Hvað kostar að fá tækifæri?

Buckingham-höll auglýsti nýverið laust starf í höllinni, starf þjóns. Það hefur vakið athygli að launin fyrir starfið eru undir lágmarkslaunum í Bretlandi.

Á móti kemur frítt uppihald, ferðalög, þjálfun, starfsreynsla og lífsreynsla.

Hinn nýi þjónn drottningar mun fá ómetanlega reynslu og á ekki eftir að vera í erfiðleikum með að finna annað og betur borgað starf seinna (nema launaklifrið í Buckingham-höll sé bratt að lokinni þjálfun og gefið að eitthvað sé varið í viðkomandi).

Þetta á við um fleiri störf. Tímakaupið er kannski lágt en þegar menn hugsa málið skiptir það oft minna máli.

Lágmarkslaun eru víða svo há að óreynt fólk (t.d. ungt fólk og innflytjendur) fær aldrei tækifæri. Það þarf að ráða reynslumikið fólk sem getur allt á fyrsta degi til að réttlæta kaupið.

Lágsmarkslaun eru hindrun sem gerir atvinnuleysi oft að eina valkostinum. Þegar menn sitja heima og horfa á sjónvarpið á milli þess sem þeir fylla út umsóknir þá er engin verðmætaskapandi reynsla að verða til. Vítahringurinn verður óbrjótanlegar fyrir marga og þeir gefast upp.

Ef menn vilja að fólk afli sér reynslu og þekkingar þá þarf að henda lögbundnum lágmarkslaunum ofan í ruslafötuna og jafnvel gera það löglegt að ráða fólk launalaust

Bretlandsdrottning á hrós skilið fyrir að veita ómetanlegt tækifæri sem borgar illa.


mbl.is Drottningin auglýsir starf en launin undir lágmarkskjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í stjórnuðu hagkerfi eins og hér, þar sem það kostar að starta fyrirtæki og það er pappírsvinna og vesen, þá eru einhver lágmarkslaun minnsta vandamálið.

Vandamálið er frekar skortur á atvinnurekendum.  Þú hefur stóra verksmiðju sem getur borgað lágmarkslaun, og gerir það og ekkert annað, eða stóra verksmiðju sem getur borgað lágmarkslaun, og gerir það og ekkert annað.

Mikið djöfull er sniðugt að geta svo bara unnið sig upp.  Slík fyrirtæki eru brilljant.  Vann einusinni hjá einu svoleiðis.  Var gott.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.10.2019 kl. 19:04

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Ég þekki eina konu yfir sextugt sem fær stanslaust hrós frá samstarfsfélögum og viðskiptavinum. Hennar forstjóri hefur sagt við hana að hann geti ekki hækkað laun hennar meira þvi taxti verkalýðsfélagsins leyfi það ekki. Ef ég leyfi mér að lesa á milli línanna þá þyrfti hún að fá onauðsynleg mannaforráð, ónauðsynleg námskeið eða taka að sér enn meiri verkefni svo hann, sem forstjóri, geti umbunað henni.

Kannski hreðjatak verkalýðshreyfingarinnar á fyrirtækjum eigi hlut í máli í því ástandi sem þú lýsir? Þó er þín lýsing nýmæli fyrir mér. 

Geir Ágústsson, 19.10.2019 kl. 17:31

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég ýki, en ekki mikið.

Ég tek eftir að pólverjarnir eru farnir að verða leiðir á laununum hérna.  Þeir eru kannski búnir að búa hér of lengi, og farnir að venjast betar ástandi.

En - þetta er meira en verkalýðshreyfingin.

Það er ekki samkeppni um vinnuafl.  Og það er þvælst fyrir því að menn geti stofnað og haldið úti nýjum fyrirtækjum.  Með pappírsvinnu.

Ég er ekki einu sinni viss um að það sé eitthvert meðvitað samsæri gegn verkalýðnum, heldur bara heimska.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.10.2019 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband