Nýtt í fréttum: Það kostar að eignast börn!

Ekki veit ég hvað hefur farið úrskeiðis seinustu árin en svo virðist sem fólk hafi gleymt því að barneignir eru dýrar og tímafrekar (en borga til baka með öðrum hætti en peningum, vissulega).

Ég hendi því í eina sláandi fyrirsögn:

Barnafólk athugið! Barneignir eru dýrar og tímafrekar!

Þetta þekki ég ákaflega vel sjálfur. Konan mín hefur tvisvar farið í fæðingarorlof sem námsmaður og uppskorið miklu minna en lægstu atvinnuleysisbætur í svokallaðan fæðingarstyrk. Á meðan var mér vitaskuld gert að borga alla skatta í topp og fékk ekki einu sinni aðgang að skattkorti konunnar (í danska skattkerfinu) sem hefði getað drýgt launin töluvert.

En það er til töfraráð sem ég slæ líka upp sem fyrirsögn:

Sparnarráð! Haltu útgjöldum heimilisins undir tekjum heimilisins!

Þetta gæti þýtt að það þurfi að selja bílinn eða fá sér minni bíl, minnka við sig húsnæðið eða fresta því að stækka við sig a.m.k. tímabundið, fækka ferðalögunum og skipuleggja þau með góðum fyrirvara og kaupa notaðar flíkur í stað nýrra. Það þarf að versla inn á skynsaman hátt og láta hluti endast. En þetta ætti að vera hægt. Ég hef séð mörg dæmi þess.

Fyrir þá sem treysta á styrkjakerfið af einhverri ástæðu má benda á galopnar og aðgengilegar upplýsingar á viðeigandi heimasíðum þar sem allt stendur, svart á hvítu. 

Vonandi hjálpar þetta einhverjum.


mbl.is Fær 158.000 krónur í fæðingarorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband