Mánudagur, 11. nóvember 2019
Kirsuberjatínsla
Embætti landlæknis tekur undir þá skoðun að vandamál sem tengjast notkun eða ofnotkun ávana- og fíkniefna sé heilbrigðisvandamál en ekki síður félagslegt vandamál.
Gott. Fyrsta rökrétta skrefið er þá að hætta að henda fíklum í grjótið og bjóða þeim upp á meðferð í staðinn.
Næsta skref er að kippa viðskiptum með ólögleg vímuefni og örvandi efni upp á yfirborðið og gera þau lögleg (eins og gildur um koffín, áfengi og tóbak). Þetta á við um framleiðslu, dreifingu, sölu og neyslu.
Embætti landlæknis hefur ekki hagsmuni einstaklinga í huga heldur heilbrigðiskerfisins. Þar vilja menn helst banna, hræða, skattleggja eða gefa út vafasamar ráðleggingar og í skjóli hins fína nafns embættisins er tekið mark á þessu efni.
Það kemur því ekki á óvart að menn mæli gegn fyrirkomulagi Portúgala. Fleiri ungmenni hafa jú byrjað að nota kannabis, er sagt. En hvað hefur dauðsföllum vegna ofskammta fækkað mikið? Hvað er búið að hlífa mörgum ungmennum við dvöl á bak við lás og slá fyrir minniháttar vímuefnavörslu? Hvað hefur lögreglan fengið mikinn tíma til ráðstöfunar til að berjast gegn raunverulegum glæpum? Hvað hefur orðið um neyslu harðari vímuefna? Landlæknisembættið leggur enga áherslu á þessa þætti. Nei, fleiri ungmenni eru byrjuð að nota kannabis! Og hvað með það? Er betra að þeir drekki sig fulla? Hangi í tölvunni allan sólarhringinn?
Landlæknisembættið stundar hér svokallaða kirsuberjatínslu (e. cherry picking) og þarf að passa sig til að dæma sig ekki úr leik í umræðunni.
Ekki einfalt að afglæpavæða neyslu fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
Athugasemdir
tínsla
GB (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 18:31
Úbbs! Laga strax. (Maður á helst ekki að vera hraðblogga í vinnutíma.)
Geir Ágústsson, 11.11.2019 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.