Áróðurinn verður sífellt langsóttari

Ísland er á meðal fárra landa sem hafa hagnast fjárhagslega vegna hnatthlýnunar síðustu áratuga. Þetta kemur fram í rannsókn frá Stanford-háskóla sem birt var í tímariti bandarísku vísindaakademíunnar, PNAS. Í þeirri rannsókn eru hita­sveifl­ur born­ar sam­an við hag­vöxt yfir hálfr­ar ald­ar tíma­bil.

Í annarri rannsókn, ótengd þessari, hefur komið fram að fjöldi þeirra sem drukkna í sundlaugum í Bandaríkjunum á ári helst þétt í hendur við fjölda kvikmynda sem stórleikarinn Nicholas Cage kemur fram í. Ef hann kemur fram í 2 myndum á ári er viðbúið að um 100 manns drukkni í sundlaug. 

Nicholas Cage er greinilega hættulegur sundfólki

Þessi eltingaleikur við að reyna tengja síbreytilegt veðurfar við hitt og þetta er orðinn ansi langsóttur. Hagvöxtur er til dæmis bara að litlu leyti niðurstaða veðurbrigða. Miklu frekar tengist hann fjárfestingum kapítalista í atvinnutækjum sem bæta framleiðni, og því hversu vel ríkisvaldinu tekst vel að kæfa ekki frjálst framtak fólks og fyrirtækja. 


mbl.is Íslendingar hagnast á hnatthlýnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef þessar niðurstöður grundvallast einungis á fylgni eru þær auðvitað alveg ógildar. Rannsóknina er hægt að skoða hér og þá kemst maður að þessu: https://www.pnas.org/content/early/2019/04/16/1816020116

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2019 kl. 09:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég sé ekki betur en að það sé grundvöllur rannsóknarinnar. Grunnforsendan er einfaldlega sú að það SÉ fylgni á milli hagvaxtar og breytinga í hitastigi.

Geir Ágústsson, 6.5.2019 kl. 09:51

3 Smámynd: Geir Ágústsson

En það má auðvitað færa ákveðin rök fyrir því að hitastig hafi áhrif á hagvöxt. Víkingaöldin var hlý og um leið gróskumikil (menn héldu sauðfé á Grænlandi og ræktuðu korn á Íslandi). Víða hafa menn bent á að ýmis hlýskeið hafi verið blómaskeið í menningu og verslun. En hér gildir þá hið empíríska lögmál að því hlýrra því betra, og öll kólnun er þá slæm en öll hlýnun góð.

Geir Ágústsson, 6.5.2019 kl. 09:56

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Auðvitað getur veðurfar að einhverju marki haft áhrif á efnahag. Og jafnvel mikil áhrif. Þar sem er hlýtt og þægilegt og ávextirnir detta upp í fólk úr trjánum er lítill hvati til að þróa nýja tækni. Þar sem er kalt og blautt þarf fólk að hafa meira fyrir lífinu og það hvetur til framþróunar.

Ef tilgátan sem lagt er upp með er að það sé fylgni snýst rannsóknin væntanlega um að prófa þá tilgátu. En fylgni er eitt og orsakasamband er annað. Þess vegna hef ég efasemdir um þessa rannsókn, en ég hef hins vegar ekki lesið hana. Það verður því að taka mínar efasemdir með þeim fyrirvara.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2019 kl. 10:44

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Ef þessar niðurstöður grundvallast einungis á fylgni eru þær auðvitað alveg ógildar."

Gott og mikilvægt að það sé loksins viðurkennt...

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2019 kl. 11:19

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að það sé reyndar alveg viðurkennt, en það er ótrúlegt hvað þessu tvennu er samt oft ruglað saman.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2019 kl. 11:51

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já þessu tvennu hefur oft verið ruglað saman.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2019 kl. 12:32

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Eru menn hér að véfengja það að Nicholas Cage á hvíta tjaldinu komi sundlaugadrukknun eitthvað við?

Geir Ágústsson, 6.5.2019 kl. 12:58

9 Smámynd: Aztec

Já, ábyrgð Nicholas' Cage er mikil.

Hlýnunarsinnar nota óspart ætlað fylgni hitastigs andrúmsloftsins og magn koltvíildis til að sýna fram á að CO2 (og þar með jarðefnaeldsneyti) orsaki hlýnun. En þeir passa sig á að hafa ekki tímaáskvarðann of nákvæman, því að þá myndi sjást, að það er aukið hitastig sem oft leiðir af sér aukið koltvíildi og ekki öfugt. Það sem þeir halda fram í rauninni er að afleiðingin orsaki orsökina.

"Correlation does not indicate cause".

Aztec, 6.5.2019 kl. 13:07

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, en þetta byggir reyndar ekki bara á fylgni milli hitastigs og magns CO2. Ef það væri eina röksemdin væri nú enginn að trúa þessu. Hér má t.d. sjá ágætis yfirlit yfir rökin fyrir því að losun valdi hlýnun: https://www.edf.org/climate/9-ways-we-know-humans-triggered-climate-change

Vandinn í þessari umræðu er, held ég, að fólk er almennt ekkert að reyna að setja sig inn í málin. Sumir trúa því bara að ef eitthvert viðhorf er nógu almennt hljóti það að vera rétt, sér í lagi þegar fylgni er til staðar. Aðrir trúa því að þetta sé allt eitt stórt samsæri eða vísindaleg öræfaferð. Hvorugur hópurinn hefur yfirleitt fyrir því að kynna sér röksemdirnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2019 kl. 13:57

11 identicon

Það virðast vera að flestir öfga hægrimenn eins og þú hafi kokgleypa samsæriskenningar koch bræðra. Hvað var þetta aftur kallað, Nytsamir sakleysingjar.

Já þetta er allt að koma hjá þér Geir, þetta er alveg að koma. LOL!

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 6.5.2019 kl. 14:48

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er út í hött að kalla Geir öfgahægrimann. Hann er frjálshyggjumaður eftir því sem ég best veit og frjálshyggja grundvallast einfaldlega á því að hver maður ráði sér sjálfur og enginn hafi rétt til að ráða yfir lífi annarra. Öfgamenn eiga það hins vegar allir sameiginlegt, hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri, að vilja ráða yfir lífi annars fólks.

Og efasemdir um loftslagsvísindin eiga fullan rétt á sér. Okkur ber, sem hugsandi einstaklingum, að efast um slíka hluti, ekki trúa þeim í blindni. En við verðum líka að forðast að láta efasemdirnar sjálfar verða að trúarbrögðum. Við eigum að efast, leita okkur upplýsinga, og komast síðan að rökstuddri niðurstöðu.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2019 kl. 15:30

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Það þarf ekki að "afneita" loftslagsvísindum til að efast um forspárgildi þeirra, sem hefur hingað til ekki verið neitt. Það má líta á þau sem vísindi eins og hver önnur, þar sem menn setja fram tilgátur, prófa þær aftur á bak og áfram, og fínpússa eftir þörfum.

Loftslagsvísindin eru dauðadæmd sem vísindagrein um leið og einhver fer að tala um "consensus". Meira að segja vísindagreinar sem eiga við miklu einfaldari fyrirbæri, eins og farþegaflæði í gegnum flugvelli, eru aldrei að fara setja í bremsu og hefja markaðsherferð fyrir niðurstöðunum.

En hitt er rétt að mannkynið er að menga: Kolaryk sest á eignir sem enginn getur varið fyrir dómstólum, og sorp flæðir í ár og firði sem enginn má kalla eign sína. Vandamálin hér eiga sér aðalforsendu sem heitir skortur á vernd eignaréttar. Sá skortur sendi súrt regn yfir Austur-Þýskaland á meðan loftið í Vestur-Þýskalandi var hreinna. Sá skortur þýðir að Norður-Kórea er visnuð auðn á meðan Suður-Kórea blómstrar.

Geir Ágústsson, 6.5.2019 kl. 19:27

14 Smámynd: Aztec

Það er rétt, Þorsteinn, að margir hlutir hafa áhrif á hlýnun/kólnun í andrúmsloftinu, fyrst og fremst sólin, svo og vatnsgufa og skýjafar, meðan koltvíildi hefur ENGIN áhrif. Og þetta atriði er gríðarlega mikilvægt, því að allt svindlið er einmitt byggt á þeirri röngu kenningu að hitasveiflur séu af mannavöldum. Þegar almennt verður viðurkennt, þá mun spilaborgin hrynja.

Jafnvel þessi sátt (consensus) sem Geir bryddar upp á, sem af IPCC er sögð vera 97% er líka helber lygi.

Aztec, 6.5.2019 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband