Mánudagur, 25. febrúar 2019
Lömbin leidd til slátrunar
Hvernig er hægt að koma sem flestum lömbum til slátrunar til að hlaða undir eigið egó? Áætlunin virðist vera svohljóðandi:
- Tromma upp herskáa stemmingu ("himinháir skattar eru ekki ástæða dýrtíðar á Íslandi, heldur níska atvinnurekenda")
- Framleiða meingallaða hagfræði ("verðhækkanir leiða ekki til minnkandi eftirspurnar")
- Bera fjarstæðukenndar kröfur á borðið
- Gefast hratt upp á að semja
- Fara í verkföll (því fleiri og lengri, því betra)
- Ná fram óraunhæfum kröfum af einhverju tagi
- Sjá meðlimi sína sópast á atvinnuleysisskrá þar sem þeir breytast í öskuilla kjósendur
- Bjóða fram til kosninga og ná þessum öskuillu kjósendum á sitt band
- Komast til valda
- Ráða Gunnar Smára Egilsson og bandamenn í þægilega og vel launaða innivinnu
Fyrstu atriðin eru nú þegar komin til framkvæmda. Sjáum hvað setur.
Greiða atkvæði með verkfallinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já...
Eini vandinn við Gunnar Smára og co er samt að hann er bara eins og liðið sem hann mun leysa af.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.2.2019 kl. 13:31
Sæll Geir, ég sé að þú hefur bætt á þig Valhallarvælinu ofaná Stokkhólmssyndrómið.
Magnús Sigurðsson, 25.2.2019 kl. 14:15
Vinstrimenn elska að smíða samsæriskenningar (sem hægrimönnum finnst yfirleitt bara krúttlegar), en hreinlega þola ekki að heyra þær (telja sig hafa einkarétt á opinberri umræðu).
Eftir stendur: Vinstrimenn og verkföll eru eiturkokkteill fyrir venjulegt launafólk, og þeir vita það en halda samt uppteknum hætti. Hvers vegna?
Geir Ágústsson, 25.2.2019 kl. 17:38
Þá ert þú að gefa þér það að þessir verkalýðsleiðtogar hafi aðra og meiri framtíðarsýn en að ætla sér að verða frægari en Gvendur Jaki. Að þeir hafi nægjanlega mikið vit til að geta kokkað upp svona plott.
Sjálfur veit ég ekki hvort er verra. Verkalýðsforingjar sem virðast ekki geta hneppt skyrtu skammarlaust eða þú með álhattinn og samsæriskenningarnar.
Vagn (IP-tala skráð) 25.2.2019 kl. 19:31
Fyrir Gunnari Smára vakir aðeins að ná sér í peninga.
Fyrir marxistunum vakir að koma á upplausn og ná í kjölfarið völdum.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.2.2019 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.