Kjósendur og hvatar

Stjórnmálamenn eru í vanda staddir.

Hafir þeir sínar eigin hugsjónir og samfélagssýn er hætt við að kjósendur hafni þeim sem einhvers konar róttæklingum eða draumóramönnum. Ef þeir breyta of oft um stefnu og aðlaga stefnu sína að skoðanakönnunum er hætt við að þeir verði óaðgreinanlegir frá öðrum stjórnmálamönnum.

Það sem virðist virka best er að taka þátt í loforðakapphlaupinu og helst lofa miklu meira en næsti stjórnmálamaður. Og þá skiptir miklu máli að vera góður ræðumaður. Það skiptir mestu máli til að skera sig úr.

Til að geta lofað öllu fögru þarf að afneita öllum niðurstöðum þeirra sem rannsaka hegðun og atferli manna, hvort sem fagið heitir félagsfræði, hagfræði eða sálfræði. Í staðinn skal öll trúin sett á Excel-skjölin: Ef skattur er hækkaður um 5% aukast skattheimtur um 5%. Enginn mun hafa vit á því að forða eigum sínum frá aukinni skattheimtu. Slíkir hvatar eru bara dýrslegar hvatir sem mannfólkið ber ekki í brjósti. Og ef stjórnmálamaður vill banna gashylkin sem fólk notar í rjómaspraututækin sín þá er hægt að gera það afleiðingalaust. Unglingar hætta einfaldlega að sækja í vímuna og enginn annar valkostur tekur við. 

Stjórnmálamaður þarf því að vera góður ræðumaður og einblína á reikniformúlur Excel.

Kjósendur falla fyrir þessu, því miður.


mbl.is Pútín sýnir „mjúku hliðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband