Hvað vilt þú í laun? Djók, þú færð taxtalaun

Það eru til tvær tegundir launafólks:

  • Þeir sem geta samið um sín kaup og kjör (og nota gjarnan viðmiðanir úr könnunum og aðstoð sérfræðinga eða ráðgjafa til að hafa hugmynd um raunhæf launakjör)
  • Þeir sem geta ekki samið um sín kaup og kjör (en vona það besta þegar aðrir semja fyrir þeirra hönd)

Af hverju vilja margir að sem flestir tilheyri seinni hópnum?

Núna eru þeir í seinni hópnum á leið í verkfall nema eitthvað kraftaverk eigi sér stað (t.d. það að herskáir og háværir verkalýðsforingjar kyngi yfirlýsingum sínum um einhvers konar byltingu).

Nú þegar eru fyrirtæki byrjuð að segja upp fólki til að lækka launakostnað. 

Ef launakostnaður hækkar meira munu fyrirtæki færa störf til útlanda (ef þau eru ekki byrjuð að því nú þegar). Fyrirtæki og ferðamenn hætta við að koma til Íslands (ef það er ekki orðin raunin nú þegar). 

Til að bæta kjör launafólks þarf að auka verðmætasköpun þess eða lækka skatta á laun, varning, þjónustu og fjármagn, en gjarnan bæði.

Til að gefa þeim duglega færi á hærri launum þarf að frelsa hann frá launatöxtum verkalýðsfélaganna. 

Til að gefa þeim lata hvata til að standa sig betur þarf að koma honum af launatöxtum verkalýðsfélaganna.

Til að bæta kjör launafólks þarf að létta á þeirri byrði sem ríkisvaldið er. Þeir sem fjármagna hið opinbera verða alltaf venjulegir starfsmenn venjulegra fyrirtækja. Töflureiknaforritum skjátlast þegar þau segja að það megi mjólka þá ríku meira.

Vonum að Íslendingar komist í gegnum þetta tímabil ólæsis í hagfræði og skilningsleysis á hegðun raunverulegs fólks.


mbl.is Viðræðum hefur verið slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við værum hér öll vel haldin á þessum taxtalaunum, en við erum rukkuð um ~80% skatt þegar allt er talið.... svo þannig er það.

Þetta var vitað, en það er ekki fyrr en nú fyrsta að menn virðast vera að átta sig.

Sem þýðir að það verður farið að ganga út frá því eftir svona 20 ár.  Með smá heppni.

Ég sé fyrir mér að ríkinu verði haldið uppi af sí-minnkandi hópi fólks.  Og öllum þyki það alla tíð dularfullt hve illa gengur á öllum sviðum - að ríkið hafi grunsamlega lítnn pening, og fólkið hafi grunsamlega lítinn pening, og allir nöldra í hvorn annan út af þessu, og ekkert miðar í neina átt.

Það yrði kraftaverk, fyrirboði heimsendis jafnvel ef skynsamir menn færu að stjórna þessu batteríi á einhvern vitrænan hátt.

Fólk vill ekkert svoleiðis.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.2.2019 kl. 20:27

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Getur verið að markmið marxistanna sem hafa náð völdum í verkalýðshreyfingunni sé alls ekki það að bæta kjör láglaunafólks?

Getur verið að markmiðið með því að setja fram algerlega óraunhæfar kröfur sem vitað er fyrirfram að atvinnurekendur geta ekki gengið að sé aðeins það að reyna að valda upplausn í samfélaginu, brjóta niður strúktúr samfélagsins til að undirbúa jarðveginn fyrir valdatöku sósíalista?

Getur verið að draumurinn sé sá að þegar allt er komið í klessu verði fólk bara fegið þegar fjögurra blaða Smárinn stormar þinghúsið og stjórnarráðið með félögum sínum og kemur á friði að nýju?

Þorsteinn Siglaugsson, 21.2.2019 kl. 23:29

3 identicon

Kannski kemur slagorðið "Venesúela heim" fram á yfirborðið fyrr en síðar?

Þetta er alveg súrealískt ástand.

Ég er annars feginn að vera ekki á taxta einhvers verkalíðsfélags

emil (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 15:15

4 identicon

Undarlegt áður en þessar viðræður fóru af stað þá var mikið talað um styttingu vinnuvikunnar. Í Ráðhúsi Reykjavíkur er tilraunaverkefni um styttingu og sumir starfsmenn hafa stytt vinnuvikuna hjá sér svo mikið að þeir eru aldrei við.

Annars er ótrúlegt að ætlast sé til að almenningur taki afstöðu í þessari deilu Gunnar Smári segir að 40% landsmann sé undir hungurmörkum!

og aldrei fáum við að sjá þá pappíra sem lagðir eru fram á milli deiluaðila svo koma þeir og ljúga hver um annan þveran um hvað laun sé verið að gera kröfu um

Borgari (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 21:11

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Gunnar Smári er amk. ekki undir hungurmörkum. Hann hefur frjálsan aðgang í digra sjóði Eflingar. Og það var nú væntanlega líka markmiðið með valdatökunni.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2019 kl. 13:37

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er allt mjög einkennilegt. Efling er nú þegar búin að merkja bíla með verkfallsslagorðum. Það hlýtur að hafa krafist undirbúnings og einnig falið í sér kostnað. Fyrirtæki halda að sér höndum og sum jafnvel byrjuð að segja upp fólki. Um leið bendir enginn á að íslensk lágmarkslaun eru himinhá á heimsmælikvarða og ættu auðveldlega að duga fyrir öllum nauðsynjum. Vandamálið er að það er svo dýrt að lifa - skattar eru háir og reglugerðir kostnaðarsamar. 

Menn ætla í verkföll, sama hvað tautar og raular.

Geir Ágústsson, 25.2.2019 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband