Sem betur fer er miðbærinn að deyja

Það hefur verið ákveðið, á einn eða annan hátt, að byggja við og endurnýja spítalann við Hringbraut.

Nú þegar er erfitt fyrir alla að komast þarna að og komast þaðan í burtu. Sjúkrabílar eru engin undantekning.

Það má með réttu óttast að staðsetning þessa sjúkrahúss sé stórhættuleg fyrir sjúklinga.

Huggum okkur þá við eitt:

Með örfáum undantekningum eru fyrirtæki að flýja miðbæinn. Fyrir venjulegan Íslending fer ástæðunum til að leggja leið sína í miðbæinn fækkandi. Megnið af umferðinni þarna er fólk að troðast til og frá fyrirtækjum í kringum miðbæinn - vandamál sem sumar borgir leysa með hringvegum í kringum þrengslin, en ekki í Reykjavík.

Það er því kannski sjúklingum til happs að miðbærinn er að deyja og fyrirtæki miklu frekar að flýja hann en sækjast í hann. Já, vissulega opnaði H&M verslun þarna, og Harpan er þarna og Kolaportið og Landsbankinn, en hvað fleira? Búðir sem sérhæfa sig í ferðamönnum? Deyjandi verslanir því það er verið að skera á aðgengið með lokun á bílaumferð?

Kannski Hringbraut sé alveg réttur staður, vegna nálægðar við flugvöllinn og sjúkraflugin og vegna hægfara dauða miðbæjarins. Sjáum hvað setur.


mbl.is Ekki hjá óþægindum komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég forðast það eins og heitann eldinn að fara niður í bæ, þ.e.a.s lengra en kringlan, það er ekki neitt þangað að sækja fyrir utan einstaka kvöldið í öldrykki. Fyrir utan það er ekkert þarna sem vekur áhuga...

Sem betur fer flutti fyrirtæki sem ég vinn fyrir upp í miðju höfuðborgarsvæðisins Kópavog) í staðin fyrir miðbæinn eins og til stóð. Ég væri ekki lengur starfsmaður þessa fyrirtækis ef fyrri plön hefðu staðist. Auka klukkutími í ferðir til og frá vinnu á dag ásamt vandræðum með bílastæði..

Halldór (IP-tala skráð) 3.11.2018 kl. 10:45

2 identicon

Ég er sammála, ég fer bara ekki í miðbæinn forðast borgartúnið osfv. 

Vinn í kópavogi og þarf bara ekkert að fara í umferðarruglið þarna, maður lendir bara vonandi aldrei á spítala :)

Emil (IP-tala skráð) 3.11.2018 kl. 15:45

3 identicon

Nei, sem betur fer hefur miðbærinn verið að lifna við eftir áratuga langt niðurlægingartímabil. En hann verður aldrei aftur eins og fyrir Kringlu svo að ekki sé farið enn lengra aftur í tímann. Þá áttu allir erindi niður í bæ.

Hlutur miðbæjarins í störfum verður þó ekkert sérstaklega stór. Störfin  munu dreifast nokkuð vel um bæinn. Suðurlandsbraut, Múlar, Skeifan, Vogar, og Höfðar ofl munu taka til sín mörg störf og gera reyndar nú þegar. Menn þurfa hins vegar að fara að velja sér búsetu og störf nálægt hvort öðru. Hingað til eða allavega til skamms tíma hefur mjög skort á það.

Það verða þó alltaf hlutfallslega mörg störf í miðbænum. Þess vegna er svo mikilvægt að þétta byggðina í og næst honum. Þannig má draga úr umferð og svo mun borgarlínan hafa mikil áhrif þegar valið stendur um 15 mínútur í strætisvagni eða 40 mínútur í bíl.

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.11.2018 kl. 17:34

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Auðvitað verður erfitt að drepa miðbæinn endanlega. Helstu aðgerðir til höfuðs miðbænum hingað til hafa þó skilað sínu. Þar má nefna:

- Að þrengja að ódýrum lóðum í úthverfum og heimila bara byggingar á rándýrum lóðum miðsvæðis (sem fara undir lúxusíbúðir og hótel fyrst og fremst)

- Að herða að gatnakerfinu, bæði með þrenginum og frestun framkvæmda. Ég talaði nýlega við mann sem eyddi 45 mín í að komast frá Seltjarnarnesi til Sæbrautar því miðbærinn var svo stappaður af bílum

- Að grúttapa í samkeppninni um eftirsóttar höfuðstöðvar fyrirtækja og fjölmenna vinnustaði í það heila, með örfáum undantekningum

- Að láta skattprósentu fasteignaskattsins haldast stöðuga þótt fasteignamat sé í himinhæðum. Þetta er hrein skattahækkun, enda kostar ekki meira að hirða rusl frá húsi þótt það hækki úr 30 milljónum í 40 milljónum

Hvað er annars meint með "lifna við"? Glærur og teikningar eru ekki raunverulegt líf.

Og jú, auðvitað verða mörg störf áfram í bænum á meðan ríkið hrúgar þar sínu starfsfólki, Háskóli Íslands fer ekkert og túristabúðir og pöbbar laða áfram til sín fólk.

Geir Ágústsson, 3.11.2018 kl. 19:45

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Og talandi um "lifna við". Hver drap? Ekki segja Davíð Oddsson eða þá sem hafa skotist inn á milli Samfylkingar-borgarstjóranna síðan Davíð fór í landsmálin. 

Geir Ágústsson, 3.11.2018 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband