Mánudagur, 9. september 2019
Á ríkisvaldið að hafa fjölmiðlana í vasanum?
Íslendingar eru ýmsu vanir þegar kemur að samskiptum ríkis og fjölmiðla. Í marga áratugi var ekki hægt að sjá fréttir né heyra nema úr munni ríkisstarfsmanna (sem betur fer voru til prentaðir miðlar til mótvægis). Núna rekur ríkið eina stærstu fréttastofu landsins. Og undanfarin ár er það farið að veita fréttamönnum verðlaun fyrir að dansa réttu sporin!
Þetta er ekki í lagi og ég vísa í skrif Andrésar Magnússonar fyrir knappan en allt að því tæmandi rökstuðning gegn verðlaunaveitingum ríkisvaldsins til fjölmiðlamanna [hér, og skyld umræða hér].
En hvar annars staðar otar ríkisvaldið fé skattgreiðenda að útvöldum hagsmunaaðilum til að kaupa sér vinsældir og velvild? Víða! Velferðarkerfið er gott dæmi: Ríkið hirðir himinháa skatta af sjálfbjarga fólki, gerir það ósjálfbjarga og hendir svo í það bótum til að halda því á floti.
Hvenær ætlum við að læra sjá í gegnum þessa tálsýn?
Tilnefnd til Fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Athugasemdir
Auðvita á rúv að leggja niður rás 2 og tengja við rás 1 og nota síðan til að útvarpa t.d. íþróttaviðburðum og trufla þá ekki rás 1.
Sigurður I B Guðmundsson, 10.9.2019 kl. 10:40
Aðal-spurningin sem að ætti alltaf að vera á lofti e;
HVAÐ LEIÐIR TIL FRAMÞRÓUNAR og hvað ekki.
Í mínum augum er rás 2 bara gaypride-bæli sem að útvarpar síbylju.
sem að einkareknu stöðvarnar geta séð um.
Einnig mætti spara hundrað milljónir með því að sleppa öllum íþróttum á rúv;
Einkastöðar geta séð um slikt hafi fólk áhuga á því.
Jón Þórhallsson, 10.9.2019 kl. 11:09
Það eru margir sem hafa sterkar skoðanir á því sem ríkisvaldið þvingar alla til að taka þátt í.
Svona eins og allir í húsfélaginu hafa skoðun á því ef formaðurinn leggur til að allir borgi fyrir rólu undir rassinn á krakkanum hans. En slíku má mótmæla.
Geir Ágústsson, 10.9.2019 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.