Þegar aðhald blaðamanna virkar

Fjölmiðlar á Íslandi eru upp til hópa klappstýrur ríkisvaldsins og vinstriflokkanna og frekar fjandsamlegir einkarekstrinum. Þetta er kannski skiljanlegt í ljósi þess að blaðamenn mælast yfirleitt miklu lengra til vinstri en almenningur almennt, og skiptir þá engu hvort við skoðum blaðamenn í Bandaríkjunum, Noregi eða Danmörku.

Þó dettur þeim stundum í hug að líta framhjá eigin persónulegu stjórnmálaskoðunum og leita að fréttum.

Í Danmörku eru blaðamenn til dæmis í sífellu að leita að einhverju klúðri, merkjum um spillingu eða stuld á skattfé almennings. Þeir nýta upplýsingalögin af ákafa til að grafa upp kvittanir, fundagerðir og minnisblöð og hamast svo á viðeigandi aðilum þar til þeir játa sig sigraða. 

Gildir þá einu hvort um sé að ræða opinberan starfsmann, vinsælan stjórnmálamann eða forstjóra einkafyrirtækis.

Fyrir vikið er alltaf hægt að finna einhverja krassandi fyrirsögn um eitthvað sem er talið eiga erindi við almenning. Æsifréttablöðin og stóru blaðarisarnir keppast um að grafa fram hið fréttnæma, hvor á sinn hátt.

Þetta gerist í landi þar sem blaðamenn eru mun lengra til vinstri en almenningur almennt, en láta það ekki skaða störf sín.

Kannski íslenskir blaðamenn séu byrjaðir að læra af þessu?


mbl.is Sigríður fékk undanþágu til þátttöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Að upplýsa og uppfræða er ekki til vansa. - Óþarfi að blanda pólitík í allt. - Hinsvegar er smásálarháttur mörlandans alltaf í þá veru að leita að einhverju til setja menn í snöruna, en rétt á bara að vera rétt. - Seðlabankadaman var, þegar grannt er skoðað, í fullum rétti og með leyfi við þessa framkvæmd gjaldeyriskaupanna. - Blaðmönnum hægri aflanna tókst ekki að gera lítið úr konunni....í þatta sinn.

Már Elíson, 1.8.2019 kl. 11:39

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Var hún ekki að flytjast til landsins til að geta hafið störf í seðlabankanum og þurfti að taka þessa peninga með sér til að kaupa húsnæði hér á landi? Einhversstaðar þarf hún væntanlega að búa.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.8.2019 kl. 12:23

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér sýnist einmitt stefna í mjög krassandi mál:

https://www.vb.is/skodun/spilling-sedlabankans/156096/

Geir Ágústsson, 2.8.2019 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband