Geisp

Enn einu sinni er gefin út skýrsla sem boðar hamfarir af því að mannkynið er að auka aðeins við magn koltvísýrings í andrúmsloftinu. 

Er þetta ekki orðið svolítið þreytt?

Það hefur engum tekist að sýna fram á að svolítil aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu hafi áhrif á hitastig lofthjúpsins. Reiknikúnstir líkana eru ekki sönnunargögn því ef svo væri þá væri hægt að gefa út áreiðanlega veðurspá fyrir morgundaginn, en sú er ekki raunin í dag. 

Vissulega er koltvísýringur svokölluð gróðurhúsalofttegund en það er vatnsgufa líka og það er töluvert meira af henni í andrúmsloftinu en koltvísýringi. Koltvísýringur skiptir raunar engu máli fyrir loftslagið. Hann skiptir miklu meira máli fyrir lífríkið: Því meira af honum, því betra, enda hefur Jörðin verið að grænka mikið undanfarin ár.

Í stað þess að tala endalaust um hitastig og loftslag og losun á koltvísýringi ættum við að tala um mengun! Við þurfum að hjálpa Kínverjum, Indverjum og Pólverjum að hreinsa ryk og sót úr útblæstri kolavera sinna. Við þurfum að stuðla að því að sem flestir hafi aðgang að ódýrri og áreiðanlegri orku, sem yfirleitt er heppilegast að afla með brennslu á olíu og gasi. Við þurfum að breiða út góðar aðferðir til að farga rusli áður en það fer út í hafið við strendur vanþróaðra ríkja. 

Mengun, kæra fólk, er vandamál víða um heiminn en ekki svolítil aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu.


mbl.is Magn gróðurhúsalofttegunda aldrei meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Raunvísindin ganga nú reyndar út á það Geir að draga ályktanir um hið almenna af hinu einstaka. En þau eru kannski bara tómt bull og þvaður?

Þorsteinn Siglaugsson, 25.11.2019 kl. 13:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við gamlingjar höfum ekki undan að geispa golunni,þannig að hamfara vísindamenn megi róast og snúa sér að skynsömum aðgerðum sem Geir nefnir hér. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.11.2019 kl. 14:12

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Auðvitað eru margir að stunda vísindi og reyna að læra eitthvað um samspil hins og þessa og spá fyrir um framtíðina. En þetta er allt á tilraunastigi og það hefur ekki tekist að búa til eina einustu spá. En sumt geta menn ályktað með sæmilegri vissu, t.d. að það eru gróðurhúsaáhrif af sumum lofttegundum, að það er margt sem hefur áhrif á loftslag Jarðar og að það er erfitt að setja upp líkan og því þörf á frekari rannsóknum.

Geir Ágústsson, 25.11.2019 kl. 15:11

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afneitun sólvísinda er skaðlegri en afneitun veðurfars af mannavöldum.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2019 kl. 21:21

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, og hvað þá afneitun hitaveitunnar Guðmundur embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 26.11.2019 kl. 10:18

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er að ég held enginn að afneita neinu. Menn eru að leika sér með kenningar og ræða áhrif hins og þessa á gríðarlega flókið, ólínulegt, dýnamískt kerfi sem ekkert tölvulíkan hefur náð að herma eftir.

Ofan í þessa umræða stinga svo stjórnmálamennirnir hendinni og týna upp það sem þeim hentar til að smíða ný reglu- og skattakerfi. Og vísindamönnunum er sagt að halda kjafti eða framleiða efni til að styðja við röksemdarfærslu stjórnmálamannanna.

Geir Ágústsson, 26.11.2019 kl. 12:54

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hér sitjum við og höldum að við ráðum einhverju um það hvernig alheimurinn hagar sér.  Nær væri að skattleggja hann en þá sem eiga allt undir því að hann verði til friðs.  Ísaldir og grjótkast af himnum ofan hafa útrýmt lífi og tegundum í milljarða ára - okkar sort er bara rétt nýkomin.  Svo ekki sé nú minnst á öll ósköpin undir fótum okkar...

Kolbrún Hilmars, 26.11.2019 kl. 13:40

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvers vegna þú ert að halda þessu fram Geir, því ég held að þú sért skynsamur maður. 

Þú hafnar því að vísindamenn geti spáð fyrir um áhrif losunar CO2 á andrúmsloftið og rökin eru þau að þeim takist ekki að gera áreiðanlegar veðurspár fyrir morgundaginn.

Mér finnst þessi röksemdafærsla sambærileg því að halda því fram að ekkert mark eigi að taka á hagfræðingum sem spá fyrir um samdrátt í efnahagslífi, til dæmis vegna hnignunar í mikilvægri atvinnugrein, með þeim rökum að þeir geti ekki spáð fyrir um landsframleiðsluna nákvæmlega upp á dag út vikuna.

Ég skil vissulega áhyggjur manna af því að brugðst verði við loftslagsbreytingum með sífellt meiri opinberum afskiptum. En svarið er ekki að stinga höfðinu í sandinn.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.11.2019 kl. 22:03

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég þurfti að nota sporvagna í Frankfurt í síðustu viku 4 daga í röð. Bremsurykmökkurinn og óloftið þar er slíkt að öll vit fyllast af skít og ég var hóstandi upp drullu meira og minna allan tímann.

Stjórnvöld þar eru hinsvegar mjög upptekin að "bjarga" heiminum með því að reisa vindmillur og láta framleiða batterí og sólarsellur í Kína. 

Fránleikin er svo yfirþyrmandi að ég spyr mig eftir vistina hvort þjóðverjar séu almennt fávitar.

Svo les maður yfir þessa "röksemdafærslu" Þorsteins Sigurlaugssonar.!

Guðmundur Jónsson, 27.11.2019 kl. 10:00

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er Ísland Kúba norðursins Þorsteinn?

Ragnhildur Kolka, 27.11.2019 kl. 10:19

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kúba norðursins? Hvað áttu við með því Ragnhildur?

Þorsteinn Siglaugsson, 27.11.2019 kl. 11:51

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Vísindamenn eru einfaldlega ósammála um áhrif CO2 á hitastig lofthjúpsins og hefur ekki tekist að sanna þá tilgátu að áhrifin séu mikil - ekki nándar nærri því. Í besta falli hefur tekist að teikna upp hitatölur og CO2-styrkleika og sjá að á stuttum tímabilum virðist vera eitthvað samspil. En ekki einu sinni þar er samstaða, því sumir vísindamenn vilja meina að hlýnun stuðli að losun CO2, en ekki að losun CO2 stuðli að hlýnun.

Vísindamenn þreytast heldur aldrei á að minna á að "correlation does not mean causation", og hér er skopleg leið til að undirstrika þann punkt:

http://tylervigen.com/spurious-correlations

Geir Ágústsson, 27.11.2019 kl. 13:08

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það var sýnt fram á þessi tengsl seint á 19. öld Geir. Það hefur ekkert með samleitni að gera. Það var einfaldlega sýnt fram á tengslin með tilraunum.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.11.2019 kl. 16:50

14 identicon

Á veraldarvefnum er hægt að finna upplýsingar um efnasamsetningu lofthjúps jarðar.  Á stjörnufræðivefnum er grein eftir Sævar Helga Bragason (2010). Lofthjúpur jarðar. http://www.stjornuskodun.is/solkerfid-large/jordin/lofthjupur-jardar  útlistað efnasamsetningin og er hún þar eftirfarandi:

Nitur (N2) 78,084%

Súrefni (O2) 20,946%

Argon (Ar) 0,9340%

Koldíoxíð (CO2) 0,0383%

Neon (Ne) 0,001818%

Helíum (He) 0,000524%

Metan (CH4) 0,0001745%

Krypton (Kr) 0,000114%

Vetni (H2) 0,000055%

Nituroxíð (N2O) 0,00005%

Xenon (Xe) 0,000009%

Óson (O3) 0,000007%

Niturdíoxíð (NO2) 0,000002%

Joð (I) 0,000001%

Kolmónoxíð (CO) <0,000001%

Ammóníak (NH3) ) <0,000001%

Umræðan hefur mikið snúist um CO2 og að magn þess í lofthjúpnum sé gífurlegt en í raun er það aðeins 0,0383%.

Nýyrðið &#132;hamfarahlýnun&#147; fór að birtast hér í fjölmiðlum á þessu ári ef ég man rétt, hnattræn hlýnun þótti víst ekki nógu góð lýsing.  Ætli það verði nokkuð á næstu árum, haldið fram að magn CO2 í lofthjúpnum sé svo mikill að við munum öll kafna?

Jóhannes (IP-tala skráð) 28.11.2019 kl. 00:10

15 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Aðeins að spár hagfræðinga ganga ekki alltaf eftir.

Ragnhildur Kolka, 28.11.2019 kl. 09:28

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það sama má segja um aðra fræði- og vísindamenn Ragnhildur Kolka. Ef þú vilt vera sjálfri þér samkvæm hlýtur þú þá að draga þá ályktun að allar niðurstöður fræði- og vísindamanna séu della. Til hamingju með það.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2019 kl. 09:38

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jóhannes: Hver hefur haldið því fram að magn CO2 í lofthjúpnum sé gífurlegt? Bentu á heimildir þínar fyrir þessari fullyrðingu. Og endilega vitna beint í þann sem hélt þessu fram, ekki einhver youtube vídeó frá afneitunarsinnum þar sem þessu er logið. Takk.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2019 kl. 09:40

18 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú ættir nú að vita að það er munur á raunvísindum og gervivísindum eins og hagfræði Þorsteinn. En jafnvel í raunvísindum er allur sannleikurinn ekki upp á borðinu því þá væri búið að loka heilu háskóladeildunum og loftslagsmálin eru langt frá því að vera *settled science*

Ragnhildur Kolka, 28.11.2019 kl. 14:45

19 identicon

Þorsteinn, mér finnst þú vera gera mér upp skoðanir ef þú ert að kalla mig afneitunarsinna.  Ég tel mig hafa lagt mig fram við að kynna mér báðar hliðarnar á málinu og er samt efins.  Að efast er ekki það sama og að afneita, líkt og hamfarasinnarnir sem afneita að orsök loftlagshlýnunar geti verið önnur en af mannavöldum.  Youtube nota ég nær eingöngu til að hlusta á tónlist og hef aldrei horft á myndskeið frá þessum svokölluðum afneitunarsinnum, heldur ekki myndefni frá hamfarasinnum.

Ég nenni ekki að leita að öllum þeim bókum og blöðum sem ég hef lesið en auðvelt er, fyrir þá sem kunna. að nota leitarvélar internetsins til að leyta að orðanotkuninni gífurleg aukning og í fljótheitum fann ég þessar tvær greinar.

11. febrúar 2007 Grein eftir Eygló Jónsdóttur fjallar um skýrslu Sameinuðu þjóðanna um gróðurhúsaáhrif  //  

12. júlí 2018  Grein eftir Ragnhildi Friðriksdóttur hjá Matís, fjallar um skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Skýrslan, sem telur fyrir sex hundruð blaðsíður af efni frá yfir tvö hundruð höfundum.

Ég trúi því að þú sért fær um að leita sjálfur að frekari sambærilegri orðanotkun.

Kenningar um hitastigsbreytingar af mannavöldum komu reyndar fyrst fram á nítjándu öld og orðið gróðurhúsaáhrif kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1827. Upphafsmaður þessarar skoðunar er franski stærðfræðingurinn Jean-Baptiste Joseph Fourier.

Frá því iðnbyltingin hófts hefur styrkur koldíoxíðs farið úr u.þ.b. 0,028% í um 0,038% en segir það alla söguna?

Sú staðreynd heyrist sjaldan nefnd að koltvísýringur streymir úr iðrum jarðar allan sólarhringinn í gífurlegu magni alla daga ársins.  Lang stæðsti orsakavaldurinn í losun CO2 er náttúran en ekki maðurinn, en það er ekki þar með sagt að menn eigi að nota þessa staðreynd til að leyfa sér að spúa óhindrað ólofti og óþvera út í andrúmsloftið.

Lítið ef nokkuð er rætt um að vatnsgufa í andrúmsloftinu er stór þáttur í hlýnuninni og í því sambandi er hér athyglisverð grein https://www.geocraft.com/WVFossils/greenhouse_data.html 

Ágæt saga segir að Tómas postuli hafi efast og heimtaði að fá að setja fingurinn í sárin til að sannfærast, annars myndi hann alls ekki trúa.  Seint verður hann kallaður afneitunarsinni en efasemdamaður var hann.

Jóhannes (IP-tala skráð) 28.11.2019 kl. 14:50

20 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í athugasemd þinni fullyrðir þú, Jóhannes, að því sé haldið fram að "magn [CO2] í lofthjúpnum sé gífurlegt". En svo leitar þú, samkvæmt síðari athugasemdinni, að orðasambandinu "gífurleg aukning". Gífurlegt magn er vitanlega ekki það sama og gífurleg aukning. Þú veist það, er það ekki?

Og vitanlega er tekið tillit til bæði áhrifa vatnsgufu og áhrifa CO2 sem streymir úr iðrum jarðar þegar áhrifin af útblæstri eru metin. Fyrr mætti nú vera! Eða heldur þú að þeir sem rannsaka þetta efni séu bara einhverjir kjánar?

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2019 kl. 22:29

21 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ragnhildur Kolka. Þér er í sjálfu sér frjálst að kalla hagfræði, og þar með væntanlega öll félagsvísindi, gervivísindi, ef þér líður eitthvað betur með það. En við skulum þá bara í staðinn taka annað dæmi og þá skulum við tala um jarðfræði. Jarðfræði tilheyrir raunvísindum, og er því vonandi ekki gervivísindi í þínum huga:

Ef jarðfræðingur tæki nú upp á því að reikna út að verulegar líkur væru á eldgosi í tiltekinni eldstöð á næstu 60-80 árum, væri þá sú niðurstaða hans bara bull og þvæla, af því að honum reyndist ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um kvikuhræringar í eldstöðinni næstu vikuna?

Það sem þú áttar þig ekki á er að í mörgum tilfellum geta skammtímaspár verið afar örðugar, þótt langtímaspár séu það ekki.

Það verður bara að hafa það.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2019 kl. 23:30

22 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Maður hlýtur að spyrja sig að forsendum langtímaspánna. Í tilviki eldhræringa þá hafa menn langa reynslu með jarðskjálftamæla, líkön, sögulega hegðun og jafnvel bara reynslu, og enn er ekki hægt að segja til um hvenær Katla springur næst. Samt er ekki verið að leggja til að hætta öllum aðgerðum sem gætu kannski og kannski ekki flýtt fyrir slíku gosi, t.d. bora fyrir vatni eða ganga á fjöll.

Í tilviki loftslagslíkana hefur ekki tekist að spá einu né neinu rétt. En samt á að taka markaðshagkerfið í gíslingu og rýra lífskjör hins venjulega borgara töluvert.

Geir Ágústsson, 3.12.2019 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband