Fríðindi, forréttindi og misnotkun

Segjum að þér stæðu tveir valkostir í boði:

  • Að fá 100 þúsund fyrir að gera ekkert
  • Að fá 100 þúsund fyrir að vinna fulla vinnuviku

Hvorn kostinn velur þú? 

Væntanlega þann að fá peninga fyrir að gera ekkert.

Margt í kringum okkur kitlar svipaðar taugar. Það var t.d. tekið eftir því að fjöldi öryrkja á Íslandi jókst hröðum skrefum eftir að ástand atvinnuleysis komst á eftir bankahrunið 2008.

Víða bendir tölfræði til þess að atvinnuleysi margra endi á undraverðan hátt örfáum vikum áður en atvinnuleysisbætur hætta að greiðast.

Það er ekki hægt að benda á illan ásetning, glæpsamlegar hneigðir eða siðleysi. Spurningin er einfaldlega hvort þú viljir fá peninga fyrir að gera ekkert eða hvort þú viljir vinna fyrir þeim peningum. Þetta er spurning um hvata. 

Einu sinni þótti fylgja því ákveðin skömm að þiggja aðstoð nema þurfa mjög mikið á henni að halda. Mörg trúfélög boða að menn eigi að standa á eigin fótum ef þeir geta og þiggja ekki aðstoð nema í neyð. En hvað segja fulltrúar velferðarkerfisins okkur? Að menn eigi rétt á hinu og þessu, ekki satt? Að menn séu ekki að biðja um aðstoð heldur sækja réttindi sín? 

Hvað afleiðingar hefur það fyrir þá sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda að menn sem þurfa ekki aðstoð sæki í sama sjóð? Jú, að sjóðurinn grynnkar og aðstoðin þynnist.

Ef menn vilja opinbert velferðarkerfi hljóta menn að vilja að sem fæstir sæki í það. Er það ekki einfalt reikningsdæmi?


mbl.is Þóttist vera fótbrotinn til að fá betra sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jú, það er einfalt reikningsdæmi Geir. En það eru því miður margir sem kunna ekki reikning.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.1.2020 kl. 20:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Af hverju berjast samtök öryrkja ekki fyrir strangari kröfum um örorkumat?

Þetta er einlæg spurning því ég skil það ekki. Það er ekkert unnið með því að vinnufærir kallist öryrkjar.

Geir Ágústsson, 22.1.2020 kl. 20:47

3 identicon

Þó svo að ég sé sammála í grundvallaratriðum þá er þetta vandmeðfarið. Örorkumat er ekki nógu strangt ef margir fara á örorku sem í raun eru vinnufærir en það er of strangt ef það vísar frá einstaklingum sem í raun og veru eru óvinnufærir af líkamlegum eða andlegum orsökum.  Ég held að það sé erfitt að finna nákvæmlega réttu uppskriftina að mati og fyrir lækninn sem metur er þetta ekki alltaf augljóst. Spurningin hvort er verra að vinnufær fái bætur eða óvinnufærum er vísað frá? 

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.1.2020 kl. 08:45

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Stefán,

Já, ég veit vel að þetta er vandmeðfarið. Kannski hluti af lausninni sé að hætta að tala um sjálfsögð réttindi og leggja áherslu á að örorkubætur eru kostnaður sem leggst á alla í kringum þig sem greiða skatta. Nú veit ég samt um mann sem vinnur með höndunum en missti hluta framan af fingri. Hans örorkumat endurspeglar engan veginn þá skertu starfsgetu sem hann verður fyrir í nákvæmlega sínu starfi. Maður í öðru starfi gæti kannski haldið upp 100% afköstum með nákvæmlega sama mein.

Kirkjur og önnur samtök sem veita frjálsum framlögum til að aðstoða meðlimi geta mismunanað, ef svo má segja, og almennt er illa séð að menn séu þar að þiggja aðstoð af ástæðulausu. Þess vegna gengur slíkum samtökum yfirleitt betur að hjálpa fólki - að veita því alla hugsanlega hvata til að gera það allrabesta í stöðunni, og aðstoða á meðan á því ferli stendur.

Það er samt allt í lagi að hnippa í unga manninn í næsta húsi sem getur spilað tölvuleiki allan daginn en þykist ekki geta unnið. Það eru meira að segja dæmi um formann stjórnmálaflokka sem á í engum vandræðum með að mæta í þingstörfin og alla umræðuþættina eftir að hafa þegið bætur einhver ár á undan. Þar er eitthvað sem ég einfaldlega skil ekki og játa það alveg. Tel samt ekki vera um neinn illan ásetning að ræða heldur frekar að hvatarnir hafi verið þannig skrúfaðir saman að þetta var raunin.

Geir Ágústsson, 23.1.2020 kl. 09:44

5 identicon

Ástæðan fyrir því að margir fara á örorku eftir að réttur til atvinnuleysisbóta rennur út er í flestum tilfellum ekki sú að þeir kjósi frekar að vera á bótum en að vinna.

Ástæðan er miklu frekar sú að þeir fá ekki vinnu en þurfa tekjur. Þetta á einkum við um eldra fólk. Áralangt atvinnuleysi getur einnig leitt til eða stuðlað að örorku.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.1.2020 kl. 14:53

6 identicon

Svo eru allir þeir sem ráðnir eru án auglýsinga hjá Reykjavíkurborg - Þurfa þeir nokkuð að mæta -fá þeir ekki bara send launin

 Mannauðsdeild Reykjavíkurborgar

Nýráðningaferill (I)

Þegar ráða á einstakling án auglýsinga er keyrður nýráðningarferill.

Farið er í aðgerð Starfsmenn - breyta-> PA40 (Starfsmannaferlar)

Borgari (IP-tala skráð) 24.1.2020 kl. 15:55

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Borgari,

Gætir þú ekki komið skjámyndum af svona löguðu áleiðis á blaðamann sem gætir trúnaðar? Þú ert að benda á nokkuð sem mætti hæglega kalla spillingu.

Geir Ágústsson, 24.1.2020 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband