Þetta með aðhald

Mikið er ánægjulegt að sjá íslenska stjórnmálamenn njóta aðhalds. Það er alltof sjaldgæft.

Þeir fá t.d. alltof há laun.

Þeir fá alltof frítt spil.

Þeir eru sjaldan beðnir um að gera grein fyrir ákvörðunum sínum.

Þeir standa sjaldan við orð sín.

Þeir fá að hlaupa frá verkum sínum.

Þeim tekst yfirleitt að klína mistökum sínum á aðra.

En kannski er eitthvað að breytast núna. Blaðamenn þurfa að átta sig á því að það telst til áhugaverðra frétta að stjórnmálamaður hagi sér eins og frekur krakki á leikskólalóð sem neitar alltaf sök.

Lýðræðið virkar ekki nema kjörnir leiðtogar fái að hanga fastir á öllum sínum orðum og ákvörðunum. 

Blaðamenn hreykja sér gjarnan af því að veita stjórnvöldum aðhald. Sjáum hvað setur.


mbl.is Katrín reiðubúin að funda með Pence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétttrúa ESB beitir oft "aðhaldi" t.d. viðskiptabann á Rússa en að sjálfsögðu með allskyns undantekingum fyrir Þýzkaland en hörmulegum afleiðingum fyrir litla Ísland

Nú brenna eldar í Brazelíu og ESB vill beita "aðhaldi" með viðskiptaþvingunum og útskúfun

Meðan Trump tísti - Hvernig getur USA aðstoðað við að slökkva eldana

sem er í góðu samræmi við anda hátíðar sem var haldin fyrir 50 árum og kennd er við Woodstock

Grímur (IP-tala skráð) 24.8.2019 kl. 10:59

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er a.m.k. heil brú í öllu því sem er sagt, borið saman við það sem er gert.

Geir Ágústsson, 24.8.2019 kl. 18:34

3 identicon

Margir blaða- og fréttamenn veita stjórnvöldum aðhald td á Stundinni, Kjarnanum og RÚV. Það vantar hins vegar aðhald frá almenningi sem virðist ekki láta spillingu hafa nein áhrif á atkvæði sitt.

Stór hluti almennings virðist hafa sérstakt dálæti á spillingargosunum og öðrum sem eiga ekkert erindi í stjórnmál annað en að flækjast fyrir. Þetta á einkum við um Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Skyldi almenningur hugsa út í þann mikla kostnað sem fylgir slíku fólki án þess að það geri neitt gagn?

Spillingin er rótgróin í Sjálfstæðisflokknum. Ef spillingin hverfur er undirstöðunum kippt undan flokknum. Hann mun þá væntanlega líða undir lok. Hin rótgróna spilling í flokknum er eflaust ein helsta ástæða þess að Ísland er orðið langspilltasta land í Vestur- og Norðurevrópu skv World happiness report. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 26.8.2019 kl. 17:14

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er alltaf athyglisvert að sjá menn skrifa allt sem heitir spilling eða í ólagi á einn stjórnmálaflokk sem hefur stundum mikið fylgi og stundum ekki. 

Er ekki hægt að gera betur?

Geir Ágústsson, 27.8.2019 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband