Fleira sem mætti banna

Áróður er nú rekinn fyrir því að banna flugelda. Ástæðurnar eru nokkrar:

  • Mengun
  • Peningasóun
  • Hávaði

En af hverju að láta staðar numið við flugelda? Listinn yfir hluti og iðju sem mengar, veitir skammtímagleði og myndar hávaða er mjög langur. 

Til dæmis mætti banna svifryk. Þetta þýðir auðvitað ekki að sveitarfélög þrífi götur sínar til að losna við það heldur banna uppsprettu þess: Bíldekk. Fólk getur bara labbað eða rennt sér á hjólabrettum.

Svo mætti banna partý í heimahúsum. Þau eru hávaðasöm.

Einnig mætti banna hverskyns hávaðasamar framkvæmdir. Það er hægt að reisa tréhús og leggja malarvegi á hljóðlausan hátt.

Í leiðinni mætti banna fjáröflun. Allt sem þarf að reka gæti verið rekið fyrir skattfé þar sem fé er mengunar- og hávaðalaust millifært frá launareikningum og yfir í ríkissjóð.

Það er sennilega til mikils að vinna að lækka desíbilin í 6 klukkutíma á ári til að koma björgunarsveitunum á fjárlög og sjálfboðaliðum þeirra á lista yfir ríkisstarfsmenn og eyða hinni tímabundnu mengun og tilheyrandi látum. Hljóðlát og ríkisrekin tilvera er lokatakmarkið og engin vandi að koma á slíku ástandi, með boðum og bönnum.


mbl.is Afstaða til flugelda neikvæðari en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband