Miðvikudagur, 17. október 2018
Hvar sæki ég um?
Ég hef gefið út tvö lítil rit og er með fleiri í maganum en hef alltaf fundist vera leiðinlegt að þurfa treysta á sölu á ritunum til að þau afli mér tekna.
Íslenska ríkið ætlar nú að eyða þeirri leiðinlegu kvöð að þurfa selja til að þéna.
Hvar sæki ég um?
Mælti fyrir frumvarpi til stuðnings bókaútgáfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sjáum til, Hallgrímur Helgason fær listamannalaun, líklega um 450 þúsund á mánuði, frá ríkinu, náttúrulega.
Við getum eðlilega strax dregið þá ályktun, að þessi 450.000 sé glatað fé, enda um glataðan rithöfund að ræða.
Í þessu tilviki, þá er það spurning, hvort það sé ekki fórnarinnar virði að borga honum aðeins meira af skattpeningunum okkar, gegn því skilyrði að hann gefi ekki meira út?
Við getum náttúrulega verið svolítið kaldrifjaðri, að hóta honum sviptingu á aumingjastyrk listamanna, ef hann gefur meira út.
Hilmar (IP-tala skráð) 17.10.2018 kl. 11:49
Svona er frjálshyggja Bjarna Ben í framkvæmd. Bjarni gat ekki hugsað sér að afnema vsk á bókum eins og stjórnarsáttmálinn kvað á um. Bjarni stefnir nefnilega á fullan vsk á allar vörur og þjónustu. Þetta var því þrautalendingin öllum til ama nema kannski útgefendum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 17.10.2018 kl. 12:59
Það er reyndar furðulegt að hugsa til þess að þrátt fyrir áratugi af listamannabótum er ekki framleitt nógu mikið af bókum á Íslandi. Prentkostnaður er varla hindrun því bækur á hvaða tungumáli má prenta hvar sem er, ódýrt. Skattur á bókum er ekkert hærri en á annarri afþreyingu.
Um leið gera menn hér mjög lítið úr þeim sem skrifa á íslensku og gengur vel að selja það og selja svo verkin til þýðingar og selja erlendis líka og geta þannig staðið á eigin fótum.
Ef það er skortur á bókum á íslensku sem bera sig þá er ein aðalástæðan sennilega sú að það sem þó er skrifað á íslensku er rusl. Ég gafst t.d. upp á því að reyna lesa nýjar íslenskar barnabækur fyrir son minn á sínum tíma. Söguþráðurinn var bara of flæktur, bækurnar innihéldu of margar persónur og það var engin leið að komast framhjá fyrsta kafla. Þýðingar á Grimms-ævintýrum og Astrid Lindgren voru mín besta von, og auðvitað Skúli skelfir.
Allir íslenskir höfundar virðast halda að fólk vilji drungalegar glæpasögur.
Gleyma menn því hvernig Harry Potter breytti lesáhuga margra ungmenna? Kannski er fé skattgreiðenda betur borgið með því að senda það til J.K. Rowling og biðla til hennar að skrifa fleiri sögur, sem má svo þýða á íslensku.
Geir Ágústsson, 18.10.2018 kl. 08:21
Annars vil ég gjarnan að allar vörur og öll þjónusta beri sama VSK, en að hann sé þá samræmdur með lækkun VSK en ekki hækkun.
Pólitískur raunveruleiki er samt sá að það má aldrei lækka skatt á Íslandi án þess að einhver sérhagsmunaklíkan rísi á afturfæturnar. En gott og vel, það er hægt ef menn lækka þá aðra skatta á þá sem lenda í hækkun VSK. Í Danmörku er flatur VSK á öllu en hér er líka ekkert tryggingargjald og margar leiðir til að draga frá skattstofnum. Ég mæli ekkert sérstaklega með þessu kerfi. Aðalatriðið er að skattar lækki en til vara að þeir standi kyrrir.
Geir Ágústsson, 18.10.2018 kl. 08:24
Til að fá styrk þarftu fyrst að finna réttan útgefanda. Það verða örugglega alls konar tékk á þeim - þeir séu nægilega vinstrisinnaðir, gefi ekki út "hatursorðræðu" (les hægrisinnuð skrif eða lituð af frjálshyggju), velti ákveðið miklu, hafi ákveðið marga starfsmenn, uppfylli kynjakvóta í stjórn, hafi jafnréttisstefnu, gefi út skýrslu um "samfélagslega ábyrgð" og þar fram eftir götunum. Semsagt allt sem pappírspésunum í ráðuneytinu dettur í hug að setja í reglugerðina.
Ef þú skrifar svo einhverja vinstrisinnaða dellu sem hann gefur út fær útgefandinn þinn styrkinn. En þú færð auðvitað engan styrk og vitanlega mun útgefandinn útskýra fyrir þér að þetta sé nú svo erfiður bransi, styrkurinn ekki upp í nös á ketti og þér sé betra að reyna að kría út listamannalaun.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2018 kl. 11:25
Þorsteinn, þetta er sennilega "spot on" hjá þér. Auðvitað verður svona styrkur ekki veittur hverjum sem er, og skilyrði gerð svo mörg að í raun getur dómnefnd bara valið vini sína til að gefa út eitthvað sem dansar eftir pólitískum rétttrúnaði dagsins.
Þetta minnir mig á sögu sem ég heyrðu um ESB. Þar á bæ vildu menn vera góðir við fátæka Afríkubúa og afnámu allskyns tolla á viðskipti við þá. Þegar kom svo að því að senda varning frá Afríku til Evrópu kom babb í bátinn: Afrískir framleiðendur uppfylltu ekki kröfur ESB um matvælaeftirlit og vottanir!
Þetta er víst kallað "technical trader barriers".
En sosem önnur saga.
Geir Ágústsson, 18.10.2018 kl. 12:15
Sæll Geir.
Ef vilji er til hjá ríkinu að viðhalda íslensku í gegnum bókaútgáfu þá hefði niðurfelling vsk af öllum bókum á íslensku verið einfaldasta leiðin og jafn sjálfsögð og að rukka ekki vsk af talaðri íslensku, og kemur í reynd listfengi ekkert við.
Þetta virtist liggja ljóst fyrir þegar stjórnarsáttmálinn var gerður. En svo komust "réttritunar" sinnarnir í málið til að velja úr "réttu" íslenskuna, rétt eins og Þorsteinn útlistar skilmerkilega hér að ofan.
Nú er staðan sú, rétt eins og þegar lán voru leiðrétt með "almennri skuldaleiðréttingu" verður hver og einn að sækja um sérstaklega, sennilegast á "réttri" íslensku frá Íslandi.
Ég sé þess vegna ekki að það sé til neins fyrir þig að sækja um, þú er staddur í Danmörku að mér skilst. Þannig að þú skalt bara halda áfram með þín ágætu blogg án vsk á íslensku á meðan það er í boði.
Magnús Sigurðsson, 18.10.2018 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.