Skrifræði ofar læknamati

Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans segir frá því á blaðamannafundi hvernig skrifræðið tálmaði nauðsynlegum viðbrögðum vegna vírus-sjúkdóms. Menn hafi komið auga á lyf en af því tjekk-lista skrifræðisins var ekki fullnægt þá fékkst lyfið ekki. Þegar tjekk-listinn var loksins rétt fylltur út voru engin lyf að fá.

Hvað ætli séu til mörg hliðstæð dæmi þar sem sjúklingur fær ekki möguleg úrræði af því skrifræðið er troðfullt af skilyrðum og hindrunum? 

Og athugið að lykilhugtakið hér er "möguleg úrræði" því það er svo margt sem menn geta aldrei vitað með vissu um sjúkdóma og lyf og því mikilvægt að geta prófað sig áfram til að hraða lærdómsferlinu.

Eru læknar alveg máttlausir í svona aðstæðum? Hver á að fá að ráða?

Í stað þess að hugsa í lausnum er samfélagið sett í spennitreyju sem mun framleiða fátækt og allskyns önnur vandamál en veiru-smit.

Vonandi fær þessi vírus-sjúkdómur okkur til að endurhugsa alla aðkomu ríkisvaldsins að heilbrigðisþjónustu.


mbl.is Lofar góðu en ekki endilega „hið eina sanna lyf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Vandamálið er, að þessi vírus var framleiddur í P4 rannsóknarstofu Wuhan.  Remdevisir var lyf sem bandaríkjamenn gáfu Kína, en kommúnistaflokkur Kína tók einkaleifi á ... við erum að tala um glæpi gegn mankyninu. Þetta er bara byrjunin. Rússland vísar kínverjum úr landinu ... japanir og bandaríkjamenn, kallar fólk sitt heim ... þetta er alvara ... stór alvara.

Örn Einar Hansen, 13.4.2020 kl. 06:08

2 identicon

Vilji læknar stunda einhverja tilraunastarfsemi á okkar kostnað þá er lágmark að þeir geti fyllt rétt út umsóknir um aðgengi að almannafé.

Vagn (IP-tala skráð) 13.4.2020 kl. 13:20

3 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Geir,  

"...Menn hafi komið auga á lyf en af því tjekk-lista skrifræðisins var ekki fullnægt þá fékkst lyfið ekki. Þegar tjekk-listinn var loksins rétt fylltur út voru engin lyf að fá..."

Veit einhver hvaða lyf er verið að tala um í þessu sambandi og/eða hvað heitir þetta lyf ?

Ef þetta er Tamiflu -lyfið,  þá er maður ekki hissa á því að fólk lendi í öndunarvél.

KV. 

Oseltamivir's Adverse Reactions: Fifty sudden deaths may be ...

Stories about tragic flu deaths wrongly portray Tamiflu as a ...


Flu season: Tamiflu may have odd side effects, experts say


Tamiflu and Abnormal Behavior - Kelly Brogan MD


The Truth About Tamiflu - The Atlantic


Jacoby & Meyers | Dangerous Drugs | Tamiflu


Japan bans Tamiflu for teenagers | New Scientist


Oseltamivir | Memorial Sloan Kettering Cancer Center

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 13.4.2020 kl. 14:09

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessi vírus er svo nýtilkominn að eðlilega hafa engin lyf verið þróuð gegn honum - sem slíkum.  Það heyrist samt fátt um að notuð hafi verið lyf gegn afleiddum og þekktum einkennum af völdum vírussins.  Svo sem Tamiflu eins og Þorsteinn bendir á.

Kolbrún Hilmars, 13.4.2020 kl. 16:55

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Yfirlæknir Landspítalans er væntanlega enginn aukvisi og frásögn hans virðist sannfærandi, sem er:

- Það kom upp skæður vírus

- Það voru vísbendingar um lyf sem virkaði

- Yfirlæknir biður um aðgengi að þessu lyfi

- Því var hafnað því það vantaði að fylla út reitinn "einhver á Íslandi er í öndunarvél"

- Svo loksins endar einhver í öndunarvél

- Beiðni samþykkt, en forsjálnin að engu orðin því aðgengið orðið töluvert verra

Til hvers að hafa yfirlækni sem sýnir forsjálni þegar það er til eyðublað?

Geir Ágústsson, 13.4.2020 kl. 17:15

6 identicon

- Það kom upp skæður vírus

- Það voru veikar vísbendingar um lyf sem gætu kannski virkaði

- Yfirlæknir biður um aðgengi að einu þessara lyfja en virðist ekki kunna að fylla út umsóknina

- Því var hafnað því það vantaði að fylla út reitinn "einhver á Íslandi er í öndunarvél"

- Svo loksins bætist við sjúklinga í öndunarvél, en svo til ætíð er einhver í öndunarvél. Ekki var skortur á sjúklingum í öndunarvélum þannig að það tafði ekkert.

- Yfirlæknir fyllir út umsóknina rétt

- Beiðni samþykkt, en forsjálnin að engu orðin því aðgengið orðið töluvert verra

- Yfirlæknir kvartar yfir skrifræðinu og hafnar egin mistökum og klúðri

Til hvers að hafa yfirlækni sem kann ekki að fylla út einfaldar umsóknir og tefur mál með fljótfærni og röngum vinnubrögðum? En hvers vegna ekki að kenna skrifræði um að fólk með yfir í titlinum skuli ekki hafa óheft aðgengi að almannafé?

Vagn (IP-tala skráð) 13.4.2020 kl. 18:23

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Skrifræðið þvældist fyrir. Það er augljóst hafi menn fyrir því að lesa fréttina. Staðhæfingar um að læknirinn hafi fyllt umsókn rangt út eru bara þvaður, úr lausu lofti gripið, bersýnilega til að reyna að verja skrifræðið.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.4.2020 kl. 18:59

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Fréttin var skýr hvað þetta varðar: Það þurfti að bíða eftir fyrsta COVID-19 sjúklingnum í öndunarvél til að fá leyfið og tjékka í seinasta boxið ef svo má segja. Og þá var það eiginlega orðið of seint fyrir fyrstu sjúklingana.

Þar með er ekki sagt að það megi ekki flytja inn allskyns lyf í tilraunaskyni. Það er oft gert. En hversu oft flækjast eyðublöðin fyrir læknamati - mati manna sem lesa rannsóknir og fræðigreinar og vilja prófa eitthvað á sjúklingum sínum?

Svo er auðvitað hitt rétt að á meðan heilbrigðiskerfið er meira og minna ríkiseinokunarbatterí þá ræður það ýmsu og ber fyrir sig skynsamlegri eyðslu á nauðungargjöldum á almenning: Niðurgreiðir lungnaþembulyf stórreykingafólksins en neitar yfirlækni um svolítinn lyfjaskammt til að bregðast við heimsfaraldri.

Geir Ágústsson, 13.4.2020 kl. 20:56

9 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Geir,

Í síðasta svínaflensu-faraldri hér á landi þá notuðu þeir Tamiflu, nú og það er vitað að svo að segja allir er taka þetta lyf enda fyrr eða síðar í öndunarvél. Fyrir og eftir svínaflensu-faraldurinn var keypt þó nokkuð mikið af Tamiflu hérna, og það kæmi mér alls ekki á óvart, að heilbrigðisyfirvöld væru að nota þetta Tamiflu eiturefna- drasl í dag gegn Covid 19. En þetta Tamiflu eiturefna- drasl er þekkt fyrir að valda alvarlegum aukaverkunum og dauðsföllum, en ég hins vegar efast um að heilbrigðisfólk sé nokkuð að benda á þessar alvarlegu aukaverkanir. 

KV.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 13.4.2020 kl. 22:44

10 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það sem á að gera, er að ráða niðurlögum á skifræðinu, og fá menn til að bera ábyrgð á gerðum þeirra.  Að Shi Zhing Li, hafai búið til þennan vírus er staðreynd. Að það verði afglöp, er ekkert nýtt ... errorem, humanum est ... in errore, perservere stultus.  Sögðu rómverjar.  Þessi vírus, fer ekkert ... en það verður að gera menn ábyrga á aflöpum þeirra, og ráða niðurlögum á skrifræði kommúnista, sem eru að rísa upp alls staðar í dag.

Örn Einar Hansen, 14.4.2020 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband