Föstudagur, 2. nóvember 2018
Nokkur orð um íslenskar aðstæður
Þegar ég sé teikningar af framkvæmdum á Íslandi, þar sem sólin skín og allt er bjart og opið, þá veit ég að menn eru ekki að hugsa með höfðinu.
Á Íslandi þurfa allir staðir þar sem fólk á að standa og bíða að vera yfirbyggðir á einn eða annan hátt. Annars verða þeir ekki notaðir.
Þeir eru ekki margir dagarnir þar sem veðrið beinlínis leyfir að fólk standi lengi úti og bíði eftir einhverju. Menn láta sig hafa það að horfa á gleðigönguna og skemmtiatriði 17. júní og dröslast á krakkadaginn á Klambratúni. Mikið lengra nær það samt ekki. Þeir sem geta sleppt því að bíða í láréttri rigningu eftir fari gera það, og hinir vilja geta gert það í skjóli og helst í upphituðu húsnæði.
Kannski vonast menn til að veðrið batni við það eitt að eitthvað sé byggt sem gerir ráð fyrir góðu veðri.
Borgarlínustöð ný þungamiðja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er strax byrjað að sólunda peningum skattgreiðenda í að hanna draum dagsins,ég veit ekki alveg hvar á að fá aurinn í herlegheitin, nýr flugvöllur, nýr spítali, ný lest/strætóar fyrir borgarlínuna, nýtt vegakerfi fyrir borgarlínuna... ruglið er farið að hlaupa á einhver þúsund milljarða ekki hundruð eða hvað þá tugi.
Halldór (IP-tala skráð) 2.11.2018 kl. 10:02
Já, þetta hleðst upp. Það er verið að kaupa atkvæði. Rétt fyrir kosningar er bókhaldið svo fegrað. Það má alveg efast um heilindi margra þeirra sem skipa borgarstjórn í dag.
Geir Ágústsson, 2.11.2018 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.