Enginn vill keyra eftir einn en ...

Ég held að enginn vilji í raun setjast undir stýri eftir að hafa fengið sér áfengi. Menn freistast samt til þess af því að einn bjór væri annars fjárhagslegur dauðadómur í formi leigubíls eða tímalegur dauðadómur í formi kvöldstrætisvagns. 

Af hverju kostar svona mikið að taka leigubíl? Sjálfur hef ég eytt mörg þúsund krónum í að komast frá einu af austanverðum úthverfum Reykjavíkur í annað. 

Af hverju er svona tímafrekt að komast heim í strætó á kvöldin? Sjálfur hef ég prófað að eyða meira en klukkutíma í að komast frá Kringlunni og í Hólahverfi Breiðholts. 

Á sama tíma sitja þúsundir bíla dauðir í bílastæðum og bílskúrum, með allsgáða eigendur á heimilum sínum sem gætu alveg hugsað sér aukapening. 

Sérhæfð fyrirtæki sem flytja þúsundir einstaklinga á hverjum degi á milli óteljandi áfangastaða gætu líka stokkið til og boðið upp á sveigjanlegar lausnir.

En nei, höfum fyrirkomulagið sem nú segir:

  • Stjórnlaus niðurgreiðsla (gegn himinhárri skattheimtu) á strætókerfi sem miðast allt við háannatíma en er algjörlega getulaust utan þess
  • Gríðarlega flókið og hamlandi regluverk í kringum skutl á fólki á milli staða

Eftir einn, ei aki neinn, nema stundum!


mbl.is Lyklarnir teknir eftir einn bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, á sama tíma sitja þúsundir bíla dauðir í bílastæðum og bílskúrum, með allsgáða eigendur á heimilum sínum sem gætu alveg hugsað sér aukapening. Allsgáða eigendur sem vilja keyra ólmir þér án þess að kaupa tryggingu fyrir þig. Allsgáða eigendur sem vilja ekkert frekst en keyra þér án þess að gefa tekjurnar upp til skatts. Þetta þekkist í flestum greinum, einhverjir sem eru tilbúnir til að vinna svart og án þess að taka ábyrgð á nokkrum hlut. Fari illa þá er skaðinn þinn eða/og þjóðfélagsins.

Þú ert e.t.v. tilbúinn til að taka áhættuna. En þjóðfélagið er ekki tilbúið til þess. Og værir þú eins tilbúinn ef þjóðfélagið stæði ekki bak við þig og tryggði þér sjúkrahúsvist, endurhæfingu og afkomu þó þú takir sjensinn og gerir eitthvað heimskulegt? Tækir þú ótryggðan skutlara í svartri vinnu ef þú þyrftir sjálfur ag greiða sjúkrahúskostnað og misstir allan rétt til sjúkradagpeninga og örorkubóta?

Vagn (IP-tala skráð) 10.8.2019 kl. 20:51

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mín reynsla af því að keyra í París fyrir 20 árum var sú, að það væri betra að fá sér 2-3 rauðvínsglös fyrst. Það gekk allt miklu betur þannig.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.8.2019 kl. 00:36

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú ættir að fara þér hægar í að stimpla landsmenn þína sem glæpsamlega í eðli. Ferli sem eru gegnsæ og ekki yfirdrifið skattlögð njóta yfirleitt ágætrar virðingar.

Geir Ágústsson, 11.8.2019 kl. 05:16

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Ég trúi því! Í Köben keyrir umferðin sennilega að meðaltali á einum bjór á mann.

Geir Ágústsson, 11.8.2019 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband