Sunnudagur, 20. október 2019
Um hin ýmsu markmið ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin hefur mörg markmið. Sum eru ákveðin af fyrri ríkisstjórnum og verða þannig markmið ríkisins.
Eitt af þeim er að halda landinu í byggð.
Annað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Á tímabili var einnig lögð áhersla á að dreifa opinberum stofnunum sem víðast um landið. Þannig var Fiskistofa flutt í hvínandi hvelli til Akureyrar og Fæðingarorlofssjóður er á Hvammstanga svo dæmi séu tekin.
Nú er talað um að niðurgreiða innanlandsflug til að hin dreifða byggð geti ferðast á milli landshluta en það þykir mörgum vera vond hugmynd.
Allt stangast þetta á en ég er með eina hugmynd sem fellur að öllum þessum markmiðum: Að Landvernd sýni gott fordæmi sem frjáls félagasamtök og flytji höfuðstöðvar sínar upp á miðhálendið.
Þannig eflist atvinnulífið á miðhálendinu töluvert og starfsfólk mun leggja sitt af mörkum til að viðhalda dreifri byggð.
Starfsmenn Landverndar munu vitaskuld fara allar ferðir sínar fótgangandi til að hrinda ekki loftslagi Jarðar fram af bjargbrún.
Á miðhálendinu er enginn flugvöllur og ófært marga mánuði á ári.
Landvernd getur hér sýnt gott fordæmi og hjálpað yfirvöldum að ná mörgum markmiðum án árekstra.
Til í þetta?
Ekki mjög sniðugt í loftslagssamhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.