Opinber verðskrá skilnaðar og gjaldþrot feðra

Þegar par eða hjón sem eiga barn eða börn skilja tekur við ákveðið ferli sem byrjar á því að aðilar reyna að ná sáttum og mistekst. Hið opinbera skerst þá í leikinn og úrskurðar að maðurinn greiði konunni meðlag (óháð því hvað barnið er mikið hjá móður eða föður) sem hún fær skattfrjálst sem tekjur. Konan getur svo hent í eins og eina eða tvær ásakanir á föðurinn og hann fær þar með ekki að sjá barnið sitt eins lengi og konunni sýnist.

Þetta er vonandi ekki sviðsmynd flestra sambandsslita á Íslandi en gildir þó um mörg hundruð tilvik. Fráskildir feður eru oft útilokaðir frá því að hitta barn sitt, og það er þeim þungbært. Þeir eru mjög oft á vanskilaskrá enda eru meðlagsgreiðslurnar háar. Þeir fremja oft sjálfsmorð.

Auðvitað er ég ekki með tölurnar á hreinu enda er ekki í tísku að rannsaka svona mál. Vonandi breytist það í náinni framtíð.

Hið opinbera stuðlar að því að skilnaður getur orðið mjög fjárhagslega ábatasamur fyrir mæður. Með skilnaði má líka rústa lífi makans og er oft gert. 

Dag einn munu fráskildir feður rísa upp og mótmæla óréttlætinu. Ég bíð spenntur. Börn eiga ekki skilið að vera notuð eins og vopn og enn síður að vera svipt föður sínum.


mbl.is Sáttameðferð mikilvæg við skilnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég þekki eitt átakanlegt dæmi um föður sem var flæmdur heim burtu frá börnum sínum,búandi erlendis (þau eru bæði íslensk).Vinnandi mál í hæstarétti hér breytir afar litlu. 

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2019 kl. 01:32

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það þekkja flestir svona sögur en um leið er fátt um opinbera tölfræði, sem sýnir kannski að þetta sé mjög stórt og alvarlegt mál sem er um leið hunsað af stjórnmálamönnum, fræðasamfélaginu og fjölmiðlafólki.

Geir Ágústsson, 28.2.2019 kl. 19:11

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo getur móðir bannað öðru eða báðum foreldrum sínum að sjá barnabarn sitt. 

Sigurður I B Guðmundsson, 28.2.2019 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband