Föstudagur, 22. mars 2019
Þegar ræstitæknir breytist í ryksuguróbot
Hvað gerist þegar starfsmaður leggur niður störf og lögin banna atvinnurekanda að finna annan starfsmann?
Tvennt gerist, að minnsta kosti:
- Leiða verður leitað til að skipta þeim starfsmanni út fyrir eitthvað tæki sem sinnir svipuðum verkefnum á ásættanlegum afköstum
- Leiða verður leitað til að fækka í fjölda þess konar starfsmanna á einn eða annan hátt, t.d. með því að leita á náðir verktaka með öllum sínum kostum og göllum
Það er einkennilegur siður að leggja niður störf og ætlast í staðinn til þess að njóta betri kjara að verkfalli yfirstöðnu. Hvers konar foreldrar eru formenn verkalýðsfélaga?
Ástand sem getur ekki varað lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Athugasemdir
Verkföllin munu örugglega leiða eitt gott af sér: Mikinn vöxt hjá þeim fyrirtækjum sem einbeita sér að því að selja lausnir sem auðvelda sjálfvirknivæðingu: Betri er ryksuguróbot á gólfi en Eflingarfélagi í verkfalli.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2019 kl. 21:52
Það er svo sannarlega reynslan víða, td í þeim ríkjum/borgum Bandaríkjanna sem hafa hækkað lögbundin lágmarkslaun úr hófi.
Geir Ágústsson, 22.3.2019 kl. 21:55
Þess vegna ættum við kannski að fagna verkföllum Geir. Þau hraða þróun í átt að meiri framleiðni og þar með hagvexti. Neyðin kennir naktri konu að spinna og hóteleiganda í verkfallsvandræðum að taka tæknina í þjónustu sína.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2019 kl. 10:24
Þetta verður bara gert svart, held ég.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2019 kl. 12:17
Það er sorglegt að ófaglærðum og ungu fólki sé hrint með hörku á atvinnuleysisbætur, þvert â vilja atvinnurekenda og áður en ný tækni nær að þroskast.
Geir Ágústsson, 23.3.2019 kl. 12:46
Ætli unga fólkið fái ekki bara vinnu við að þróa tæknina?
Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2019 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.