Móteitur við hamfaraótta

Blaðamenn, stjórnmálamenn og aðrir hópar gáfaðra einstaklinga sem vilja hlutast til um líferni hins sauðsvarta almúga boða nánast daglega nýjar hamfarir. Hamfarirnar verða líka sífellt langsóttari, svo sem að örlítill vöxtur á einni lofttegund í andrúmsloftinu geti nú kveikt skógarelda í Ástralíu umfram það sem hefði annars brunnið.

Það er því gott að geta gripið í móteitur við hamfarasýkinni, t.d. að lesa reglulega greinar á HumanProgress.org.

Nú er auðvitað ekki hægt að neita því að margt neikvætt á sér stað í heiminum en þegar á heildina er litið er flest að mjakast í rétta átt. Það ætti að gefa gott tilefni til bjartsýni.

Í stað þess að senda skólakrakka hrædda heim á að hvetja þá til að líta á vandamál heimsins sem áskoranir sem má leysa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband