Næsta borgarlína?

Á meðan íslenskir stjórnmálamenn lofa tugmilljörðum í uppbyggingu á nýrri tegund strætisvagna (nema aðeins stærri en þeir í dag og fá að auki sínar eigin akreinar) sýna stóru bílaframleiðendurnir væntanlegum kaupendum framtíðina.

Í Amsterdam er ákaft unnið að því að búa göturnar undir sjálfkeyrandi bíla.

Í Kaupmannahöfn hafa sjálfakandi örlestir keyrt í næstum því 20 ár.

Það er ekki víst að sjálfakandi bílar leysi þann hefðbundna af hólmi en margir mundu eflaust vilja leggja bílnum á leið til og frá vinnu og lesa dagblaðið í staðinn eða sitja við tölvuna. Þeir sem þurfa tvo bíla í dag gætu fækkað niður í einn bíl. Þeir sem þurfa bara bíl stöku sinnum gætu notað deilibíla sem kæmu heim að dyrum og yrði svo keyrt með hefðbundnum hætti eftir það.

En hver veit!

Eitt er víst að enn eitt strætókerfið er ekki framtíðin, heldur fortíðin.


mbl.is Sjálfekinn dráttarvagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sjálfekyrandi bílar koma kannski í staðinn fyrir taxa. Verð kannski ódýrari vegna þess að það þarf ekki ökumann, en hinsvegar veit ég ekki hversu mikið viðhald er á slíkum búnaði.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2019 kl. 16:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það veit enginn en af hverju ekki að gera Ísland að tilraunastofu í stað þess að veðja, með valdboði, á eina lausn?

Geir Ágústsson, 11.10.2019 kl. 19:20

3 identicon

Hefðir þú ráðið fyrir 50 árum síðan væri nær ekkert gatnakerfi í Reykjavík en húsin í þyrpingum með lendingarstað í miðju fyrir fljúgandi bílana.

"Í Amsterdam er ákaft unnið að því að búa göturnar undir sjálfkeyrandi bíla."
Fyrir nokkrum árum síðan ákaft unnið að því að vetnisvæða Íslenska bílaflotann. Og þá fengum við greinar og útnefningar sem forustuþjóð í þeim undirbúningi fyrir framtíðina. Síðan áttu allir að aka um á metani úr sorphaugum. Og nú sjá einhverjir ekkert nema samyrkjubú sjálfkeyrandi rafmagnsbíla sem koma eins og hundar þegar kallað er.

Það er hlutverk þeirra sem fara með þessi mál að meta hver þróun íbúafjölda, byggðar og umferðar verða á næstu árum. Þeim ber að bregðast við og gera áætlanir í samræmi við þá þróun. Og þeim ber að miða við reynda tækni og að þetta er Reykjavík en ekki Kaupmannahöfn eða Amsterdam. Það virðist ekki vera flókið en hefur vafist fyrir mörgum. "Gerum Ísland að tilraunastofu",  hugsa sumir þegar þeir fá skattgreiðslur almennings til að höndla með, "gerum lendingarsvæði fyrir fljúgandi bíla".

Vagn (IP-tala skráð) 12.10.2019 kl. 15:06

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er skondið að þú telur upp allar röngu framtíðarspárnar, vísar í skipulagshæfileika yfirvalda (sem hafa bersýnilega misst marks) og dregur samt ekki í efa nýjustu gæluverkefnin sem munu kosta metfé. Mér dettur í hug orðið "klappstýra".

Geir Ágústsson, 12.10.2019 kl. 15:18

5 identicon

Þar sem þetta eru langt frá því að vera allar röngu framtíðarspárnar, ég vísa hvergi í skipulagshæfileika yfirvalda og nefni ekki einu orði nýjustu verkefnin, tel ég lesskilning þinn vel undir meðallagi. Sem er reyndar hvorki óvænt né nýtt.

Vagn (IP-tala skráð) 12.10.2019 kl. 16:16

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,þú átt skilið Fálkaorðuna fyrir bæði umburðalyndi þitt gagnvart mínum lesskilningi og fyrir útúrsnúninga.

Eftir stendur að afstaða þín til hluta er alveg dulin, fyrir utan að vera "á móti" (Ragnar Reykás heilkennið?).

Geir Ágústsson, 12.10.2019 kl. 17:43

7 identicon

Já, ég er á móti kommentum sem lýsa skoðunum sem engin hugsun liggur að baki og eru afrakstur pólitískrar hugmyndafræði sem byggir á lýðskrumi, bulli og rangfærslum...eða misskilnings vegna lélegs lesskilnings.

En ég á ekki eins auðvelt með það og þú að vera á móti öllum sem stjórna, öllum reglum, öllum sköttum og öllum skyldum. Ég hef ekki það mikið hugmyndaflug að ég geti séð fyrir mér þjóðfélag sem virkar án alls þess. Ég er meira að segja svo vanþroska að mér hættir til að taka lítið mark á þeim sem telja sig geta leyst öll umferðar og skipulagsmál Reykjavíkur næstu áratugina eftir ferð með sjálfkeyrandi örlest í Kaupmannahöfn og tíu mínútna flakki um internetið. Legg þannig fólk oftast að jöfnu með þeim sem segja jörðina flata.

Vagn (IP-tala skráð) 12.10.2019 kl. 21:17

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Og Borgarlínan?

Geir Ágústsson, 13.10.2019 kl. 05:00

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Almenningssamgöngur með strætisvögnum, lestum, sporvögnum eða öðrum slíkum farartækjum ganga mjög illa upp á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðurnar eru tvær: Annars vegar hversu dreifð byggðin er. Hins vegar veðurfar.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2019 kl. 11:59

10 identicon

Borgarlínan er verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem taka á 15 ár og hefst hönnunarvinna á næsta ári. Á þessum 15 árum verða sennilega stöðugar breytingar eftir því hvernig íbúaþróun verður. Einnig verða nokkrar kosningar til bæjarstjórna. Gagnrýni mun ekki skorta og þeir verða margir, eins og venjulega, sem byggja hana á andstöðu við borgarstjórann, væntingum um fljúgandi bíla, úber eða tilgangsleysi þess að bæta almenningssamgöngur á leiðum sem þeir þekkja ekki og nota ekki. En þannig er bloggið, málefnaleg gagnrýni sem styðst við þekkingu og staðreyndir er sjaldséð.

Eins og staða málsins er í dag þá geri ég mér grein fyrir því að þekking mín á málinu fyllir engar bækur. Og sé því hvorki ástæðu til að vera heitur fylgjandi eða andstæðingur.

Vagn (IP-tala skráð) 13.10.2019 kl. 20:33

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Menn geta valið að leggja traust sitt á tvenns konar aðila:

Opinbera starfsmenn sem hætta fé annarra og halda vinnunni, sama hvað.

Starfsmenn einkafyrirtækja sem leggja lífsviðurværi sitt undir að geta skapað góðar lausnir sem einhver vill sjálfviljugur kaupa.

Í Reykjavík eru menn áður búnir að prófa setja milljarða og aftur milljarða í verkefni sem eiga að breyta aksturshegðun fólks, án árangurs. Nú skal reynt aftur, en núlli bætt við upphæðirnar og þær orðnar að tugmilljörðum.

Sjáum hvað setur, en sagan hræðir.

Geir Ágústsson, 14.10.2019 kl. 10:08

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Geðbilun er það að endurtaka það sem maður hefur áður gert, en búast við annarri niðurstöðu, sagði Einstein. Hann vissi þetta, en Dagurb er enginn Einstein.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2019 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband