Mánudagur, 8. apríl 2019
Menning spillingar, ofbeldis og kúgunar
Saríalögin eru löggjöf spillingar, ofbeldis og kúgunar.
Það er hægt að vera friðsæll og umburðarlyndur múslími en sá sem styður við saríalöggjöfina vill hvorki frið né umburðarlyndi.
Þar sem saríalöggjöfin er við lýði, formlega eða bara í framkvæmd, þar er skipulega brotið á saklausu fólki á hrottalegan hátt. Þar eru konur meðhöndlaðar eins og búfé eða þrælar. Karlmenn mega allt og eiga allt. Mæður eru látnar fylgja fyrirmælum barnungra sona sinna.
Á Vesturlöndum er í tísku að mótmæla allskonar vitleysu. Vestrænar konur barma sér yfir launakjörum sínum og nemendur skrópa í skólanum til að mótmæla veðurspánni eftir 30 ár. Á sama tíma er verið að grýta samkynhneigða og konur, höggvar hendur af fátækum vasaþjófum og dæla auðlindum heilu ríkjanna í vasa einhverja sóldána sem lifa eins og rómverskir keisarar.
"First world problems" eru ekki raunveruleg vandamál mannkyns. Það má auðvitað mótmæla hinu og þessu og kvarta og kveina yfir einhverju smávægilegu - það er í eðli okkar - en hin raunverulegu vandamál heimsins eru kúgun í nafni ríkistrúarbragða og sósíalisma.
Að vera grýttur til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.