Haldið fjarfund í staðinn

Spánn hefur boðist til þess að halda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP25, í höfuðborg sinni Madríd. Það var fallega boðið. Svona loftslagsráðstefnur eru góð tekjulind fyrir þá sem halda þær jafnvel þótt það kosti mikið að halda mótmælendum í skefjum, loka götum fyrir almenningi og prenta marga bæklinga í lit.

Loftslagsráðstefnur laða að sér mikinn fjölda fólks sem á sand af seðlum og ferðast um í einkaþotum. Þar er svo fé skattgreiðenda skipt á milli háværra þrýstihópa og allir fara heim glaðir.

telepresence-rooms_1

Á loftslagsráðstefnum er mikið talað um skaðsemi þess að venjulegt fólk ferðist á milli heimilis og vinnu í bíl eða í frí í flugvélum. Almenningur er auðvitað stóra vandamálið en ekki einkaþotur þotuliðsins. Það segir sig sjálft. En er þotuliðið of fínt til að halda fjarfundi? Það er til mjög háþróaður búnaður til slíkra fundarhalda (dæmi) sem alþjóðleg stórfyrirtæki nota til að spara kostnað við ferðalög. 

Ég segi ekki að það sé hægt að hrista hræsnina úr þotuliðinu en má ekki reyna? Má ekki útskýra fyrir einhverjum að öll þessi sóun á fé skattgreiðenda fyrir ímyndað vandamál geti a.m.k. orðið ódýrari fyrir skattgreiðendur? Menn geta haldið alla þá fundi sem menn vilja, skrifað undir innantóm skjöl frá morgni til kvölds og gefið út hræðsluáróður fyrir börn og ungmenni, en geta þá gert það fyrir lægri tilkostnað.

Væri það ekki framför?


mbl.is Spánverjar bjóðast til að halda COP25
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband