Mánudagur, 12. ágúst 2019
Hagsmunir útvegsfyrirtækja og Hafró mætist
Ég las ekki fyrir löngu bókina Fiskleysisguðinn, og fannst hún stórmerkileg. Þar er rakið hvernig ríkisvæðing á aflaheimildum hefur beint eða óbeint leitt til hruns á helstu fiskveiðistofnum við landið. Það er nefnilega ekki óumdeilt hvort sé betra, að grisja fiskistofna (fækka fiskunum sem eltast við sama ætið) eða vernda þá gegn ofveiði (hlífa smáfiskinum svo hann geti vaxið og fjölgað sér).
Auðvitað má öllu ofgera og bæði ofvernda og ofveiða, og með nýjustu tækni er sennilega hægt að útrýma hverjum einasta sporði í sjónum ef þannig liggur á sjómönnum.
Boðskapurinn með bókinni er samt, eins og ég skildi hann, að einfaldlega skila valdinu á fiskveiðum aftur til sjómanna, sem um leið þýðir að það vald þarf að taka úr höndum hins opinbera (Hafró).
En hvernig má tryggja að hagsmunir útgerðarinnar/sjómanna/gjaldeyrisþurfandi Íslendinga og Hafró mætist?
Jú, með því að gera hafrannsóknir að verkfæri útgerðarinnar.
Útgerðarfyrirtæki eru - sama hvað hver segir - rekin með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Það er fyrst að ofurskattheimta og þjóðnýting bærir á sér að menn fara að hugsa til skemmri tíma.
Það þarf að láta hagsmuni útgerðarinnar og Hafró mætast. Það mætti kannski gera með því að loka Hafró og senda starfsmenn hennar út á hinn frjálsa markað.
(Hér er því viljandi látið ósvarað hvernig má varðveita hina gríðarlega jákvæðu rekstrarhvata hins framseljanlega valds yfir aflaheimildum ef fiskveiðar eru opnar öllum. Kannski ættu menn að íhuga að fylgja dæmi bænda og "girða af" sjóinn, sem ætti að vera auðvelt á öld GPS og rafeindatækni? Það virðast laxveiði- og stangveiðibændur geta gert með góðum árangri.)
Hagsmunir Ratcliffe og Hafró mætist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af svipuðum meiði:
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/649922/
Geir Ágústsson, 13.8.2019 kl. 10:54
Hvaða duldu hagsmuni hafði Reykjavíkurborg af því að kaupa frá Kolibrí 100 miljóna ónothæft hugbúnaðarkerfi til að halda utan um fjáhagsaðstoð Reykjavíkurborgar
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/08/13/skuli_framkvaemdastjori_kolibri/
Borgari (IP-tala skráð) 13.8.2019 kl. 14:10
Í ljósi frétta undanfarinna ára um brottkast, smáfiskadráp, ýmis brot á lögum um verndun fiskistofna og hegðun þeirra þegar þeir halda engan sjá til leyfi ég mér að efast um að útgerðarfyrirtækin séu rekin með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Og að lítið vit sé í því að skila valdinu á fiskveiðum aftur til sjómanna. Þörfin á kvótakerfinu skapaðist vegna umgengni sjómanna en ekki af einhverri valdagræðgi stjórnvalda.
Hafrannsóknarstofnun stundar aðallega mælingar og ráðgjöf en hefur ekkert vald.
Vagn (IP-tala skráð) 13.8.2019 kl. 14:18
Vagn,
Veistu, áður en ég las bókina um Fiskleysisguðinn hefði ég sennilega geta skrifað nákvæmlega þetta svar þitt og gert að mínu. En ekki lengur. Það má vel vera að framseljanlegar veiðiheimildir sem hlutfall af einhverju heildarmagni sé besta kerfi í heimi, og það er örugglega betra en t.d. það sem ESB býður sínum sjónmönnum upp á, en af hverju er aflinn ekki að aukast? Af hverju er hlutfall smáfiska svona breytilegt? Er eitthvað að marka mælikúnstir á hlutfalli fiska, magni þeirra í sjónum og æti til ráðstöfunar?
Bændur, þar á meðal stangveiði- og laxveiðibændur, eru með sína landskika sem þeir passa upp á og sleppa jafnvel seiðum út í villta náttúru í von um ágóða. En sjóinn er svo að segja eins konar almenningur, og kannski á hugtakið "tragedy of the commons" við.
En sem sagt, svar þitt hefði sennilega verið mitt en nú er ég í vafa. Sjórinn er kannski ekki nægilega mikil einkaeign þrátt fyrir allt, og úr því má þá bæta.
Ég þarf a.m.k. að lesa meira og þá kannsi þessa bók:
https://www.amazon.com/Water-Capitalism-Privatizing-Capitalist-Philosophy-ebook/dp/B01FFHWKJ6/
Geir Ágústsson, 13.8.2019 kl. 17:19
Vagn skoðaðu hvað Jón hefur verið að skrifa í gegnum tíðina http://jonkr.mmedia.is
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.8.2019 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.