Sunnudagur, 7. apríl 2019
Gott fyrir garðeigendur?
Breski fjölmiðillinn Guardian hefur ákveðið að bæta koltvísýringsgildum inn í veðurspá sína. Þetta eru góðar fréttir fyrir alla sem hafa unun af garðrækt og plöntum. Núna geta menn tímasett gróðursetningu á matjurtum og áætlað uppskeru sína því ef koltvísýringur er mikill þá vaxa plöntur betur (og draga um leið til sín koltvísýringinn, svo rekstraraðilar gróðurhúsa þurfa í sífellu að dæla meira af koltvísýringi inn í þau).
Í nágrenni eldfjalla er kannski hægt að fá vísbendingar um jarðhræringar því eldfjöll losa gríðarlegt magn af koltvísýringi og væntanlega meira í aðdraganda eldgosa.
Einnig má nota upplýsingar um koltvísýring til að spá fyrir um mætingu nemenda í skóla. Eða skrópa þeir bara á föstudögum til að fá langa helgi?
Svo er kannski hægt að nýta koltvísýringsupplýsingar til að spá í veðrið eftir 30 ár, sýrustig sjávar, útrýmingu dýrategunda, flóttamenn frá hamförum í náttúrunni, sjávarstöðu við Maldíví-eyjar og ýmislegt fleira, en hingað til hafa slíkar tilraunir mistekist. Allar sem ein.
CO2 í veðurspár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
Athugasemdir
Hrun frjálshyggjunnar hefur svona áhrif á menn. Sumir hafa allt á hornum sér, aðrir leggjast í þunglyndi, enn aðrir gerast byssubrjálæðingar en svo eru líka til frjálshyggjugaurar sem bara gera grín að öllu saman. Ég held það sé skynsamlegt undanhald....
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.4.2019 kl. 13:40
"Í dag er gildi koltvísýrings hærra í andrúmsloftinu en það hefur verið í milljónir ára. Á þeim tíma var hiti jarðar 3-4 gáður hærri og sjávarhæðin 15-20 metrum hærri en nú er. Þá uxu tré á suðurpólnum."
Úr fréttinn. Hærri koltvísýringur = lægri hiti ?
Haukur Árnason, 7.4.2019 kl. 14:19
Það er í fínu lagi að rannsaka loftslagið en þegar veðurspáin er orðin að kylfu er illt í efni.
Geir Ágústsson, 7.4.2019 kl. 18:15
Haukur, þetta er einmitt það sem ég tók eftir strax. Ég þurfti að lesa klausuna þrisvar til að fullvissa mig um að hafa lesið rétt. Þessi staðreynd sýnir það að CO2 orsakar EKKI aukinn hita og hefur aldrei gert.
Það er á tímbilum hefur verið einhver fylgni milli hitastigs og koltvíildismagns í andrúmsloftinu, en eins og vísindamaðurinn Ian Clark hefur sýnt fram á þá er það aukinn hiti sem orsakar aukið CO2 og ekki öfugt.
Hvenær nytsömu bjánarnir (sérstaklega vinstripólítíkusar og ruslfjölmiðlar eins og Guardian) sem trúa því að mannfólkið geti stjórnað veðurfarinu vitkast veit ég ekki, en ég veit það að þeir sem viðhalda þessu svindli hlæja alla leiðina í bankann með fúlgurnar sem þeir hafa grætt á því, fúlgurnar sem skattgreiðendurhafa hafa þurft að greiða.
Loftlagsbreytingar eru engin ógn. Við jarðarbúar höfum verið með breytilegt veðurfar mjög lengi eða allt að 4,5 milljarða ára og veðrið heldur áfram að vera skýjað á köflum þangað til jörðin líður undir lok eftir jafnlangan tíma.
Aztec, 11.4.2019 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.