Föstudagur, 12. júní 2020
Þegiðu, fatlafól!
Frægur er texti Megas um fatlafólið sem ók í veg fyrir valtara og varð að klessu, ojbara. Núna er kannski kominn tími á nýjan texta í svipuðum dúr. Hér er hugmynd:
Ég þekkti einu sinni fatlafól
sem flakkaði um á hjólastól
með bros á vör en berjandi þó lóminn.
Hann reyndi að komast í miðbæinn,
en komst ekkert með hjólastólinn,
Þeir læst ann inn í mál og menning
slökktu ljósin, sögðu að lokum; þegiðu fatlafól!
Fatlafól, fatlafól,
hérna er bara pláss fyrir miðbæjargól,
Lundabúðir, kaffihús
og starfsmenn ríkis sem drekka bús.
Þeir læst ann inn í mál og menning
slökktu ljósin, sögðu að lokum; þegiðu fatlafól!
Sjálfsbjörg ósátt við stefnu borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Menn geta að sjálfsögðu ekið um göngugötur í hjólastólum, bæði hér á Íslandi og erlendis, og fjölmargir hjólastólar eru rafknúnir, rétt eins og reiðhjól, sem einnig mega vera á göngugötum.
Aðgengi fatlaðra að sumum verslunum við Laugaveginn er hins vegar ekki gott vegna þess að þær eru í gömlum húsum með tröppum eingöngu.
Þar að auki er Laugavegurinn mjó gata sem upphaflega var gerð fyrir hestvagna en ekki jeppa Miðflokksins.
En að sjálfsögðu vill akfeitur Miðflokkurinn geta ekið inn í verslanir á bifreiðum og það helst á stórum upphækkuðum jeppum.
Þorsteinn Briem, 12.6.2020 kl. 11:52
Þorsteinn Briem, 19.9.2018:
Um 71% Reykvíkinga eru ánægðir með göngugöturnar í miðbæ Reykjavíkur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu.
Meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur og allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu nú í haust að gera hluta Laugavegar að göngugötu allt árið og fjölga göngusvæðum í Kvosinni.
Sautján þúsund manns ganga eða hjóla í Bankastrætinu og á neðsta hluta Laugavegarins að meðaltali á degi hverjum, eða 6,2 milljónir manna á ári.
Þriðjungur Reykvíkinga býr vestan Kringlumýrarbrautar og þar eru langflest hótel, gistiheimili og veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu, að eigin ósk.
Og þar vilja flestir Reykvíkingar búa samkvæmt skoðanakönnunum.
Undirritaður gisti á fínu og dýru hóteli við göngugötu í gamla miðbænum í Tallinn í Eistlandi, Vanalinn, þar sem bílaumferð er óleyfileg, einnig leigubíla, þannig að ég varð að ganga síðasta spölinn að hótelinu.
Og hálft síðastliðið ár leigði ég íbúð við langa göngugötu í miðborg Búdapest, þar sem bílaumferð er einnig óleyfileg, nema snemma á morgnana til að koma vörum til allra veitingahúsanna, verslananna og hótelanna sem eru við götuna.
Þorsteinn Briem, 12.6.2020 kl. 11:55
29.6.2015:
"Lengsta mögulega vegalengd sem fólk þarf að ganga frá bíl sínum til að komast í alla verslun og þjónustu á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur er 350 metrar þegar lagt er í bílastæðahúsi, sem jafngildir um þriggja mínútna gangi miðað við meðalgönguhraða.
Þetta kemur fram í úttekt sem Andri Gunnar Lyngberg arkitekt hjá Trípólí arkitektum og Björn Teitsson upplýsingafulltrúi unnu."
Þorsteinn Briem, 12.6.2020 kl. 11:58
11.2.2015:
"Margfalt dýrara er að leggja í bílastæðahúsum í miðborgum höfuðborga annarra landa á Norðurlöndunum en í Reykjavík.
Í Osló er það frá þrisvar og hálfum sinnum til sjö sinnum dýrara en hér, jafnvel þó miðað sé við fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá bílastæðahúsa Reykjavíkurborgar."
Margfalt ódýrara að leggja bílum í bílastæðahúsum í Reykjavík en miðborgum annarra Norðurlanda
Þorsteinn Briem, 12.6.2020 kl. 11:59
23.9.2013:
"Þeir sem eiga erindi í miðbæinn virðast síður vilja leggja bílum sínum í bílastæðahúsum miðborgarinnar ef marka má myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins náði síðdegis í gær.
Á meðan bílastæðaplan við Tryggvagötu, nálægt Tollhúsinu, var þéttsetið og bílarnir hringsóluðu um í leit að stæði var aðeins einn bíll inni í bílahúsi Kolaportsins við Kalkofnsveg.
Svo vildi til að það var bíll frá embætti tollstjóra."
"Bílstæðin við Tryggvagötu voru full og mörgum bílum var lagt ólöglega."
Tómt bílastæðahús en troðið bílastæði
Þorsteinn Briem, 12.6.2020 kl. 12:01
Þorsteinn,
Ertu búinn að senda þessi gullkorn á Sjálfsbjörg og eigendur verslana í miðbænum? Það er greinilega enginn að fatta snilldina við að herma eftir allskyns erlendum borgum!
Geir Ágústsson, 12.6.2020 kl. 14:39
Meirihluti Reykvíkinga ræður því hvað gert er í Reykjavík en ekki þeir sem búa í Danmörku eða Miðflokkurinn.
Þeir sem búa í Danmörku hafa hins vegar kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum í Danmörku.
Undirritaður er Reykvíkingur með kosningarétt í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík og ég hef nýtt mér þann kosningarétt í áratugi.
29.8.2018:
"Meirihluti Reykvíkinga lítur jákvæðum augum á göngugötur í miðborginni.
Í könnun sem Maskína framkvæmdi nýverið kemur í ljós að 71 prósent eru jákvæð fyrir göngugötum en 11 prósent neikvæð.
Þá eru 77 prósent á því að göngugöturnar hafi jákvæð áhrif á mannlíf í borginni en 8 prósent telja áhrifin neikvæð."
17.4.2019:
"Kaupmenn segjast dauðþreyttir á neikvæðri umfjöllun um miðborgina og telja margir mikla möguleika fólgna í göngugötum."
"Samkvæmt könnun frá árinu 2017 reyndust 75% íbúa Reykjavíkur hlynntir göngugötum.
Verslunareigandi segist þreyttur á neikvæðri umfjöllun um miðborgina.
„Mér leiðist óskaplega þessi neikvæða umræða og þetta niðurtal.
Ég veit um fjölda fólks meðal verslunareigenda sem eru mjög ánægðir hér í bænum og ég vil meina að miðbærinn hafi aldrei verið skemmtilegri en einmitt núna," segir Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðju, sem bendir einnig á að líf sé einnig að færast yfir í hliðargötur við Laugaveg og Skólavörðustíg."
Þorsteinn Briem, 12.6.2020 kl. 17:43
Hvernig væri þá að þetta fólk færi í miðbæinn og tæki upp veskið í stað þess að bara dæma til dauða úr úthverfasófanum sínum?
Geir Ágústsson, 12.6.2020 kl. 17:51
En auðvitað er ég ekki að fara tala fyrir einu eða öðru. Fólk kýs jú, það er rétt. Margir tala um Strikið, nánast einu göngugötu Köben en gott og vel. Sjálfsbjörg geta haldið kjafti. Flestir félagsmenn kusu sennilega Dag hvort eð er.
Geir Ágústsson, 12.6.2020 kl. 17:55
Skoðanakannanir, þar sem aðrir en Reykvíkingar eru spurðir um hvað eigi að vera hér í Reykjavík, koma okkur Reykvíkingum ekki við.
Þorsteinn Briem, 2.6.2019:
Hádegismóri gapir í Mogganum um "mikinn flótta" af Laugaveginum hér í Reykjavík, enda þótt einungis 5% verslunar- og þjónustuhúsnæðis frá Bankastræti að Snorrabraut sé nú laust, eða 7 af 140.
Verslun Álafoss var í síðustu viku opnuð í nýju húsi neðst á Laugaveginum og þar verður í öðru stóru húsnæði opnað eftir nokkra daga veitingahúsið Vietnam Restaurant.
Ofar á Laugaveginum verður svo opnað á næstunni veitingahúsið Shawarma King og tvö ný hótel, svo eitthvað sé nefnt.
En nýlega var þar lokað fataversluninni Herrahúsi Adams með fatnað sem hentar Ómari Ragnarssyni [og Miðflokknum] og selur nú meira í Ármúlanum, sem engum ætti að koma á óvart.
Verkfæraverslunin Brynja, nú 100 ára gömul, er hins vegar enn á Laugaveginum og verður þar áfram en Hádegismóri og Ómar Ragnarsson [og Miðflokkurinn] halda náttúrlega að þar séu allar verslanir og veitingahús sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum.
Nú um helgina er Laugavegurinn og aðrar götur í miðbæ Reykjavíkur fullar af fólki, bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum, enda ganga eða hjóla Laugaveginn að meðaltali 17 þúsund manns á dag, um sex milljónir á ári.
Og 71% Reykvíkinga eru ánægðir með göngugöturnar í miðbæ Reykjavíkur, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu.
Þorsteinn Briem, 12.6.2020 kl. 18:37
Það er nákvæmlega ekkert að sjá á strikinu í kaupmannahöfn. Þetta er göngugata, niður á nyhavn og lítið annað. Verslanir þar, jú það hafa verið ein eða tvær verslanir sem voru sérstakar ... annars er ekkert þar að sjá, annað en mellur og eiturlyfjaneitendur. Það er miklu meira virði, að fara til dæmis til Shenzhen og labba þar um, meira að sjá bæði í verzlunum og á götum úti.
Örn Einar Hansen, 13.6.2020 kl. 05:12
Sjarminn er þar sem öllu ægir saman. Við förum til útlanda til þess að upplifa það. "Sótthreinsað" umhverfi í slagvirðri heillar engan.
Kolbrún Hilmars, 13.6.2020 kl. 11:32
Textinn er kannski kaldhæðnislegur í ljósi þess að nú er Megas kominn í hjólastól. En hann hefur lagt leið sína í miðbæ Reykjavíkur með aðstoðarkonu sem keyrir honum í stólnum.
Smám saman er verið að útýma ofanjarðar bílastæðum í miðbænum. Það fælir marga frá. En nóg er af bílastæðum neðanjarðar, t.d. Kolaportið við Seðlabankann, undir Hafnartorginu og í kjallaranum í Ráðhúsinu (einhver sagði mér að þar væri ódýrast að leggja).
En þessi bílastæðismál virðast ekki vera að fæla fólk frá miðbænum. Í dag var gott veður þar: þokkalega hlýtt og logn og fólk sat í hrönnum á útiveitingastöðum og gæddi sér á veitingum og bjór. Og fullt af gangandi vegfarendum.
Hvaðan kom allt þetta fólk og/eða hvar leggur það bílunum sínum?
Vissulega er dýrt að leggja bíl neðanjarðar í langan tíma, en ég er oft að benda fólki á að leggja bílnum frítt t.d. í Mjódd eða einhvers staðar í Borgartúninu og taka strætó síðastqa spölinn niður í bæ. Í stað þess að hringsóla eftir bílastæði ofanjarðar, eða borga margar krónur fyrir neðanjarðarstæðin ef dvölin er löng í miðbænum.
En, allavega, ekki vera "fatlafól" í því að mæta niðrí miðbæ ef þig langar og kvarta stanslaust undan bílastæðísmálum. Bíll er ekki lífs-lausnin!
Ingibjörg Magnúsdóttir, 13.6.2020 kl. 23:58
Sama hvað þá hafa menn í ráðhúsinu ákveðið eitthvað sem bitnar á öðrum og að því er virðist í litlu samráði. Vonandi er hægt að bæta úr því.
Geir Ágústsson, 15.6.2020 kl. 07:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.