Mánudagur, 4. nóvember 2019
Magnað ef rétt reynist
Óhjákvæmilegt er að stefna í átt að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Kirkjan getur vel sinnt öllum verkefnum sínum, þar á meðal sáluhjálp og félagslegri þjónustu, óháð ríkinu. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag.
Ég tek undir þessi orð og lýsi um leið yfir aðdáun minni á að hinn ungi ráðherra sé að taka þennan slag, ef svo má kalla. Hér er við ofurefli að etja. Þjóðkirkjan hefur, af einhverjum ástæðum, engan áhuga á eigin sjálfstæði. Ekki frekar en starfsmenn heilbrigðiskerfisins og skólanna hafa áhuga á að skríða úr kæfandi faðmi hins opinbera.
Það er viðbúið að dómsmálaráðherra fái nú yfir sig holskeflu af ásökunum og verði kallaður trúlaus, siðlaus, andlaus og allt þetta. En þá er gott að minnast orða hins franska Bastiat sem sagði:
Socialism, like the ancient ideas from which it springs, confuses the distinction between government and society. As a result of this, every time we object to a thing being done by government, the socialists conclude that we object to its being done at all. We disapprove of state education. Then the socialists say that we are opposed to any education. We object to a state religion. Then the socialists say that we want no religion at all. We object to a state-enforced equality. Then they say that we are against equality. And so on, and so on. It is as if the socialists were to accuse us of not wanting persons to eat because we do not want the state to raise grain.
Og hananú!
Aðskilnaður óhjákvæmilegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Facebook
Athugasemdir
Þar sem trúarbrögð og stjórnmál blandast óeðlilega mikið saman verða til ríki á borð við Sádí Arabíu, Íran og Norður Kóreu.
Þess vegna er svo mikilvægt að hafa skýran aðskilnað þar á milli.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2019 kl. 13:02
Mér finnst reyndar ekki við hæfi að tala um "trúarbrögð" eins og þau séu hver öðrum lík og kalli bara guði sína mismunandi nöfnum. Það er grundvallarmunur á kristni og íslam, svo dæmi sé tekið. Það er líka grundvallarmunur á búddisma og íslam. Það skiptir máli hvaða trúarbrögð eiga í hlut.
Ég sé heldur ekki að íslenska Þjóðkirkjan hafi mikil áhrif á stjórnmálin, en hún er upp á náð og miskunn yfirvalda komin.
Geir Ágústsson, 4.11.2019 kl. 13:39
Ég var ekki að tala um sjálfa trúnna, heldur -brögðin.
Hverskyns brögð samrýmast illa lýðræðislegu stjórnarfari.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2019 kl. 13:45
Versta myrkur mannkynssögunnar varð í fjarveru Kirkjunnar á 20. öld.
Sovétríkin voru alveg Guðlaus, Guðmundur, svo þar varð engin blanda nema banvænn kommúnismi sem varð að kirkju alræðisins og drap 70 milljón manns. Eins konar framskriðið pírataríki þar sem geggjun var dýrkuð umfram allt annað. Þar sem verstu element þjóðarinnar voru sett efst, en þau bestu neðst.
Hvað fær þig, Geir, til að trúa því að ríkisstjórn Íslands breytist ekki í sértrúarsöfnuð, haldi Kirkjan ekki siðferðilega í hönd hennar, eða sé að minnsta kosti í þjóðfélagslegu standi til að andmæla til dæmis komandi frumvarpi um mannakjötsát og blótum með 9 mánaða gömlum fóstrum á pólitískum hlaðborðum forsætisráðherrans, sem bjarga ætlar heiminum með því að kalla loftslagssovétríkið á vettvang á ný.
Finnst þér virkilega að hin nýju trúarbrögð ríkisstjórnarinnar séu betri en það sem þú fékkst í vöggugjöf frá Þjóðkirkju Íslands? Er það kommúnistaloftslagsávarpið sem þú vilt kannski fá í staðinn?
Ansi er ég nú hræddur um að líbertarian tómhyggju-útópían sé að berja þig í ofur-yfirlið núna Geir. Er þá ekki næsta skerfið að skilja herinn frá tómhyggjuríkinu þínu líka?
Sé okkar Guð gerður svona lítill eins og þið viljið með því að ekki sé lengur pláss fyrir hann á fjárplógslögum ofríkis okkar lengur, þá stækkar guð annarra og tekur ykkur í nefið.
Verði ykkur komandi alræðið að góðu.
Aðeins siðlausar þjóðir Vesturlanda halda ekki uppi þjóðkirkjum í ríkjum sínum. Villtu kannski rífa krossinn úr Íslenska fánanum? Eða er þetta kannski bara upp á punt í þínum augum; eins konar McDonalds búmerki?
Íslenska þjóðkirkjan er arfleiðin okkar. Hún er okkar beina samband upp. Við ætlum ekki að nota neitt skiptiborð í Róm eða Brussel. Við mótmæltum því á sínum tíma.
Hvað er að ykkur. Eruð þið ekki MÓTMÆLENDUR enn! Mótmælendur sem mótmæla úníversal ofríki imperíal heimsvelda. Eða eruð þið kannski bara illa upplýstir plebbar.
Strákar, ég vorkenni ykkur enn meira en dómsmálaráðherraínunni, því hún er barn, en þið ekki.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.11.2019 kl. 14:19
Gunnar,
Þú hittir á margar góðar nótur en einnig nokkrar slæmar. Meðal annars virðist þú ekki hafa lesið tilvitnun mína í Bastiat.
Ég er enginn baráttumaður fyrir guðleysi eða trúleysi. Þvert á móti er mér mjög annt um kristna trú þótt ég hafi að vísu misst hana sjálfur. Ég segi syni mínum að hann geti talað við Guð og leitað til hans, alveg eins og mín mamma sagði mér og ég hafði mjög gott af í ólgusjó barnæskunnar.
Ég sé líka að þar sem kirkjan er frjáls og stendur á eigin fótum, þar gengur henni líka betur. Fólk leggur þá fé af mörkum til starfsemi hennar og býður fram frítíma sinn í starfið. Kirkjan er þá samfélag en ekki bara enn ein stofnunin, eins og sýslumaður eða þjóðskrá, sem er gott að hafa en notast bara við mjög sérstök tækifæri.
En kirkjan óttast lífið utan maga ríkismömmunnar og heldur að henni verði slátrað. Ég held að hún muni eflast og fá annan og hærri sess í samfélaginu.
Geir Ágústsson, 4.11.2019 kl. 14:56
Og annað Gunnar:
Ráðherra sagði í stuttum og auðlæsilegum texta í grein að hún ætlar sér ekki út í neinar stjórnarskrárbreytingar. Það þýðir að eftirfarandi mun standa óhaggað, hvort sem skattgreiðendur eru látnir koma að byggingu kirkjuhúsa og kyrtla eða ekki:
Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Geir Ágústsson, 4.11.2019 kl. 15:02
Þakka þér Geir.
Það er fyrir löngu búið að skilja Íslensku þjóðkirkjuna frá skattaríkinu Geir.
Það sem Kirkjan er að fá frá ríkinu er það sem henni var lofað þegar ríkið plokkaði af henni eignirnar, sem það síðan hefur brennt á báli óráðsíu og sósíalisma. Þær hefðu betur verið geymdar hjá Kirkjunni sjálfri en hjá ríkinu. Þetta er ekkert annað en aðför bjána að Kirkjunni. Fyrst rænir ríkið hana og svo á að henda henni út.
Ríkið getur ekki staðið eitt, Geir. Ef eitthvað er þá er það Kirkjan sem ætti að sparka ríkinu, en ekki öfugt, þegar kafað er dýpra í söguna og hún skoðuð. Þjóðríkið okkar varð til fyrir tilstilli Kirkjunnar. Hún skaffaði hornsteinana. Fullveldi þjóðríkis okkar er komið frá Kirkjunni; og alveg sérstaklega frá okkur Mótmælendum. Okkar eigin stjórnaskrá líka. Allt þetta er komið úr Biblíunni, sérstaklega Gamla testamentinu.
Ríki sem hefur ekki sína eigin þjóðkirkju og sem heldur ekki tryggð við Guð Biblíunnar, liðast í sundur þar sem hið opinberga torg verður allsnakið. Sekulær viðurstyggð meira í ætt við DDR en traust og lifandi stofnun þjóðar sem þolir áföll.
Þetta er okkar Ríkiskirkja og hún er mörgum sinnum betri og endingardrýgri en Heiðnikirkjuveldi háskólanna, eins og það er orðið í dag, sem drekkur nú heldur betur af fjárlögum almúgans og boðar ítrekað kommúnisma, upplausn og geðveiki.
Ef henda á Kirkjunni út af sakramenti ríkisins þá verður að henda stjórnmálaflokkum út líka, og háskólunum líka, því þeir eru að of miklu leyti orðnir að Heiðnikirkjuveldi, og mörgum sinnum valdameiri en Kaþólska kirkjan var á miðöldum.
Heilu byggðalögin munu missa ótrúlega mikið og fólkið þorna upp að innan ef af þessu verður. Þetta er slæm þróun. Vanþróun.
Þessu þarf að breyta og skipa Þjóðkirkjunni í sókn, koma henni inn í skólana, og láta hana meira að segja reka nokkra skóla, og setja henni stærri og breiðari markmið en gert er. Þessi hálfkomma-feluleikur með okkar góðu og gömlu gildi gengur ekki lengur, hann dregur máttinn úr þjóðlífinu og hagkerfinu.
Það eru engin rök með þessu pírata-rugli ríkisstjórnarinnar. Þjóð getur ekki bara sameinast á nöktu torgi veraldarhyggjuunnar. Það er því tómt, og aðrir munu koma og hertaka það, og það verða enn eitt rauða torgið.
Það er aðeins plebbaríkisstjórn sem mælir með þessu rugli.
Gunnar Rögnvaldsson, 4.11.2019 kl. 15:47
Enginn maður með fullu viti trúir neinu lengur en í tvær mínútur sem ráðherra segir. Það er EKKERT að marka þá. EKKERT!
Gunnar Rögnvaldsson, 4.11.2019 kl. 15:48
Viðskiptasamningur kirkjunnar við ríkið heldur þó annað breytist. Kostnaður ríkisins verður ekki minni eftir slitin. Umsamdar greiðslur falla ekki niður og samningsbundin skylda ríkisins til að greiða rekstrarkostnað verður enn til staðar. Aðal breytingin verður að kirkjan þarf að ráða forstjóra og skrifstofulið til að annast reksturinn, og ríkið borgar þann kostnað. Kirkjan yrði rekin sem sjálfstætt fyrirtæki með fastar vísitölutryggðar tekjur frá ríkinu en ekki ríkisstofnun á fjárlögum háð fjárhagsstöðu ríkisins. Niðurskurður, eins og kirkjan þurfti að þola í hruninu, væri úr sögunni. Fyrir kirkjuna væri aðskilnaður til mikilla bóta fjárhagslega.
Vagn (IP-tala skráð) 5.11.2019 kl. 02:28
Mér sýnist á öllu að það skipti engu máli hvort einhverju er breytt eða ekki:
- Ríki og kirkja nú þegar aðskilin nema hvað varðar samkomulagið (ríkið hirðir eigur kirkjunnar gegn því að borga brúsann)
- Ríki og kirkja rækilega sameinuð í kristinni hefð stjórnsýslu og samstarfs
Sem sagt, ríki og kirkja eru bæði í sömu sæng, og sitthvorri!
Allar breytingar munu því:
- Ganga af kirkjunni dauðri í samfélagslegri upplausn trúleysis og andleysis
- Efla kirkjuna rækilega í auknu sjálfstæði og sjálfræði
Sem sagt, ríkið mun bæði kyrkja kirkjuna og styrkja hana!
En ég er enn á þeirri skoðun að fólk geti verið kristið þótt yfirvöld séu afstöðulaus hvað varðar trú, og að fólk trúi ekki af því það er Þjóðkirkja heldur af því við búum við hefðir og sögu og löngun.
Sjálfur er ég trúlaus en dansa allan dans kirkjunnar: Held upp á jól og páska, tala við börn mín um kristni, tel kristni vera betri en flesta aðra valkosti í trúarmálum og fermi, gifti mig og enda svo í trékassa í vígðri jörð.
Geir Ágústsson, 5.11.2019 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.