Hrein peningasóun

Stundum (en ekki nógu mikið) er rætt um sóun í hinum opinbera geira. Sitt sýnist hverjum. Er þessi nefnd eða stofnun óþarfi eða of dýr í rekstri? Eru laun þingmanna of há? Þarf alla þessa ráðherrabíla? Þurfa opinberir starfsmenn að sækja þessa ráðstefnuna eða hina?

Oft má finna einhvern flöt þar sem er hægt að fá svolitla samúð fyrir útgjöldunum en ekki alltaf.

Sem dæmi um kristaltæra og tandurhreina peningasóun er svokallaður loftslagssjóður. Sóunin er slík að það kæmi sennilega betur út að taka framlögin til hans út í reiðufé og brenna á báli. Þá fengi a.m.k. einhver hlýjuna frá bálinu út úr sóuninni!

Og hvernig er það nú aftur, er meðlimur Sjálfstæðisflokksins fjármálaráðherra? 


mbl.is Hildur skipuð formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er einhver ástæða til að öfunda manneskjuna af því að hafa þarna dottið ofan í 500 milljóna djúpa matarholu Geir? Eigum við ekki bara að samgleðjast henni? Greyið er víst rithöfundur og lítið upp úr því að hafa. Hún verður ábyggilega dugleg að eyða þessum 500 milljónum. Þær hverfa eins og dögg fyrir sólu, og þá verður hún eflaust dugleg að kría út aukafjárveitingu. Fyrir ráðstefnuferðum og svona.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.5.2019 kl. 21:26

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig langar að komast í svona loftslags-eitthvað.

Frítt flug á allskyns kolefnis-ráðstefnur í hlýjum löndum.

Kampavin eins og ég get í mig látið.

Rúntað um allt á limmó.

Kem svo til baka og segi eitthvað um að kolefni muni drepa öll börnin, valda útdauða og sökkva gervallri heimsbyggðinni í hafið nema ég fái að endurtaka leikinn.

Brilljant scheme alveg heint.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.5.2019 kl. 22:01

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hérna hitta menn naglann lóðbeint á höfuðið: Auðvitað er þetta bara hrinekja sem hefur það hlutverk að halda uppi útvöldum einstaklingum á kostnað annarra. Allir vita að raunverulegur ávinningur er enginn (en kannski kemst einhver stjórnmálamaður aðeins oftar í fjölmiðla og minnir kjósendur á sig).

Ef menn hefðu raunverulegan áhuga á að minnka losun koltvísýrings á Íslandi (af einhverjum ástæðum, góðum eða vondum) þá vita menn alveg hvað þarf að gera:
- Lækka skatta (sérstaklega á bíla svo þeir séu endurnýjaðir hraðar)
- Moka ofan í skurði

Geir Ágústsson, 15.5.2019 kl. 07:08

4 Smámynd: Aztec

Það vantar eitt í upptalningu þína á fjæarsóun Alþingis og það eru þessir aðstoðarmenn, sem ráðherrar og ráðherfur þykja sig þurfa. Hvers vegna getur ekki starfsfólk ráðuneytanna ekki sinnt því hlutverki? Það er ekki eins og það sé skortur á starfsfólki. Í Velferðarráðuneytinu (getur verið að búið sé aftur að skipta því upp) vinna um 100 bureaukratar (þ.e.a.s. í ráðuneytinu sjálfu). Mikið af þessum stöðum eru sjálfsagt pólítískir og nepótískir bitlingar sem hafa verið búnir til. Útþensla ríkisbáknsins með óþarfa stöðugildum er eins og útþensla alheimsins.

Í mínu ungdæmi, t.d. á 7. áratugnum var þetta aðstoðarmannakerfi óþekkt, samt voru ráðherrar ekkert að kvarta undan vinnuálagi. Samt var ærið verkefni að fylgjast með að reglum um höft, einokun og skertu viðskiptafrelsi yrði framfylgt, eins og þjóðfélagið var þá. :) Þá var ekki einu sinni til umhvefisráðuneyti og ekki þjáðist umhverfið neitt meira en það gerir nú af þeim sökum.

Og ef afsökunin er að það séu komnar fleiri stofnanir sem séu á ábyrgð ráðuneytanna og þá komum við að 2. atriði í færslunni: Eru þessar stofnanir nauðsynlegar? Innheimtustofnun sveitarfélaganna gæti hæglega verið skrifstofa í fjármála- eða sveitarfélagsráðuneytinu. Fiskistofa gæti verið tvö herbergi niðri á Skúlagötu 4. Afsökunin fyrir að sóa fé í aðstoðarmannalaun með að ráðherra þarf á upplýsingum að halda stenzt ekki því að upplýsingar eru auð-aðgengilegar, allt er á netinu og ráðherra þarf bara að kunna að kveikja á tölvu. Í mínu ungdæmi þurftu allir að fara á bókasafnið til að fá að vita einföldustu hluti. Raunverulega ástæðan fyrir aðstoðarmannakerfinu er auðvitað nepótismi, einkavinavæðingin.

Og minnstu ekki á ferðakostnað vegna hinna og þessara ráðstefna og funda, sem vel væri hægt að hafa yfir Skype. Sérstaklega þegar um er að ræða ráðstefnu eins og Parísarfundinn sem byggður var á gervivísindum og sníkjudýramenningu.

Aztec, 15.5.2019 kl. 13:33

5 Smámynd: Aztec

Ásgrímur, þetta er ekkert mál. En fyrst verðurðu að breyta um viðhorf og tileinka þér sníkjudýrahegðun. Síðan sækirðu um hina og þessa styrki frá EES/ESB og segist ætla að gera eitthvað við loftslagsvandann/loftslagvána/hlýnun/kólnun/whatever. Um leið og þú nefnir koltvíildi, þá opnast þér allar dyr.

Dæmi um styrkveitingar:

Umsækjandi 1: "Ég sæki um styrk upp á 500.000 € til að finna skilvirka leið til að koma í veg fyrir hryðjuverk, auðlindarán og ánauð og fyrir afganginn stöðva borgarastyrjaldir í Afríku". Svar: "Umsókn hafnað, þar eð nytsemi verkefnisins er vafasöm".

cry

Umsækjandi 2: "Ég sæki um styrk til að rannsaka leiðir sem gætu leitt af sér aðferðir sem hugsanleg hefði áhrif á verkefni í Zimbabwe þar sem binding kolefnis..." Svar: "Sagðirðu kolefni? Hérna færðu 2 milljarða evra, verði þér að góðu. Gangi þér vel, engin ástæða til að skila inn kvittunum. Skilaðu bara inn abstract af skýrslu innan þriggja ára".

laughing

Aztec, 15.5.2019 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband