Laugardagur, 11. janúar 2020
Sól- og vindorka: Áhugamál ríkra þjóða
Í afskaplega fróðlegri grein Matt Ridley á The Spectator um framlag vind- og sólarorku til orkuframleiðslu heimsins kemur mjög margt áhugavert fram.
Fyrirsögnin ein og sér hristir sennilega upp í mörgum:
Wind turbines are neither clean nor green and they provide zero global energy
We urgently need to stop the ecological posturing and invest in gas and nuclear
Í greininni er meðal annars sagt:
"Their trick is to hide behind the statement that close to 14 per cent of the worlds energy is renewable, with the implication that this is wind and solar. In fact the vast majority three quarters is biomass (mainly wood), and a very large part of that is traditional biomass; sticks and logs and dung burned by the poor in their homes to cook with. Those people need that energy, but they pay a big price in health problems caused by smoke inhalation."
"Now if we are to build 350,000 wind turbines a year (or a smaller number of bigger ones), just to keep up with increasing energy demand, that will require 50 million tonnes of coal a year. Thats about half the EUs hard coalmining output."
"The truth is, if you want to power civilisation with fewer greenhouse gas emissions, then you should focus on shifting power generation, heat and transport to natural gas, the economically recoverable reserves of which thanks to horizontal drilling and hydraulic fracturing are much more abundant than we dreamed they ever could be."
Eftir að hafa lesið greinina stendur eftirfarandi upp úr:
- Vindmyllur og sólarorka eru áhugamál ríkra þjóða og kostar þær stórfé án þess að ná tilætluðum markmiðum.
- Áreiðanlegir orkugjafar (vatnsföll, kjarnorka, bruni á tré og kolum, olía og gas) sjá okkur fyrir orkunni í raun og veru og svo mun áfram verða.
- Vindmylla er alls ekki jafnumhverfisvæn og margir telja þegar það er tekið með í reikninginn að það þarf að framleiða hana og setja upp. Hún birtist ekki bara og byrjaði að dæla í okkur ókeypis rafmagni.
Greinar eins og þessar eru alltof sjaldgæfar. Margir, og sérstaklega skólabörn sem eru fóðruð með vitleysu, lifa hreinlega í öðrum veruleika en raunveruleikanum. Því miður.
Það er allt í lagi að setja sér einhver markmið, hvort sem það er að draga úr losum CO2 (óþarfi að vísu en á óskalista margra engu að síður), eiturögnum í loftinu, losun á sorpi í sjóinn og þess háttar, en er ekki lágmark að skattgreiðendur fái árangur fyrir skattheimtuna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Facebook
Athugasemdir
Það er ágætt að menn séu gagnrýnir á hin almennu viðhorf, og Ridley vísigreifi er ólatur við það. En það er verra þegar gagnrýnin byggir á röngum staðhæfingum. Dæmi: Ridley fullyrðir að vindmyllur hafi neikvæð umhverfisáhrif meðal annars vegna notkunar á sjaldgæfum jarðefnum í seglana. En staðreyndin er að í dag eru slík efni nánast alls ekkert notuð í vindmyllur.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.1.2020 kl. 14:59
Eftir að hafa lesið greinina stendur eftirfarandi upp úr: Þetta er eitthvað sem Geir mundi kokgleypa hrátt.
Vagn (IP-tala skráð) 11.1.2020 kl. 16:59
Það geta fleiri kokgleypt en Greta Thunberg.
Geir Ágústsson, 11.1.2020 kl. 18:09
Venjulegt fólk býr við það að hlutir "birtast bara." Maturinn, eldsneytið, rafmagnið... stundum líka peningarnir.
Venjulegt fólk veit ekki hve litla orku vindmilla býr til miðað við verð. Þjóðverjar hafa komist að því. Þeir þurfa að búa við að rafmargn þar kostar allt að þrefalt meira en annarsstaðar. Því vindmillan er dýr miðað við output.
Þjóðverjinn hefu fyrir löngu komist að því að vinmilla er raun-orkunotandi. Þegar allt er talið saman.
Það sem þeir þurfa er kjarnorka. En venjulegt fólk er logandi hrætt við slíkt. Því venjulegt fólk veit ekkert í sinn haus.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.1.2020 kl. 18:43
Og vegna þess að einhverfur krakki gerir það þá mátt þú, verkfræðingur að nálgast miðjan aldur, gera það. Margir setja sér markið hærra og temja sér gagnrýna hugsun. Datt þér aldrei í hug að gera það?
Vagn (IP-tala skráð) 11.1.2020 kl. 19:25
Því má bæta við að sólarsellur eru langt frá því að borga sjálfar sig a líftímanum og eru því orkubruðl í stað sparnaðar. Esb tók þá stefnu fyrir einhverjum að borga fólki fyrir að setja upp sólarsellur og niðurgreiða rafmagnið úr þeim til að hvetja til notkun þessarar "sjalfbæru orku" þeir gáfust fljótlega upp þegar ljóst var að þeir myndu setja sig á hausinn á 20 árum með prójektinu. Svo jarðbundnir og lógískir eru nú þjóðverjar þegur að kemur að pólitískri rétthugsun.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2020 kl. 20:48
Vagn,
Nú kokgleypti ég ekkert en það var gaman að lesa aðeins aðra nálgun en þá hefðbundnu.
Geir Ágústsson, 11.1.2020 kl. 21:35
Menn eiga helzt ekki að kokgleypa, nema þeir séu bóbó, eða stelpur.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 00:59
Segir þú, en utanfrá séð eeee...vonum við að ekki standi í þér. Hóstaðu bara þegar þvælan og vitleysan verður of mikil fyrir þig. Þú verður langt frá því að vera sá fyrsti.
Þorsteinn, er hægt að leggjast lægra?.....án þess að vera felukokgleypir!!! Þurrkaðu nú af þér varalitinn og segðu okkur annan.
Vagn (IP-tala skráð) 12.1.2020 kl. 01:22
Aðeins varðandi greinina:
- Matt Ridley segir margt og þylur upp margar tölur ("Such numbers are not hard to find, but they don’t figure prominently in reports on energy derived from the unreliables lobby") en hann snerti lítið á hráefnisþorsta batterísiðnaðarins, því miður. Þar er um skelfilegan harmleika að ræða. Ég sá skilti í gær á rafmagnsknúnum strætó. Batteríð vó 3000 kg.
- Í öllum reikniknúnstum um losun þetta og nýtni hitt er mjög sjaldan reiknað með kostnaði í hráefnum og orku við framleiðslu á græjunum. Matt Ridley tekur þetta vel fyrir með vindmyllurnar en rafmagnsbílarnir liggja líka vel við höggi. Kannski það sé samt efni í aðra grein fyrir hann.
- Því miður dregur Matt Ridley línuna við gas en olía er líka mikil framför miðað við bruna á prikum og dýrasaur innandyra. Með aðgengilegri olíu er hægt að reisa öflugar rafmagnsstöðvar á víð og dreif og rafvæða hús og losna við innandyrabrunann sem drepur fleiri en flestir sjúkdómar. Olía er líka, ásamt gasi, góður valkostur við kol sem fæstir kunna að brenna án þess að pipra nágrennið í svörtu ryki
Matt Ridley er auðvitað einsmannsher að berjast við ofurefli grænu hagsmunanna en gott hjá honum samt.
Geir Ágústsson, 12.1.2020 kl. 12:22
Ridley er ekki trúverðugur vegna þess að ekki þar annað en að taka af handahófi einhverja staðhæfingu hans og kanna málið til að komast að því að hún er röng.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 13:58
Einhver hlýtur að hafa tætt þessa grein í sig, málsgrein fyrir málsgrein. Hin ögrandi fyrirsögn býður upp á það. Hver?
Geir Ágústsson, 12.1.2020 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.