8 farnir, bara 290 eftir

Nýtt skipurit Seðlabanka Íslands var kynnt í gær og tilkynnt að átta starfsmenn muni hverfa frá bankanum við breytingarnar.

Þá vantar bara að 290 í viðbót fari og þá er hægt að leggja Seðlabanka Íslands niður.

Nú veit ég vel að SÍ sinnir mörgum hlutverkum og fleiri í dag en fyrir áramót en eitt hlutverk hans er að gefa út peninga. Af hverju er íslenska ríkið að gefa út peninga? 

Til að tryggja stöðugt verðlag?

Til að halda aftur af verðbólgu?

Til að styrkja útflutning á kostnað innflutnings?

Til að tryggja stöðugleika?

Til að gefa ríkisvaldinu hagstjórnartæki?

Til að tryggja rétt verðlag á lánsfé?

Til að halda bönkunum í skefjum? Eða til að efla þá á kostnað innlánseigenda og skuldara?

Til að tryggja lánsfé? Eða til að koma í veg fyrir of mikla skuldsetningu?

Allt á þetta við, eftir aðstæðum. 

En af hverju er íslenska ríkið svona upptekið af verðlagi á peningum, framleiðslu þeirra og dreifingu í innlán og útlán?

Ástæðurnar eru ekki:

  • Að annars yrðu engir peningar í umferð
  • Að enginn gæti sparað
  • Að enginn gæti lánað
  • Að vextir yrðu ekki ákveðnir

Þetta verður opin spurning í bili en vonandi umhugsunarefni fyrir einhverja lesendur.


mbl.is Lykilfólk hverfur frá Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Það væri vissulega áhugavert ef Ríkið hætti með peninga, og við notuðum bara þá peninga sem okkur dytti í hug: dollar, Bitcoin eða gull.

Sérstaklega gæti verið sniðugt að nota bitcoin, því það gerir svarta markaðinn rafrænan.

Í grunninn held ég þetta snúist um völd, ekki peninga per se.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.1.2020 kl. 21:51

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að já, völd skipti miklu máli (í Bandaríkjunum voru núverandi lög um seðlabanka meira og minna skrifuð á leynilegum fundi helstu bankamanna) en svo er búið að glepja margar kynslóðir hagfræðinga til að halda að þarna þurfi ríkisvaldið að spila hlutverk. Þeir sjá svo um að glepja almenning og stjórnmálamenn.

Geir Ágústsson, 10.1.2020 kl. 07:51

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Bandaríkjamenn eru ca þúsund sinnum fleiri en Íslendingar.

´´Give or take a few´´.

 Fróðlegt væri að vita hvort að sem nemur nálægt landsmönnum öllum á Íslandi stimpli sig þar til vinnu á degi hverjum.

 Hvað er annars svona merkilegt við það, þó opinberir starfsmenn séu látnir fjúka eða ráðnir í hina og þessa vinnuna? Þetta á sér stað um allt hið almenna hagkerfi á degi hverjum, án þess að teljast fjölmiðlamatur. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.1.2020 kl. 18:33

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

...stimpli sig þar til vinnu hjá þarlenda sðlabankanum, átti þetta að vera.

Halldór Egill Guðnason, 10.1.2020 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband