Styttist í fyrstu sundrungu sveitarfélags

Mikið kapp hefur verið lagt á að sameina sveitarfélög og hefur ríkið haft sérstakan áhuga á því enda getur það þá hlaðið fleiri verkefnum á þau. Sveitarfélögin hafa líka viljað fjölga skattgreiðendum undir sinni stjórn því þá er hægt að taka stærri lán og byggja stærri glæsihallir yfir einhvern þrýstihópinn. Um leið hafa landflæmi sveitarfélaga stækkað sem gerir flótta frá þeim illa reknu erfiðari. 

Það fer samt að styttast í að fyrsta hverfið eða nærsamfélagið óski formlega eftir því að fá að stofna sitt eigið sveitarfélag. Köllum það sundrungu sveitarfélags. Í sumum hverfum Reykjavíkur hafa slíkar hugmyndir náð ákveðinni fótfestu og neita að láta sópa sér undir teppið. 

Þegar þessi hugmynd verður fyrst lögð fram formlega mun hún mæta mikilli andspyrnu frá kerfinu. Skilyrðaflaumur hins opinbera, í samstarfi við hin stóru og illa reknu sveitarfélög, verður gríðarlegur. Lagaflækjurnar verða miklar. Það verður allt gert til að kæfa svona lagað í fæðingu.

Þó grunar mig að það styttist í fyrstu hreyfinguna sem óskar eftir því að stofna sjálfstætt sveitarfélag. Núverandi þróun samþjöppunar hefur gengið of langt.


mbl.is Sameining á Austurlandi samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband