Dagurinn þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti 10% fylgi

Einu sinni sá ég línurit sem sýndi fylgi Sjálfstæðisflokksins yfir nokkur ár. Þar var bent á að flokkurinn missti 10% fylgi þegar formaður flokksins vildi borga Icesave-kröfur Breta og hefur ekki náð því fylgi aftur síðan.

Kannski er þetta dæmi um tilviljun en kannski er um orsakasamhengi að ræða.

Það er rétt sem margir segja að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn langt frá grunnstefi sínu. Þetta birtist meðal annars í því að þegar sumir stjórnmálamenn flokksins tala á fullkomlega eðlilegum nótum Sjálfstæðisstefnunnar þá hljóma þeir eins og utangarðsmenn.

Hér má t.d. nefna Óla Björn Kárason þingmann og Katrínu Atladóttur borgarfulltrúa. Þetta er fólk sem skilur út á hvað grunnstef Sjálfstæðisflokksins gengur og vinnur samviskusamlega að því. Samt finnst mér þessi tvö, meðal annarra, stinga í stúf þegar horft er yfir breiða sviðsmynd flokksins.

Að mínu mati þarf Sjálfstæðisflokkurinn að losa sig við formann sinn. Honum fylgir einfaldlega of mikill farangur: Icesave-stuðningurinn, bankaumsýsla í tengslum við hrunið, andúð hans á frjálshyggju, ásókn hans í ráðherrastól og misræmi milli stefnuræðuhalda og framkvæmda. 

Flokkurinn þarf að hætta ásókn í miðjuna og sækja til hægri þar sem tómarúm er í íslenskum stjórnmálum. Þetta þýðir: Boða sölu á öllum ríkisfyrirtækjum, opna stórkostlega á aðkomu einkaaðila þar sem þeim er í dag meinaður aðgangur, lækka skatta og skuldir - hvoru tveggja - á miklum hraða, losa ríkið við lífeyrisskuldbindingaklafann, t.d. með því að breyta stöðum opinberra starfsmanna í verktakastöður, og fækka verkefnum hins opinbera almennt eins og frekast er unnt (án þess að færa þau bara í hendur sveitarfélaga þar sem þau halda áfram að versna í gæðum og hækka í verði).

Þess má geta að ég er ekki Sjálfstæðismaður heldur frjálshyggjumaður. Einu sinni höfðu frjálshyggjumenn athvarf í Sjálfstæðisflokknum en mér finnst blasa við í dag að það athvarf er lokað, ef einstaka ungliðasamtök eru undanþegin.


mbl.is Þykir alltaf vænt um Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er góð hvatning og þörf. Stærð ríkisbáknsins og stöðugur vöxtur er verulegt áhyggjuefni. Og aldrei virðist neinum detta í hug að spyrja gagnrýninna spurninga þegar enn ein "stofan" er stofnuð (er ekki Háttatímastofa næst?), eða enn einn upplýsingafulltrúinn ráðinn. Það er rétt að eitt sinn höfðu frjálshyggjumenn rödd í Sjálfstæðisflokknum og áttu þar athvarf. En undanfarin ár er eins og athvarfinu hafi verið komið fyrir í hljóðeinangruðu herbergi og skellt í lás.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.1.2019 kl. 13:31

2 identicon

Mjög athyglisverður pistill, sem lýsir því vel hvernig komið er fyrir Sjálfstæðisflokknum.  Hvorki frjálshyggjumönnum né íhaldsmönnum líka óheilindi búrakrata formannsins og fylgdarstúlkna hans, brúnettunnar og ljóskunnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 13:44

3 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er, undir forystu Bjarna, orðinn að ríkisbákns skrifræðisflokki og þjónar einungis hagsmunum nómenklatúrunnar, í stíl sovétsins forðum daga. 

Og nú hefur einn aðjúnkt við ríkisháskólann, HÍ, boðað okkur þau tíðindin í gegnum málgagn ríkisins, silfurmálgagn ríkisútvarpsins, að við skulum öll hafa eina skoðun og megum ekki aðra skoðun hafa. 

Minna má á að framlög Bjarna fjármálaráðherra ríkisins til málgagns ríkisins voru aukin við afgreiðslu fjárlaga ríkisins, tekið úr vösum almennings.  Já, áróðurinn fyrir einni, samræmdri og skefjalausri ríkisskoðun, skal nú hertur af Sjálfstæðisflokknum, á kostnað almennings.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 14:35

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 Þetta eru athyglisverðar "pælingar". En Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið frjálshyggjuflokkur, en "nýfrrjálshyggja" er einungis innantómur frasi sem andstæðingar flokksins hafa reynt að nota sem "sleggju" gegn flokknum.

Fyrst og fremst hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið nálægt því að vera eitthvað sem ég hef kallað "Sósíalkristilegur Íhaldsflokkur".

Það er ekki það að ekki hafi mátt greina frjálshyggjulegar áherslur seint á 8. áratugnum og snemma á þeim 9.

En það að vera lengra til hægri en aðrir flokkar í landinu, gera það ekki að verkum að flokkurinn sé hægri flokkur, einfaldlega að hann sé minna til vinstri en hinir flokkarnir.

En hitt er svo að í kosningum er yfirleitt nóg að vera örlítið skárri kostur en hinir flokkarnir, og það hefur fleytt Sjálfstæðisflokknum langt.

En sífellt nýjir flokkar, gera það að verkum, að reynslusagan virkar ekki sem skyldi.

Þannig hefur "kennitöluflakk" þeirra flokka sem eru lengra til vinstri virkað.

En frjálshyggjuflokkur hefur aldrei verið til á Íslandi, og ef ég á að vera hreinskilinn, þá á ég ekki von á því að slíkur flokkur myndi ná virkilegri fótfestu, alla vegna ekki eins langt og ég get séð.

Andstyggileg hugsun, en því miður eins og ég sé stöðuna í dag.

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2019 kl. 16:49

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góðar vangaveltur Geir, hvenær ættli flokksmeðlimir Sjalfstæðisflokksins vakni af sínum martraðar draumi?

Spyr sá sem ekki veit.

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 27.1.2019 kl. 17:20

6 identicon

Í dag er BB rétti leiðtoginn fyrir S

Íslendingar eru langt frá að vilja selja banka, Landsvirkjun og fl

S þarf ekki "sterkan" leiðtoga einsog Trump?

heldur nútíma leiðtoga sem hlustar og kemur með málamiðlanir en ekki yfirgang

Grímur (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 18:31

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Talandi um Trompið, í það minsta þá er hann að uppfylla kosningarloforðin, sem auðvitað er yfirleitt ekki gert á Íslandi. 

Ég kaus Trompið ekki og ekki heldur kerlinguna Hildiríði Klinton og er ekki skráður í Sjálfstæðisflokkinn og hef aldrei verið það.

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 27.1.2019 kl. 19:41

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Slagorð Sjálfstæðisflokksins: "Stétt með stétt" og "Gjör rétt,þol eigi órétt" virðast gleymd og tröllum gefin.

Grímur, Bjarni Ben. er ekki leiðtogi sem hlustar, þvert á móti. Hann hefur farið gegn samþykktum landsfundar flokksins og haft þau að engu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.1.2019 kl. 16:06

9 identicon

Málmiðlanir Tómas minn málamiðlanir - mundu eftir Luðvíki Jóseps "Geri allt til að vera í ríkisstjórn og hafa ÁHRIF"

Flokkurinn væri í Samfylkingarfylgi ef ÞKG væri leiðtoginn

allavega væri ég þá ekki félagi

Grímur (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 19:07

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er forvitnilegt að sjá hvað margir vilja að ríkisvaldið eigi banka.

Bankarnir eru það fyrsta sem fer lóðbeint á hausinn ef einhver hiksti kemur í fjármálakerfinu, og framundan eru margir stórar hikstar.

Geir Ágústsson, 29.1.2019 kl. 10:02

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Önnur ástæðan er sú að fólk heldur að bankarnir skili gríðarlegum arði um alla framtíð vegna þess að þeir hafa skilað arði undanfarin ár. 

Hin ástæðan er sú að allir einkareknir bankar í landinu fóru á hausinn í einu fyrir tíu árum síðan. Það situr í sumum. Ríkisbankar hafa hins vegar ekki farið á hausinn, þ.e. ekki þannig að neinn tæki eftir því að minnsta kosti.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.1.2019 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband