Hvað með að byrja á réttum enda?

Það er að sögn skortur á ódýru húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Framboð er miklu minna en eftirspurn. Hvað er til ráða?

Niðurgreiðslur!

Bætur!

Þak á húsaleigu!

Niðurgreidd lán!

Sérákvæði um niðurfellingu stimpilgjalda á suma en ekki aðra!

Hefur engum dottið í hug að byrja á réttum enda og skoða hvers vegna framboð af hentugu húsnæði er ekki nægjanlegt?

Gæti hugsast að fyrir því séu ástæður og að þær séu ekki þær að verktakar hafni vinnu?

Já, auðvitað.

Húsnæði þarf lóðir. Engar lóðir, ekkert húsnæði.

Söluverð þess þarf að duga fyrir kostnaði. Hár kostnaður þýðir hátt uppsett verð.

Hið opinbera er hinn stóri dragbítur. Niðurgreiðslur mismuna. Frjáls markaður þarf að fá að starfa. Stjórnmálamenn eiga að einbeita sér að einhverju öðru en húsnæði, t.d. því að lesa skýrslur hvers annars.


mbl.is Ríkið styðji við íbúðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sósíalismi andskotans er ad aumingjavaeda tjódina til undirgefni vid kerfid, svo haegt sé ad rádskast med landslýd, eftir gedthótta hugsjónagerldra stjórnmálamanna og sjálfhverfra embaettismannaelítu. Ekki annad ad sjá en vel midi med aetlunarverkid hjá thessum óbermum, sem virdast baedi hugsa og horfa út um rassgatid á sér.

 Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2019 kl. 10:34

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einfaldast væri auðvitað að afnema verðtrygginguna.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2019 kl. 14:23

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nei - ég held að ef ekki væri fyrir allt þetta flókna kerfi niðurgreiðzlna og bóta, með tilheyrandi boðum og bönnum, þá kæmu fram nokkur vandamál sem hinum almenna kjósanda finndust alveg ótæk:

1: allir þessir bíríkratar yrðu að fá vinnu sem jafnvel skilaði þá einhverju gagni.

2: skattar gætu hugsanlega lækkað, þar með verðbólga, og fólk hefði meira á milli handanna.

3: af 1 & 2 leiðir að lífskjór myndu aukast.

Þetta hefur mér sýnst að skelfi fólk á mörgum sviðum samfélagsins meira en margt annað.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.4.2019 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband