Laugardagur, 16. mars 2019
Loftslagsbreytingar hvað?
Íslendingar ættu að vita það allra best að náttúran er harður húsbóndi. Hún getur þakið landflæmi með ösku eða vatni, feykt í burtu húsum og bílum, brotið veggi og gler, sökkt skipum, drepið úr kulda og svona mætti lengi telja.
Íslendingar hafa brugðist við þessu með tvennum hætti:
- Drepist
- Varist
Fyrri lausnin var yfirleitt eini valkosturinn á meðan Íslendingar voru bláfátæk torfkofaþjóð. Hin síðari er valin þegar þess er kostur. Íslendingar reisa snjóflóðavarnir, halda úti björgunarsveitum, reikna jarðskjálfta inn í burðarþol bygginga og forðast að byggja þar sem sjór, sandur eða jöklaár sópa öllu í burtu.
En núna er okkur sagt að loftslagið sé að breytast á óþekktum hraða. Gefum okkur að sú lygi sé sönn: Hvað er þá til ráða?
Það sem er til ráða er að gerast eins ríkur og úrræðagóður og hægt er og gera viðeigandi ráðstafanir.
Við erum ekki í vitahring þar sem aukin auðsköpun ýtir undir loftslagsbreytingar sem ýta undir þörfina á auðsköpun sem ýtir enn undir loftslagsbreytingar.
Leyfum fólki að vinna saman og stunda viðskipti og verja eigur sínar. Vandamál leyst - öll!
Staurar brotnuðu og línur slitnuðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
https://www.google.com/search?q=allan+savory&oq=alan+savory&aqs=chrome.1.69i57j0l5.6757j0j4&sourceid=chrome&ie=UTF-8
Og öll mál leyst.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 16.3.2019 kl. 19:53
Góður!
Halldór Egill Guðnason, 17.3.2019 kl. 00:43
Sæll Geir,
"En núna er okkur sagt að loftslagið sé að breytast á óþekktum hraða..." segir þú hérna.
Við erum búinn að heyra um svona áður í mörg ár (eða aftur og aftur), þannig að menn eru hættir að kaupa þennan áróður hans Al Gore um Global Warming af mannavöldum. En það er rétt eitthvað af fólki hefur reyndar keypt þessar lygar, og það er búið að koma á þessum kolefnisskatti fyrir NWO elítuna. Menn eru eitthvað farnir að skoða aðrar orsakir fyrir þessari hlýnun, svo og á öðrum himinhnöttum í kringum okkur, er að samaskapi hafa verið að sýna hlýnun.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 17.3.2019 kl. 10:09
Flott grein. Við erum komin með öfgarnar á sjálfstýringu og þar er stórt vandamál sem er illleysanlegt. Hvernig stoppum við alla skóla heimsins þar sem stór hluti kennara eru sjálfir af kynslóð öfga.
Valdimar Samúelsson, 18.3.2019 kl. 09:22
Tilkynnti Al Gore ekki að við værum öll komin á kaf fyrir árið 2000?
Halldór (IP-tala skráð) 20.3.2019 kl. 08:18
Manhattan í New York á fyrir löngu að vera komin á kaf.
Sömuleiðis Maldivi-eyjarnar í Indlandshafi. Þó er svo ekki, eins og má sjá hér:
https://www.skylinewebcams.com/en/webcam/maldives/lhaviyani-atoll/kurendhoo/kuredu-island.html
Um leið ætti húsnæðisverð við strandlengjur að vera komið á botninn og kostnaður við tryggingar á slíkum húsum að vera komnar í himinhæðir. Svo er þó ekki.
Maðurinn er að eyðileggja náttúru og umhverfi á ótal mismunandi vegu (þá aðallega í ríkjum þar sem eignarétturinn er veikur og framtíðavirði lands því lítils virði). Hann er hins vegar ekki að breyta loftslaginu.
Geir Ágústsson, 20.3.2019 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.