Næg rök gegn bölsýnisvísindunum

Það þarf ekki að ræða persónu sænskra unglinga til að átta sig á því að sumir þeirra eru boðberar falsvísinda.

Boðskapurinn um hamfarir í loftslagi Jarðar vegna aðgerða mannsins stendur á brauðfótum. Þess vegna er alltaf reynt að hamra á því að vísindin séu einfaldlega afgreidd og að það eina sem sé eftir er að hefja smíði löggjafar sem tekur markaðshagkerfið í gíslingu.

Ég var að hlusta á svolitla sagnfræði um daginn, um upphaf fíkniefnastríðsins í Bandaríkjunum. Þar höfðu ákveðin öfl í samfélaginu ákveðið að ríkið þyrfti að gera allskyns vímuefni ólögleg. Þar var öllum brögðum beitt, meðal annars segja að vísindin séu afgreidd og ekkert þyrfti að rökræða á vettvangi þeirra lengur. Menn töluðu stundum gegn betri vitund, en stundum á ófullnægjandi grundvelli. Í dag hefur flest af hinum svokölluðu vísindum þess tíma verið rakið (og við blasir að það hættulegasta við vímuefni er bann gegn þeim).

Áfengisbann Bandaríkjanna var líka rökstutt með tilvísun í afgreidd vísindi og auðvitað hræðsluáróður.

Sænskir unglingar eru einfaldlega hluti af langri hefð sem snýst um að hræða fólk til hlýðni og loka á alla umræðu um vísindaleg ágreiningsefni. Og eins og fyrri daginn mun sagan fordæma slíka taktík. Vonandi!


mbl.is Ofurkraftar fylgja sérstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú með það góða þekkingu á loftslags vísindum að þú getir fullyrt svona.  Það má velja sér greinar í blöðunum eða bækur sem segja hitt og þetta.  Ert þú með þekkingu til að greina hvað er rétt eða rangt í þessu máli.

Brynjar (IP-tala skráð) 2.9.2019 kl. 15:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki frekar en ég er næringarfræðingur, bifvélavirki eða stjörnufræðingur. En það er rétt Hjá þér að vísindamenn eru ekki allir á sama máli og því galið að tala um að vísindin séu "útkljáð" og að hræðsluáróðurinn eigi að frá frítt spil.

Geir Ágústsson, 2.9.2019 kl. 15:20

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst alltaf vafasamt hve víðfeðmt orðið "vísindamenn" er notað hér. Þeir eru margskonar og flestir engir sérfræðingar í loftslagsmálum. Raunar eru afar fáir sérfræðingar í því.

Af hverju er ekki hægt að segja t.d.97% lofslagsvísindamanna eru sammála um þetta? Er það ekki svolítið villandi í þessari fullyrðingu? Ég fann út á netvandri mínu að þessir "vísindamenn" sem vitnað er til er listi frá IPCC, sem er loflagsrað SÞ. Það eru ekki allir vísindamenn. Á þessum lista var svo megnið, sem hafði engan bakgrunn til að dæma um þetta auk þess sem þetta var spurning sem var flokkuð í sex liðum frá sannfærður til afneitar. Aðeins síðasti liðurinn var tekin sem neitun en öll hin stigin steypt í þessi 97% jafnvel meirihlutinn sem tók ekki afstöðu til eða frá.

Talandi um vísindi þá er varla hægt að segja að þesskonar könnun bendi á mikil vísindi. 97% mantran hefur verið klifuð nú í um 15 ár síðan þessum lista var hent saman úr afar afstæðum gögnum. Ég sjalfur sé engin teikn þess sem Al Gore prédíkaði í 15 ára gamalli mynd sinn "An inconvenient truth" bara alls engin. Hvorki hitun, kólnun, flóð né fjöru. Ráðlegg mönnum að líta á þessa mynd. Í dag hljómar hun eins og hysterísk paródía.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2019 kl. 01:13

4 identicon

Þetta hefur allt gerst áður.  Fyrir 40 - 50 árum voru tveir vísindamenn sem sögðu að það væri að myndast gat á ósonlagið.  Þeim var ekki vel tekið.  Þeir töldu að þetta væri vegna efna við við notum t.d. í ísskápa og spreybrúsa.  Framleiðendur þessara efna tefldu fram sínum vísindamönnum líkt og nú.  Það var ekki fyrr en 15-20 árum síðar að tilgáta þessara manna var sönnuð og þá tók alþjóða samfélagið sig saman og gerði eitthvað í málunum.   Magga Tacher var þar framalega í flokki. 

Olíuiðnaðurinn, stáliðnaðurinn og fl eru búnir að kaupa sér fullt af " vísindamönnum" í dag og borga vel fyrir.

Málið er að ef við gerum ekkert og þetta er satt að þá erum við að dæma afkomendur okkar til að lifa með afleiðingunum.  Ef við tökum okkur saman og gerum það sem verið er að biðja um og þetta er allt bull.  Er það ekki skárri kosturinn, þó við þurfum að gefa eitthvað eftir af lífsgæðum okkar.

Brynjar (IP-tala skráð) 3.9.2019 kl. 09:52

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Brynjar,

Að það þurfi að banna eitthvað "til öryggis" er ekki nýr söngur, en ef allir syngja hann verður ekkert eftir. 

Geir Ágústsson, 3.9.2019 kl. 17:42

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Hérna er dæmi um vel heppnaða uppstillingu á ólíkum skoðunum vísindamanna:

https://www.nas.nasa.gov/About/Education/Ozone/controversy.html

Geir Ágústsson, 3.9.2019 kl. 17:51

7 identicon

Sæll Geir 

Ég hef komist af sömu niðurstöðu og hef tekið meðvitaða ákvörðun um að reykja eina sígarettu á dag og finn alveg að heilinn kann því vel. Núna búinn með heilan pakka

Að vísu þarf maður að þvo á sér hendurnar og bursta tennurnar á eftir, því mér líkar ekki reykingarstybban en sú fyrihöfn er vel nautnarinnar virði

Grímur (IP-tala skráð) 3.9.2019 kl. 21:54

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Margir vísindamenn hafa brotið heilann yfir því hvernig má gera nikótín að lyfi án þess að því fylgi ávani því nikótín hefur víst mjög jákvæð áhrif á heila Alzheimers- og Parkisons-sjúklinga og heldur þeim sjúkdómum í skefjum. En kannski eru það bara reykingarnar sem drepa fólk áður en það nær nægilega háum aldri til að þróa með sér þessa sjúkdóma. En hérna eru vísindamenn að ræða, rita og rannsaka og við hin bíðum spennt.

Geir Ágústsson, 4.9.2019 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband