Dýrt að geta ekkert gert

Nú er blásið til fyrirsagna um tímabundnar lokanir á örlitlum hluta bandaríska alríkisins: Þær hafa kostað fúlgur fjár!

Nema hvað?

Alríkið er eins og hver önnur opinber eining sem heldur úti ákveðinni þjónustu sem um leið fæst ekki annars staðar því það fær enginn að stunda samkeppni við hið opinbera.

Hið opinbera kostar okkur alltaf miklu, miklu meira en sem nemur skattfé sem rennur til þess. Hið opinbera heldur úti biðröðum sem enginn fær að keppa við. Það skyldar okkur til að útvega ákveðna pappíra sem við megum ekki vera án. Það lætur okkur uppfylla allskyns skilyrði fyrir hinu og þessu sem við gætum alveg lifað án. 

Þegar hið opinbera lokar snemma þá kemst enginn í gegnum reglu- og pappírsmúrinn sem það skyldar okkur til að klífa því það er ekki boðið upp á aðrar leiðir.

Ef Bónus lokar er hægt að fara í Krónuna.

Ef penninn verður bleklaus er hægt að nota blýant.

Ef hið opinbera lokar er ekki hægt að snúa sér annað.

Einkaaðilar geta sett saman flókna bíla sem við setjumst inn í og þenjum upp í 100 km/klst, þess fullviss að beltin bjarga, dekkin snúast og loftpúðinn þenjist á réttum tíma ef illa fer.

En þegar kemur að því að fletja út blöndu af möl og tjöru sem sömu bílar keyra á þá þarf allt í einu opinbera stofnun til að fylgjast með öllu.

Einkavæðum allt.


mbl.is 11 milljarða dala tap vegna lokananna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En bílar eru framleiddir undir ströngu eftirliti opinberra stofnana. Og fá ekki að fara út í umferðina nema öllum stöðlum hins opinbera hafi verið fylgt og öryggisbúnaður sé samkvæmt lögum.

Vandræði með blæðingar á malbiki með tilheyrandi tjóni og hættu, þegar verktakar nota ódýrari efni en hið opinbera ætlast til, eru vel þekkt vandamál síðan einkaaðilar fengu að taka að sér lagningu slitlaga.Related image

Vagn (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 22:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Staðlar geta verið alþjóðlegir og skrifaðir af einkafyrirtækjum. Það gildir raunar um flesta þá staðla sem ég vinn með. Í fæstum tilvikum geta landslög náð yfir tæknilega flókin viðfangsefni. Ég efast um að mörg íslensk lög nái yfir suður á öxlum.

Kannski malbikið sé einmitt það einfalt fyrirbæri að þingmenn og embættismenn treysta sér til að setja reglur um slíkt í stað þess að vísa í alþjóðlega staðla?

Annars er frægt á Íslandi hvað Vegagerðin fær verktaka til að gera, t.d. blanda lýsi í malbikið í stað betri efna sem leiðir til þess að mávarnir leggjast á göturnar og reyna að sleikja það upp.

Geir Ágústsson, 29.1.2019 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband