Föstudagur, 30. ágúst 2019
Fátækt, hungur, sjúkdómar og barnadauði ekki lengur efst á lista
Alveg dæmalaus og gríðarlega þungur áróður beinist nú að því að setja veðrið efst á forgangslista stjórnmálamanna. Já, veðrið er orðið brýnasta efni stjórnmálamanna!
Hvað fer þá neðar á listann?
Fátækt.
Hungur.
Sjúkdómar.
Barnadauði.
Allt annað.
Veðrið er brýnasta viðfangsefnið! Þó er almennt viðurkennt, utan stjórnmála- og blaðamannastéttanna, að mannkynið hefur í mesta lagi örlítil áhrif á veðrið, nánast sama hvað það gerir.
Menn geta vissulega farið í samkeppni við eldfjöll, rotnandi hræ, sprungur á hafsbotni og allskyns uppsprettur ýmissa lofttegunda (t.d. sólina og geiminn) og hnikað örlítið samsetningu lofthjúpsins með frekar óljósum og ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Vissulega! En að menn eigi að forgangsraða fátækt, hungri, sjúkdómum og barnadauða neðar en veðurfari framtíðar er nánast hægt að kalla grímulausa mannvonsku sem hefur þann eina tilgang að koma á alsheimssósíalisma og drepa markaðshagkerfið. Blautur draumur Marxista að rætast, með veðurspánna að vopni!
Kæru stjórnmálamenn, vinsamlegast takið hausinn út úr rassgatinu á ykkur. Heimurinn hefur ekki tíma fyrir svona vitleysu!
Loftslagsmál brýnasta pólitíska viðfangsefnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.8.2019 kl. 08:33 | Facebook
Athugasemdir
Maslow þarf ef til vill að endurskipuleggja pýramíddan sinn
Grímur (IP-tala skráð) 30.8.2019 kl. 20:38
Loftslag og veður eru ekki sami hluturinn. Og þú virðist gefa þér, eftir enga umhugsun, að fátækt, hungur, sjúkdómar og barnadauði hafi verið efst á lista stjórnmálamanna. Geturðu hjálparlaust hneppt skyrtu?
Það væri ekki vitlaust að kynna sér málið út frá verkfræði frekar en pólitískri stefnu. Verst að við þekkjum enga verkfræðinga færa um að hugsa.
Vagn (IP-tala skráð) 31.8.2019 kl. 01:48
Vagn,
Vertu kurteis.
Geir Ágústsson, 31.8.2019 kl. 07:52
Vagn,
Það getur vel verið að hungur, fátækt, barnadauði og sjúkdómar séu ekki lengur efst á lista yfir umræðuefni þegar leiðtogar heimsins hittast til að ræða vandamál heimsins. Til dæmis er fræg ráðstefna haldin í Davos í Sviss og þar er veðurfarið komið langefst á lista. Þetta er breyting til hins verra frá því sem áður var.
Veður er niðurstaða loftslagshræringa, ekki satt? Menn spara a.m.k. ekki yfirlýsingar um loftslagsbreytingar þegar haglél skellur á Egyptalandi og venjulegur fellibylur myndast í karabíska hafinu, eða þegar Grænlendingar endurheimta landbúnaðarjörð frá hopandi jökli, eða þegar sólin skín aðeins meira eitt árið miðað við önnur, eða þegar rignir aðeins meira eða minna en venjulega. Mega sumir en ekki allir tala um veðrið og loftslagið í sömu andrá?
Geir Ágústsson, 31.8.2019 kl. 08:39
Heimsviðskiptaráðstefnan í Davos er árleg ráðstefna Alþjóðlegu efnahagstofnunarinnar. Þar hafa hungur, fátækt, barnadauði og sjúkdómar aldrei verið efst á lista yfir umræðuefni. Og þó loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra fyrir heimshagkerfið hafi komið upp í umræðunni um umhverfismál og vakið áhuga fréttamanna þá var það ekki þema síðustu ráðstefnu, veðrið annarstaðar en í Davos var ekki mikið rætt meðal ráðstefnugesta. Haglél eitt síðdegi í Egyptalandi hefur að mati ráðstefnugesta sennilega ekki mikil áhrif á heimsviðskipti og heimshagkerfið. Fyrirsjáanlegir uppskerubrestir og langvarandi breytingar á hita og úrkomu heilu heimsálfanna hafa áhrif á heimsviðskipti og heimshagkerfið.
En eins og loftslag og veður eru ekki sami hluturinn þá eru umhverfi, loftslag og veður ekki sömu hlutirnir. Umhverfi ræður hvort sjór flæði inn í stofu til þín og plast sé í vatninu sem þú drekkur, veður hvernig þú ert klæddur farir þú út að labba og loftslag hvort pálmatré nái fótfestu á Grænlandi og Danmörk verði eyðimörk.
Hvernig fávísir æsifréttamenn fjalla um veður, veðurfar, loftslag og umhverfismál í sömu andrá ætti ekki að vera fyrirmynd neins sem vill láta taka sig alvarlega. Að skilja ekki og nota rangt grundvallar hugtök bendir til þess að þekking á málinu sé engin og að skynsemi víki fyrir pólitík.
Vagn (IP-tala skráð) 31.8.2019 kl. 15:41
Svolítil heimsókn á heimasíðu Davos kemur þér í gegnum fyrirsagnirnar.
Eftir stendur að menn nota veðurbrigði til að réttlæta ofsóknir gegn markaðshagkerfinu, ranglega.
Geir Ágústsson, 31.8.2019 kl. 16:30
Eftir stendur að miðað við hver þekking þín á málinu er þá er ekki ástæða til að taka mark á því sem þú segir.
Ef markaðshagkerfið er að hvetja til þess að regnskógum sé eytt, höfin fyllt af plasti og loftmengun aukin þá er ástæða til að endurskoða markaðshagkerfið og breyta því. Við eigum að hafa forgang en ekki markaðshagkerfið. Markaðshagkerfið á að þjóna okkur en ekki drepa.
Vagn (IP-tala skráð) 31.8.2019 kl. 16:59
Sem betur fer felur í orðinu "markaðshagkerfi" líka orðið "eignaréttur". Ef þú getur varið eigur þínar fyrir mengun eða árás, og færð að nota lögreglu og dómstóla til að verja þig með, þá mun þér takast að hrinda af þér þeirri mengun. Í Vestur-Þýskalandi var það hægt, og loftið var hreint, en í Austur-Þýskalandi ekki, og þar féll súrt regn á allt (og auðvitað fór það yfir landamærin líka, en það má teljast óheppileg afleiðing þess að hafa sósíalísta sem nágranna).
Geir Ágústsson, 31.8.2019 kl. 19:14
Og nú hafa hægrimenn tekið við kyndli örvæntingarfullra kaldastríðs sósíalista sem talsmenn óheftrar mengunar á kostnað almennings og framtíðar lífs á jörðinni.
Því miður felur í orðinu "markaðshagkerfi" ekki orðið "eignaréttur". Enda byggir markaðshagkerfið á rányrkju og arðráni, sem hvorugt virðir eignarrétt.
Almennt séð virðir mengun engin landamæri og fer ekkert eftir skipunum lögreglu og dómstóla. Þér er kannske einhver huggun í því að geta leitað til löggunar í hverfinu og lagt fram kæru þegar börnin þín fá astma eða lungnakrabba eftir kolaryk og mengun frá fjarlægu landi. Og telur það næga vörn og réttlætingu fyrir markaðshagkerfi sem setur þig og þína í annað sæti, þegar best lætur, eftir persónulegum gróða fámenns hóps. Flestir væru þér ósammála.
Vagn (IP-tala skráð) 31.8.2019 kl. 19:57
Smá afskiptasemi! Við stöðvum ekki eldgos mengun þeirra virðir ekki landamæri; Ættum við þá að una óheiðarlegri skiptiverslun stjórnmálamanna m.a."landa okkar" á grænni orku og kola/kjarnorku; Til hverra leggjum við fram kæru á þessu háttalagi? Háttvirtra alheimssósíalista,?
Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2019 kl. 04:25
Það er enginn góður valkostur við vel varinn eignarétt. Og um leið er vel varinn eignaréttur frábær og skortur á slíkri vörn eitur (bókstaflega).
Geir Ágústsson, 1.9.2019 kl. 15:37
Eignarréttarvörn dugar skammt þegar markaðshagkerfið er að taka frá börnum þínum heilsu og lífsviðurværi. Þá er öruggur eignarréttur á reiðhjóli til lítils gagns og gott væri að geta breytt markaðshagkerfinu framtíð þeirra í hag. Einhverjir mundu samt kjósa að kalla það "að réttlæta ofsóknir gegn markaðshagkerfinu, ranglega."
Á hverjum degi krefst markaðshagkerfið þess að þú drekkir plastagnir og iðnaðarúrgang og andir að þér olíu, tjöru, ösku og hinum ýmsu eiturefnum svo fyrirtækjum í fjarlægum heimsálfum vegni vel. Og það furðulega er að þú lætur pólitísk skoffín sannfæra þig um að það sé réttlátt, eðlilegt og þér fyrir bestu. Er hægt að vera heiladauðari?
Vagn (IP-tala skráð) 1.9.2019 kl. 17:52
Vagn,
Hvernig dettur þér í hug að markaðshagkerfið sé að þessu? Að þegar þú labbar inn í Bónus þá sé einhver illur kapítalisti með lepp á öðru auganu að bíða eftir tækifæri til að spúa á þig kæliefninu úr frystunum því það sparar honum krónu í núinu sem hann tapar margfalt í málsókn seinna?
Heilsubrestir vegna umhverfisspjalla eru langtímavandamál í ríkjum sem meina fólki að verja sig gegn mengun og eitrun í gegnum kerfi verndaðs eignaréttar. Þú veist það. Af hverju að gefa annað í skyn?
Þú bendir réttilega á að það er ýmislegt sem er mengandi eða heilsuspillandi í kringum okkur en þú gleymir því að þetta eru yfirleitt staðbundin vandamál, bundin við ríki sem halda fólki í gíslingu sameignar á landi og gæðum. 90% af plastinu í sjónum rennur úr 10 stórfljótum í vanþróuðum ríkjum, sem yfirleitt eru lituð af sósíalisma og ríkiseign. Plastagnir í sjónum eru, að því er virðist, ímyndað vandamál, en í versta falli lítilvæglegt miðað við allt annað.
Heiladauði felst í því að kokgleypa, brosandi, hvíta og fljótandi drullu frá þeim sem vilja hertaka markaðshagkerfið og koma á alheimssósíalisma. Ertu slík hóra?
Geir Ágústsson, 1.9.2019 kl. 18:14
Gallinn er sá að vondi kapítalistinn þinn þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af málsókn þegar börnin þín veikjast. Hvern kærðir þú þegar þau fengu flensu? Og hvern kærir þú þegar þau fá krabbamein? Hann getur eitrað matinn þinn, loftið og vatnið án þess að þú gerir nokkuð. Hann er nú þegar að því og þú gerir ekkert. Þú hefur meiri áhyggjur af öryggi eignarréttar þíns á bílnum, heldur að það sé eina vörnin sem þú þarft. Snerti hann hann þá ert þú umsvifalaust kominn til löggunnar og með kæru fyrir dómstóla. Og vandamálin sem þú kallar staðbundin eru það vissulega, staðurinn er Jörðin. Landamæri eru engin hindrun og eignarréttur engin vörn. Allir fá að pissa í bollan þinn og þú drekkur með bros á vör, því eignarréttur þinn á bollanum er varinn.
Vagn (IP-tala skráð) 1.9.2019 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.