Óformleg tillaga

Icelandair tapar milljörðum. WOW Air er nánast orðið að ferðaskrifstofu. Ferðamannastraumurinn er að gefa aðeins eftir. Mörg flugfélög eru rekin á lánsfé og bjóða ósjálfbær fargjöld. Olíuverð er alltaf að breytast. Hvað er til ráða?

Ég er með hugmynd: Rúllið áfengisvagninum út áður en nokkuð annað gerist í fluginu.

Einu sinni sat ég í lítilli flugvél sem flaug frá Álaborg til Osló. Þar var flugfreyjan komin af stað á meðan flugvélin var ennþá á leiðinni upp, og ýtti á undan sér vagni með mat og áfengi. Ég var kominn með bjór í hendurnar áður en flugvélin var orðin lárétt í loftinu. Ég var kominn með annan bjór þegar flugvélin seig niður á við aftur, ekki löngu síðar. Þetta var gott flug.

Í dag eyða flugþjónar miklum tíma í allskonar sem aflar flugfélaginu engra tekna. Ég efast um að það sé allt vegna reglugerða. 

Rúllið áfengisvagninum út um leið og það má, og gerið viðskipti við hann eins auðveld og hægt er á öllu fluginu.

Vandamál leyst. Það var ekkert.


mbl.is Tap Icelandair nemur 6,7 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Enn betri hugmynd væri að hafa bara brennivínskrana og slöngu fyrir ofan hvert sæti og kveikja á dælunni um leið og vélin er ræst embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 8.2.2019 kl. 09:09

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þekki konu yfir miðjum aldri sem kaupir alltaf nokkrar af smáflöskunum í fríhöfninni og sturtar í sig á fluginu (án þess að vekja athygli flugþjóna á sér). Það er sennilega það næstbesta. 

Geir Ágústsson, 8.2.2019 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband