum starfsmönnum með því að leggja niður hina bráðnauðsynlegu Samkeppnisstofnum? Allir vita að það gerist aldrei. Þessi stofnun bjargaði Íslandi með því að fyrirskipa eigendaskipti á sjoppu á Hallveigarstíg forðum. Það bjargaði þjóðarhag eins og allir hafa fundið á buddunni sinni, ekki satt?

Örn Johnson (IP-tala skráð) 22.6.2020 kl. 17:41

8 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hvað varðar leigubíla, eru þeir aðal verzlunarmiðstöð "peninga þvottavéla glæpona". Ekko svo að skilja að mikið sé af slíkum kauðum á Íslandi, hinu mikla.

Hvað varðar nýsköpun, væri betur eitt tímanum í að tala um "höft" í þessu sambandi. Hvað er nýsköpun? leið fyrir innflytjendur, til að þvo glæpapeninga með því að þykjast hafa marga kúnna, á þeim tíma sem allir hafa bíla og þurfa ekki leigubíla?

harla varla, eins og við sögðum hér áður.

En hvað með flutækni, sviftækni eða aðra tækniframfarir sem staðið er í vegi fyri vegna þess að þú mátt ekki prófa littlu eldflaugina þína, því hún getur rekist á flugvélina í 1000m hæð, þegar flaugin þín nær aldrei meir en 100m.

Þetta er dæmi um "þróunar hindrun", ekki leigubílar og aðrar aðferðir glæpamanna að fá eiturlyfjafé sitt í dreifingu.

Örn Einar Hansen, 22.6.2020 kl. 17:47

9 identicon

Ég held að menn séu að misskilja hugtakið Nýsköpun?

Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldur er aðeins talað um nýsköpun þegar hugmyndinni eða endurbótinni hefur verið hrint í framkvæmd.

Grímur (IP-tala skráð) 22.6.2020 kl. 18:23

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er ánægjulegt að menn séu fyrir alvöru að byrja allskyns pappírsvinnu sem á hraða snigilsins í einhverri framtíð mun kannski gera Íslendingum kleift að panta sér Uber-bifreið. Þá verður kannski aðeins minna að gera í Facebook-grúppunni "Skutlarar".

Það sem flýgur kannski undir radarinn í opinberri umræðu er að nýsköpun er í fullum gangi hjá fyrirtækjum sem nú þegar standa á eigin fótum: Össur, Marel, Nói Siríus, 66 norður osfrv.

Þessi fyrirtæki eru í sífellu að leita að merkjum frá viðskiptavinum, núverandi og veraðandi, til að leiðbeina sér. Í þessari nýsköpun er fé úr rekstri veitt í fjárfestingar til framtíðar. Ríkið á ekki að flækjast fyrir þessu ferli.

Geir Ágústsson, 23.6.2020 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband