Ríkisfé í arðbærar framkvæmdir en hvað með þær óarðbæru?

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur ákveðið að auka við hluta­fé í Isa­via ohf. um 4 millj­arða króna. Ákvörðunin er í sam­ræmi við aðgerðir stjórn­valda við að auka við fjár­fest­ing­ar til að vinna gegn sam­drætti í hag­kerf­inu með arðbær­um fjár­fest­ing­um.

Gott og vel.

En hvað með fjárfestingar í óarðbærum fjárfestingum? Má ekki færa eitthvað af því fé í arðbærar fjárfestingar, gefið að það sé hægt að treysta Excel-líkönum hins opinbera til að ákvarða hvað sé arðbært og hvað ekki?

Það mætti t.d. hætta við að friðlýsa hálendið, blanda plöntuolíum í jarðefnaeldsneyti, leggja niður nefndir, draga ríkisvaldið út úr ýmsum taprekstri (RÚV, Íbúðarlánasjóður, landbúnaðarstyrkir og fleira slíkt) og einkavæða að hluta eða heild eitthvað.

Þá losnar um fé sem má nýta til að fjármagna tímabundnar skattalækkanir vírus-tímanna að eilífu, hægja á skuldasöfnun vírus-tímanna eða hreinlega lækka skatta almennt.

Ef það á að hjálpa hagkerfinu að fjármagna arðbærar fjárfestingar þá hlýtur líka að felast hjálp í að hætta fjármögnun á þeim óarðbæru.


mbl.is Setja fjóra milljarða í Isavia og flýta framkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er ekki viss um að það skipti neinu máli hvort fé er sett í fjárfestingar sem eru arðbærar eða óarðbærar að mati stjórnmálamanna. Reynslan er sú að skilningur þeirra á því hvað er arðbært fer alfarið eftir því hvað er pólitískt hentugt. Þegar stjórnmálamaður segir að fjárfesting sé arðbær er sú staðhæfing yfirleitt algerlega merkingarlaus.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.4.2020 kl. 16:52

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ah enn! Eins og hendi er veifað er amk einu gæluverkefni amk frestað!

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/04/07/frestar_frumvarpi_um_halendisthjodgard_til_haustsin/

Geir Ágústsson, 7.4.2020 kl. 17:06

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála ofanrituðum að arðbærni þarna er merkingarlaust hjál. Arður er ekki alfarið mældur í peningum. 

Farið hefur fé betra en þessi lýðskrumsídea um hálendisþjóðgarð. Það er nokkuð sem engin leið er að segja að sé arðbært, hvert svo sem viðmiðið er. Pólitískur hégómi og lýðskrum mun vonandi minnka þegar harðnar í dalnum. Kannski eina silfurbryddingin í þessu öllu.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2020 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband