Miðvikudagur, 6. maí 2020
Hitastig og jöklar
Hamfarahlýnunin meinta er eitthvað farin að láta bíða eftir sér. Jöklarnir reyna nú að segja veðurfræðingum að taka því rólega en það þarf mikið til þegar bæði fagleg virðing og fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi.
Myndin hér að neðan er tekin úr góðri grein Gunnlaugs H. Jónssonar sem birtist í Fréttablaðinu í febrúar og olli nokkru fjarðafoki (a.m.k. innan Veðurstofu Íslands). Ég er búinn að teikna inn á hana ártöl og tímabil stækkandi/stöðugra (grænt) og minnkandi (svart) jökla úr nýlegri rýni á stærð þeirra. Að vísu er ekkert sagt um tímabilið 1922-1945, en þá var hlýskeið á Íslandi (álíka hlýtt og tímabilið sem við upplifum í dag).
Með góðum vilja má alveg sjá gott samhengi á milli þróunar á jöklastærðum og meðalhita andrúmsloftsins, sem væri líka mjög rökrétt. Núna er hitastigsferillinn nokkuð flatur og jöklarnir því stöðugir. Tímabilið á undan var tímabil hækkandi hitastigs og þá hörfuðu jöklar. Þar á undan var kalt og jöklar í jafnvægi.
Það sést líka að það er ekkert afbrigðilegt við hitastigsþróunina undanfarin ár samanborið við seinustu 100 ár.
Það sem gæti breytt þessu er minnkandi sólvirkni. Þá geta skotvindar frá heimsskautunum leikið stór svæði grátt í auknum mæli. Samsetning lofthjúpsins hefur hér ekkert að segja.
Hvað sem því líður er gott að fólk fylgist með og láti ekki hræða sig undir pilsfald ríkisvaldsins sem tekur þar vel á móti með kæfandi faðmlagi.
Rýrnun jökla lesin af loftmyndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð greining,takk fyrir þetta.
Björn. (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 09:00
„Haldi þessi þróun í veðurfari áfram óbreytt næstu 100 árin til 2120 má vænta þess að meðalhiti í Reykjavík fari úr 4,8°C og verði 5,4°±0,7°C árið 2120.“ Segir Gunnlaugur. Þetta passar alveg við tölur frá NASA, en þeir telja að það hafi hitnað um 0,8° C síðustu 140 ár. Hiti hækkar að meðaltali um 1°C á hverjum 1000 árum þegar ísöld lætur undan, en nú hitnar mun hraðar.
Jonas Kr (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 12:32
Gleymdi
https://www.theworldcounts.com/stories/Temperature-Change-Over-the-Last-100-Years
https://earthobservatory.nasa.gov/features/GlobalWarming/page3.php
Jonas Kr (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 12:33
Undanfarna áratugi hefur loftslag farið hlýnandi á jörðinni, jafnframt því sem styrkur CO2 í andrúmslofti hefur aukist. Það hefur verið bent á nokkrar mælanlegar staðreyndir sem auka líkur á að þar sé samband á milli. T.d. er hlýnunin meiri á heimskautasvæðunum, sem dæmi má nefna Svalbarða. Einnig er hlýnunin meiri á vetrum heldur á sumrin og meiri á næturnar heldur en á daginn. Þ.e. hlýnunin er meiri þegar sólar nýtur ekki. (Heimild: Harald Lesch, Klimawandel).
Þegar rætt er um hamfarahlýnun, þá er dregin upp sviðsmynd af atburðarás sem líkleg er, ef ákveðnum skilyrðum er fullnægt.
Gerum t.d. ráð fyrir hlýnandi veðurfari. Þá bráðna jöklar og hafís, við það minnka hvítir fletir á yfirborði jarðar, sem endurvarpa hitageislum sólar út í geiminn, en dökkir fletir, haf og jörð, sem gleypa þá í sig, vaxa.
Í freðmýrum Síberíu og N-Ameríku er bundið gífurlegt magn af metani sem er margfalt sterkari gróðurhúsalofttegund heldur en CO2. Við bránun þeirra myndi þessi lofttegund losna úr læðingi og valda meiri hlýnun.
Þar að auki er gífurlegt magn af metani bundið í sjávarsetlögum. Ef sjórinn hlýnar þá eykst hætta á að það losni, berist út í andrúmsloftið og valdi enn þá meiri hlýnun þess.
Þetta er sú dökka sviðsmynd sem ég held að spáin um hamfarahlýnun byggist að miklu leyti á.
Ekki er víst að allt fari á versta veg, en er ekki bara gott að hafa vaðið fyrir neðan sig?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 16:58
Hörður,
Sviðsmyndir eru góðar og blessaðar. Þær þarf samt að bera að gögnum. Sé það ekki gert virðist "default" niðustaðan alltaf vera alheimssósíalismi undir handleiðslu vitringa. Smærri líkön af slíku fyrirkomulagi eru engan veginn hughreystandi hvorki fyrir loftslag né lýðheilsu.
Einu sinni áttu hamfarirnar að byrja við 350 ppm styrkleika C02 í andrúmsloftinu. Hvar er afsökunarbeiðnin á þeirri vitleysu?
Geir Ágústsson, 6.5.2020 kl. 17:54
Loftslagsmál koma sósíalisma ekkert við, andrúmsloftið er okkar allra.
Hér er pistillinn ég vísa til. Harald Lesch er meðal virtustu eðlisfræðinga í Þýskalandi. Hann er með fasta þætti um vísindaleg efni á sjónvarpsstöðinni ZDF. Ég hef enga ástæðu til að efast um þau gögn sem hann hefur fram að færa.
Pistillinn er á þýsku, en allir þeir sem lært hafa þýsku í menntaskóla ættu að geta skilið undirtextann: Missverständnisse zum Klimawandel aufgeklärt | Harald Lesch
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 18:24
Veldur sólin loftslagsbreytingum, íslenskur texti(?): Ist die Sonne schuld am Klimawandel? | Harald Lesch
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 19:20
Gefum okkur að mannkynið sé að keyra áfram meiri lofyslagsbreytingar en ef mannkynið byggi enn í hellum og teldi bara nokkrara milljónir með meðalaldur, að frátöldum gríðarlegum ungbarnadauða, ca 40 ára:
Hefur einhver lagt til óheflaðan kapítalisma?
Eða jákvæða hvata til að keyra hratt inn skilvirkustu orkugjafana?
Eða hröðustu mögulegu leiðir til að gera alla ríka og þar með kröfuharða á loftgæði og viðbúnað við. Eðurfarsbreytingum?
Nei. Það eina sem heyrist eru skattar og refsingar. Framleiðsla flýr skilvirkar gastúrbínur Evrópu og í kolaryk Kína.
Og á meðan eru allar þessar loftslagsbreytingar meira og minna endurtekning fyrri tíma eða líkanaleikfimi.
Geir Ágústsson, 6.5.2020 kl. 19:32
Það er staðreynd sem fengist hefur með margendurteknum mælingum, að loftslagsbreytingar stafa af mannavöldum.
Hitt er svo allt annað mál, til hvaða ráðstafana hægt sé að grípa til þess að koma í veg fyrir eða hemja þessa þróun. Þær ráðstafanir geta verið svo erfiðar og umdeilanlegar að COVID veiran er smámál í þeim samanburði.
P.s. Þeim sem kunna að hafa áhuga á staðreyndum um loftslagsmál vil ég benda á að hægt er að nálgast pistla Harald Leschs með íslenskum texta.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 21:17
Hörður,
Um leið og ég sé einhvern "læsa" vísindalegar rannsóknir inni sem "staðreynd" þá dettur mér í hug kaþólska kirkjan, eðlisfræðinga 19. aldar (fyrir tíma Einstein), næringarráðgjafa síðari áratuga 20. aldar sem sögðu fólki að forðast fitu en leita í sykur og auðvitað alla læknana sem mæltu með Camel-sígarettum á sínum tíma.
Um víða veröld eru stórir hópar vísindamanna ennþá að rannsaka loftslagið og hvað hefur áhrif á það - hvað er að breytast ítrekað og hvað er að breytast vegna ýmissa lofttegunda sem menn og náttúra hleypa upp í lofthjúpinn. Enginn þeirra er búinn að loka tölvunni og rannsóknarstofunni og snúa sér að öðrum vísindum.
Loftslagsvísindin eru meira að segja svo ung að stórar uppgötvanir eru gerðast oft á ári - uppgötvanir sem hafa áhrif á vísindasamfélagið á meðan stjórnmálamennirnir styðjast enn við áratugagamlar vangaveltur. Jú, breytingar á samsetningu lofthjúpsins hafa áhrif á hitastig Jarðar, rétt eins og dropi í hafið hefur áhrif á vatnsmagn sjávarins. En að styrkleiki CO2 einn og sér geti valdið hlýnun er enn umdeilt, sem þýðir að sumir vísindamenn vilja meina það og aðrir ekki.
Mannkyninu væri nær að einblína á að stöðva mengun, sem er ekki það sama og losun á CO2, og innleiða tækni sem hreinsar loftið af ögnum og eitri.
Geir Ágústsson, 7.5.2020 kl. 06:55
Geir Ágústsson.
Þú veist greinilega ekkert um efni meðfylgjandi pistla Haralds Lesch.
Ég vil ítreka að hægt er að fá íslenska textaþýðingu á efni þeirra. Hún er að vísu mjög bjöguð, en þó skiljanleg.
Hörður Þormar, 7.5.2020 kl. 08:58
Hörður,
Ég hef einmitt verið að skoða þessi myndbönd sem þú skoðar og næ að klóra út boðskapinn, sem er ekkert nýtt efni fyrir mér. Meðal annars má hnýta í að tímaás hans endar um árið 2015 en einmitt á seinustu 5 árum hefur hitaferillinn verið að fletjast út, á meðan CO2 er enn á rjúkandi uppleið. Hann er því með "stillimynd" af ástandi eins og það blasti kannski við honum þá en ætti að hafa fengið endurskoðun síðan.
Þú hefðir kannski átt að benda mér á myndbönd sem:
- Eru nýrri
- Eru ítarlegri
- Eru á ensku eða skandinavísku
- Eru flutt af aðeins "þyngri" fræðimönnum (nafn þessa manns kemur varla upp í Google-leit, nema sem einskonar sjónvarpspredikari í Þýskalandi)
Geir Ágústsson, 7.5.2020 kl. 09:48
Geir Ágústsson.
Jæja, látum þetta gott heita.
Hörður Þormar, 7.5.2020 kl. 10:40
Mannkyn hefur meira en tvöfaldað sig frá 1960 fram til dagsins í dag. Ræktun lands,skógum eytt, orkunotkun við fæðuöflun margfaldast, viðrekstur mannkyns tvöfaldast. Öll þessi atriði hafa mikil áhrif á breytingu á loftslagi og auðvitað er þetta af mannavöldum- en getum við stoppað þessa þróun eða hægt á henni?
Eigum við að skoða þessa þróun sem mestu loftlagsgógn framtíðar og vinna að lausnum?
Eggert Guðmundsson, 9.5.2020 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.