Málamiđlanir sem virka

Á Íslandi má selja rafsígarettur og vökva í ţá en bara ađ uppfylltum allskyns skilyrđum. Dönsk löggjöf er nánast eins í ţessum efnum.

Ţetta er í sjálfu sér ágćt málamiđlun. Uppi eru hávćrar raddir sem vilja banna ţessar vörur alveg og henda ţar međ öllum kröfum um merkingar, lćsingar og innihald út um gluggann og vörunum inn á hinn svarta markađ. Slíkt hefur ekki reynst vel. Í Bandaríkjunum hafa bođ og bönn myndađ mikiđ svigrúm fyrir ólöglega vökva sem innihalda olíu frá kannabisplöntunni og sú olía virđist vera stórhćttuleg sem rafsígarettuvökvi.

Bođ og bönn leysa einfaldlega engan vanda. Ólöglegur varningur, eđa varningur sem býr viđ óbćrilega mörg skilyrđi, tekur val úr höndum neytenda og löglegra söluađila og setur í hendur glćpamanna. Viđ erum ađ tala um neyslu á hinu og ţessu sem yfirleitt er kallađ ofbeldislaus glćpur og ćtti alls ekki ađ vera glćpur.

Nei, ţađ er enginn ađ tala um ađ fjarlćgja hegningarlögin og gefa grćnt ljós á barsmíđar, ţjófnađi og morđ.

Nei, ţađ er enginn ađ tala um ađ rétta ungum börnum logandi sígarettur og kenna ţeim ađ reykja.

Nei, ţađ er enginn ađ tala um ađ blanda ungbarnamjólk međ rauđvíni.

Nei, ţađ er enginn ađ tala um ađ setja fulla unglinga undir stýri á kappakstursbíl og sleppa lausum í Ártúnsbrekkuna.

Ég er ađ tala um ofbeldislausar athafnir fullorđinna einstaklinga. Ţćr ber ađ heimila ađ öllu leyti. Og ţá meina ég: Ef fullorđinn mađur vill sprauta fljótandi heróíni inn í líkama sinn, og einhver er tilbúinn ađ framleiđa og selja honum ţann varning í frjálsum viđskiptum, ţá á ţađ ekki ađ vera á könnu lögreglu ađ skipta sér af. Neytendastofa getur ţá gert athugasemdir viđ verđmerkingar, umbúđir og barnalćsingar heróínsins ef hún vill, en viđskiptin fá ađ fara fram án afleiđinga.

Ţetta er sem betur fer og smátt og smátt ađ renna upp fyrir fleirum. Ég vona ađ sú ţróun haldi áfram.


mbl.is Rafrettuvökvinn Nasty Ballin innkallađur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar línuna skuli draga verđur ćtíđ álitamál milli ţeirra sem vilja leyfa fullorđnum ađ gera eins og ţeim sýnist og ţeirra sem ekki vilja leyfa ţeim ađ verđa vísvitandi og viljandi baggi á ţjóđfélaginu. Ţví ţó athafnirnar séu ofbeldislausar ţá eru ţćr ekki án afleiđinga og áhrifa á allan almenning.

Ađ segja "Bođ og bönn leysa einfaldlega engan vanda." er alger ţvćla. Bođ og bönn leysa margan vanda og eru grundvöllur ţess ađ fólk geti búiđ međ öđru fólki. Ţetta á jafnt viđ um litlar einingar eins og hvert heimili og upp í heil ţjóđfélög. Og ţó einhverjir fari ekki eftir ţeim reglum sem gilda gerir ţađ reglurnar ekki gagnslausar.

Brot einhvers á reglum ţjóđfélagsins kallar ekki á breytingar á reglunum. Ţađ er ekki ţjóđfélagsins ađ breytast til ađ ţóknast ţeim sem ekki geta sćtt sig viđ reglur ţjóđfélagsins. 

Vagn (IP-tala skráđ) 9.10.2019 kl. 12:16

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Úr grein Guardian:

"But if conservative, isolationist, Catholic Portugal could transform into a country where same-sex marriage and abortion are legal, and where drug use is decriminalised, a broader shift in attitudes seems possible elsewhere."

Ţađ er enn von fyrir ţig, Vagn!

Geir Ágústsson, 9.10.2019 kl. 12:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband