Smásöluverzlun ríkisins

Íslenska ríkið rekur í Keflavík smásöluverslun í stórkostlega skekktri samkeppni við einkaaðila. Auðvitað er slíkt algjör helber vitleysa. Það bað enginn um að ríkisvaldið sæi fólki fyrir tollfrjálsum ilmvötnum og sælgæti. Þetta þróaðist bara svona, ein ríkisafskipti í einu, og þeir sem vilja alls ekki sjá ríkisvaldið minnka að neinu leyti geta því ekki hugsað sér að hrófla við þessu fyrirkomulagi.

Af hverju er fólk annars svona hrifið af ríkisforstjórum og ríkisnefndum? Yfirleitt eru þeir tilnefndir af einhverjum ráðherranum og þar með fæðist hvati til að umbuna vinskap frekar en viðskiptaviti. Er það frábært fyrirkomulag?

Ríkið á að selja alla flugvelli og allar flugstöðvar í einum grænum greinum. Það mun ekki hafa neinar neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir flugfélög eða farþega, sem eru jú þeir sem þurfa á flugvöllum og flugstöðvum að halda.

Við þá sem vilja sem öflugast ríkisvald sem sinnir brýnum verkefnum:
Hvernig væri að ákveða hvað það er sem ríkið þarf að gera, og hvetja stjórnmálamenn til að draga ríkið úr öllu öðru? Þarf að brauðfæða fátækar mæður? Ok! Þarf að tryggja gott heilbrigðiskerfi fyrir alla? Allt í lagi! En þarf ríkið að selja ilmvötn? Ef ekki, þá á það að hætta því.


mbl.is Sala á Leifsstöð gæti raungerst á næstu mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingum finnst meira að segja að ríkið eigi að sjá fólki fyrir afþreyingu.

Það er mjög erfitt að laga alla vitleysuna sem er í gangi þegar fólk vill það ekki.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 31.8.2019 kl. 11:36

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já, það þurfa víst allir að framleiða næga afþreyingu, jafnvel að því marki að fólk missi lystina til að lifa lífinu:

https://www.visir.is/g/2019190839816/timinn-drepinn-

Geir Ágústsson, 2.9.2019 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband