Drepum fátæklinga

Þeir sem tala í nafni umhverfisverndar eru oftar en ekki bara að berjast gegn frjálsum markaði. 

Stór yfirlýsing? Nei, alls ekki.

Úti í hinum stóra heimi er fólk án menntunar, kaffihúsa, fjármagns og Apple-síma. Hvað á þetta fólk að gera til að afla sér lífsviðurværis? Það hefur ýmislegt til sölu, þrátt fyrir allt: Vinnuafl sitt og auðlindir. Þessar auðlindir geta verið vatn, tími, landbúnaðarafurðir, hafnaraðstaða og ódýrt land. Þetta fólk getur boðið aðilum með fjármagn að fjárfesta, ráða fólk í vinnu og nýta auðlindirnar til að skapa störf.

Á að banna þetta?

Nei, auðvitað ekki.

En þá kemur vestræni græninginn og bendir á að verið sé að menga vatnið, nota mikið af auðlindum og láta fólk vinna lengi.

Mengun er slæm, en hún er nánast undantekningalaust afleiðing illa skilgreindra eignaréttinda. Það eiga allir að berjast fyrir vernduðum eignarrétti. Þar sem fólk getur varið eigur sínar, t.d. fyrir dómstólum, þar er mengun haldið í skefjum.

En auðlindir og vinnuafl eru það sem fólk í fátækjum ríkjum getur selt og það eigum við að kaupa. Þannig verður fátækt fólk ríkara.

Kaupum ódýra boli en hjálpum um leið öllu mannkyni að verja eigur sínar gegn mengun, ríkisvaldi og ræningjahópum. Þá erum við að tala um frjálsan markað sem kemur mannkyninu öllu til góða, bæði til lengri og skemmri tíma. 


mbl.is 2.700 vatnslítrar í einn stuttermabol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver vill ekki skipta á hreinu vatni í sig og sína fyrir iphone? Og ef eignarrétturinn er eitthvað að vefjast fyrir fjölþjóðafyrirtækjum þá getur fólk án menntunar, kaffihúsa, fjármagns og Apple-síma bara farið dómstólaleiðina. Þar sem fólk getur varið eigur sínar, t.d. fyrir dómstólum, þar er mengun haldið í skefjum í hverfum hinna efnameiri. Náttúran og heilsan eru það sem fólk í fátækjum ríkjum getur selt og það eigum við að kaupa. Þannig verður fátækt fólk sjúkt og við ríkari. Þá erum við að tala um frjálsa markaðinn hans Geirs.

Vagn (IP-tala skráð) 24.2.2019 kl. 21:06

2 identicon

"Þeir sem tala í nafni umhverfisverndar eru oftar en ekki bara að berjast gegn frjálsum markaði. "

Þetta er tómt bull, þeir eru að berjast fyrir nýjum og fjölbreittum orkumarkaði.

Skammsýni Anarco Capitalista er engum takmörkunum háð, að því er virðist.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 25.2.2019 kl. 03:50

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Af hverju var Vestur-Þýskaland hreint og ríkt en Austur-Þýskaland fátækt og mengað?

Geir Ágústsson, 25.2.2019 kl. 05:44

4 identicon

Af hverju eru heilu bæjarfélögin í Bandaríkjunum undirlögð af sjúkdómum sem rekja má til eiturefnamengunar í kranavatni frá námum, borholum og verksmiðjum meðan vatnið er hreint og íbúar heilsuhraustir á Kúbu? Er markaðurinn frjálsari og fólkið ríkara á Kúbu?

Vagn (IP-tala skráð) 25.2.2019 kl. 19:43

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þegar þú segir "heilu bæjarfélögunum" ertu þá að meuna lítil og staðbundin vandamál sem hafa skapast af sérstæðum aðstæðum sem menn vita af og eru að reyna laga, á meðan íbúar Kúbu lifa enn í fortíðinni?

Geir Ágústsson, 26.2.2019 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband