Borið saman við hvað?

Við höfum val.

Við getum valið að láta blekkja okkur.

Við getum valið að láta hræða okkur.

Við getum valið að láta siða okkur til þótt við höfum ekki gert neitt af okkur.

Nú eru þeir til sem telja að íslenskir jöklar séu að bráðna meira en hæfilegt er að það sé mannkyninu að kenna.

70891090_2627073827323651_6287323708885303296_n

Myndir af jöklum eru bornar saman og niðurstaðan dregin fram: Sjáðu! Jöklarnir bráðna og eina hugsanlega ástæðan er notkun mannkyns á hagkvæmu eldsneyti!

Þó blasir við að ef menn velja myndir á annan hátt þá sést engin sérstök bráðnun. Til að mynda er jökullinn Ok álíka lítill árið 1960 og hann er í dag (sjá myndina, tekin héðan). Síðan tók við svolítið kuldaskeið og hann stækkaði. Þá tók við svolítil hlýnun og hann bráðnaði aftur. 

Hamfarir? Nei. Bara náttúrulegar sveiflur sem taka rúmlega mannsaldur að eiga sér stað, sem um leið er nógu lengi til að enginn muni neitt.

Ég vel að láta ekki hræða mig. Gildir þá einu hvort um er að ræða stjórnmálamenn, trúboða eða fréttamenn. Auðvitað er margt hræðilegt í gangi í heiminum, svo sem barnaþrælkun í kóbolt-námum Afríku til að útvega hráefni í batterí Vesturlandabúa, eilíft stríðsástand í Miðausturlöndum, eldflaugasmíði í Norður-Kóreu og spenna í samskiptum Vesturlanda og Rússa. Það er samt óþarfi að missa svefn yfir því og tapa um leið heilsu sinni. Betra er að halda sínu striki og leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn, einn dag í einu.


mbl.is Sekúndubrot að klúðra málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það hafi farið framhjá fáum sem hafa sett meira en 5 mín í að skoða þessi mál að þetta er allt saman tilbúin atburðarás.

Það versta er að þingheimar, fjölmiðlar og skólar taka þátt í þessu rugli, þeir fyrstu til að ná meiri pening af almenningi í formi skatta til að eyða í gæluverkefni fyrir vini og vandamenn, þeir næstu til að hafa eitthvað "hræðilegt" að fjalla um til að ná meiri sölu og þeir seinustu eru að hræða líftóruna úr börnum til að komast undan því að vinna vinnuna sína með því að leyfa frí ef farið er að mótmæla.

Halldór (IP-tala skráð) 5.12.2019 kl. 14:18

2 identicon

Þarna var listamður á ferð, þeir eru að sjálfsögðu sérfræðingar og þar mun fremri en aðrir sbr. Andri Snær.

Gunnar (IP-tala skráð) 5.12.2019 kl. 14:52

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ástæðan fyrir því að þetta er kallað heimshlýnun (global warming) er nákvæmlega sú að það er það sem það er. Ekki Íslandshlýnun Geir.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.12.2019 kl. 17:20

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Var ekki búið að breyta hamförunum í "climate change", sem sagt allar breytingar í átt til hlýnunar og kólnunar? Eða er þetta aftur orðið "global warming"?

Geir Ágústsson, 6.12.2019 kl. 10:13

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Punkturinn er sá, að það er verið að tala um breytingar á heimsvísu, ekki bara á Íslandi Geir. Það hvaða orð eru notuð nákvæmlega er aukaatriði.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.12.2019 kl. 12:04

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ljósmyndari nokkur tók myndir af nokkrum jöklum á Íslandi árið 1999 og bar saman við nýlegri myndir og segir nú að mannkynið sé búið að eyðileggja eitthvað.

Á sama tíma stendur hitamælir við Stórhöfða, fjarri öllu malbiki, byggingum og öðru sem truflar viðkvæma hitamæla, og segir að hitastigið í dag sé það sama og árið 1960, en að svolítil kólnun hafi verið í gangi þess á milli. Tvær ljósmyndir af jöklinum Ok segja sömu sögu. Á sama tíma rýkur CO2 styrkleikinn í andrúmsloftinu upp og hefur að því er virðist engin áhrif á neitt.

Það má vel vera að menn séu að tala um eitthvað á heimsvísu en sumir eru að tala um eitthvað á Íslandi. Má þá hunsa slíkt þótt dagblað slái upp stórri fyrirsögn um hugrenningar ljósmyndara?

Geir Ágústsson, 6.12.2019 kl. 12:34

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hver telur þú að skýringin sé á þeirri rýrnun jöklanna sem hefur átt sér stað frá aldamótum? Kólnun?

Þorsteinn Siglaugsson, 6.12.2019 kl. 20:30

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Hlýnun frá aldamótum eftir kólnun frá 1960.

Geir Ágústsson, 6.12.2019 kl. 20:31

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er rétta spurningin:  "Borið saman við hvað?"  Mannsaldur eða tveir skipta ósköp litlu máli í stóra samhenginu.

Kolbrún Hilmars, 7.12.2019 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband