Vandi verkalýðsfélaga

Ég hef ekkert á móti verkalýðsfélögum í sjálfu sér. Í gegnum þau geta félagsmenn komið sér saman um að greiða í ýmsa sjóði, styðja við hvern annan og jafnvel ganga sameinaðir að samningaborðum til að ræða þar kaup og kjör.

Verkalýðsfélög eru samt miklu meira - og verra - en þetta. Þau njóta lagaverndar sem ég veit ekki til þess að nein önnur samtök njóti: Réttinn til að beita ofbeldi. Þau geta knésett fyrirtæki, bremsað samfélagið, svipt börn menntun og aldraða umönnun, lokað samgöngum og komið í veg fyrir að fólk geti ferðast.

Hvað er þetta annað en ofbeldi? Orðabókanákvæmar skilgreiningar óskast!

En verkalýðsfélög geta ekki alltaf komist upp með hegðun sína til lengri tíma. Mörg dæmi eru um blómlegar borgir sem eru núna orðnar að hálfgerðum hreysaþyrpingum. Bílaborg Bandaríkjanna, Detroit, er sennilega frægasta dæmið. Þar voru einu sinni framleiddir bestu og um leið hagkvæmustu bílar heims. Verkamennirnir voru vel launaðir og nutu ýmissa fríðinda. Verkalýðsfélögin fengu blóðbragð í munninn og gengu lengra og lengra þar til samkeppnishæfni atvinnurekandans var að engu orðin og vinnustaðnum var lokað.

Nákvæmlega þetta ástand hrjáir núna Icelandair og raunar mörg af hinum rótgrónu flugfélögum. Þau geta einfaldlega ekki sameinað verðhugmyndir væntanlegra viðskiptavina við kröfugerðir verkalýðsfélaganna. 

En hvað gerist þá? Verða flugmenn og flugþjónar að láglaunastétt sem nær ekki að láta enda ná saman? Kannski, ef þessar stéttir verða áfram mannaðar af fullorðnu fólki með húsaleigu eða afborganir. Kannski ekki, ef þessar stéttir verða í staðinn mannaðar af yngra fólki sem er að byggja upp reynslu og þekkingu, eins og gildir um flestar aðrar þjónustustéttir nema þær allrasérhæfðustu (t.d. þjóna á dýrum veitingastöðum). 

Kannski verða til flugmiðar þar sem sérstaklega er beðið um íslenskumælandi flugþjóna og flugmenn og þeir bera þá hærra verð.

Kannski verða til flugmiðar þar sem krafan er sú að í boði séu sviðakjammar og lýsisskeiðar og bera þá hærra verð en kex- og kókmiðarnir.

Eitthvað þarf samt að gefa eftir. Það er á hreinu. Erlend flugfélög mönnuð fólki frá mun fátækari ríkjum geta sinnt flugi til og frá Íslandi, og þetta fólk fylgir nákvæmlega sömu reglum og stöðlum um flugöryggi og annað og Icelandair. 

Verkalýðsfélög geta auðvitað verið góð en þau geta líka verið eiturpilla.


mbl.is Mun beita sér af krafti fyrir björgun Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir Íslendingar hafa fengið miklar launahækkanir undanfarin ár vegna þess að þeir hafa farið í verkföll eða hótað því að fara í verkfall.  cool

Og vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.

Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.

Og álverið í Hafnarfirði hefur ekki verið rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.

7.8.2015:

"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."

"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."  cool

Þorsteinn Briem, 18.5.2020 kl. 19:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa fáir útlendingar og Íslendingar ferðast með Icelandair undanfarin ár vegna launa íslenskra flugmanna, flugfreyja og flugvirkja?! cool

Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum árið 2014

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur (nú seðlabankastjóri) útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 18.5.2020 kl. 20:00

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Wizz air, Norwegian, easyJet osfrv osfrv eru beinir samkeppnisaðilar Icelandair. Og auðvitað veikburða risar eins og SAS og Lufthansa. Samkeppni er um neytendur og þeir eru kræsnir; drepa fyrirtæki eða verðlauna. Fyrirtæki í hlekkjum verkalýðsfélaga eru hægfara dauðadæmd. Neytendur segja það með veskinu sínu.

Geir Ágústsson, 18.5.2020 kl. 20:09

4 identicon

Geta Kínverjar ekki bara keypt Icelandair einsog  Norwegian Air?https://www.forbes.com/sites/davidnikel/2020/05/20/china-takes-stake-in-new-look-norwegian-air/#2afb04657872

Ef kæmi tilboð frá Kínverjum þá mundi Trump örugglega hlaupa til með $

VG til mikillar ánægju

Grímur (IP-tala skráð) 20.5.2020 kl. 17:27

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Kínverjar mega eiga það að þeir hafa safnað í stóra sjóði sem þeir eru eflaust að nýta fyrir árferði eins og nákvæmlega þetta. 

Kínverjar hafa lengi viljað skuldsetja Evrópu í gjaldmiðli sínum til að eignast hlut í verðmætasköpun álfunnar ef hún fer einhvern tímann af stað aftur. Portúgal reið á vaðið í fyrra:

Portugal becomes the first euro zone country to issue debt on China’s market

https://www.cnbc.com/2019/05/30/portugal-first-euro-zone-country-to-issue-bonds-in-china-currency.html

Og fleiri vilja líka:

Austria Joins Portugal in Seeking to Tap China's Bond Market

https://www.bloomberg.com/news/articles/2019-04-29/austria-joins-portugal-in-seeking-to-tap-china-s-bond-market

https://www.ednh.news/eu-states-adopt-panda-bonds-in-chinese-outreach/

Geir Ágústsson, 21.5.2020 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband